Lögleiðing á aukningu geðklofa ungs fólks

Kannabisefni eru jafn ávanabindandi og heróín og áfengi, segir í nýrri breskri langtímarannsókn um áhrif kannabis á fíkniefnaneytendur.

Andlegir sjúkdómar, s.s. geðklofi, eru fylgifiskur neyslu kannabisefna, einkum meðal ungs fólks. Í umfjöllun Telegraph er því líkt við rússneska rúllettu að neyta kannabis.

Þeir sem vilja lögleiðingu kannabisefna vilja leyfa notkun á stórhættulegu fíkniefni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar ofaná bætist að ræktunin getur nú farið fram í heimahúsum eða skítugum bakgörðum er ekki lengur nein garantí á gæðunum, eins og er að gerast í BNA, þar sem hassið var mengað með illgresi seyði.

Ragnhildur Kolka, 7.10.2014 kl. 13:06

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Hér í Washington var ræktun á kannabis lögleidd á sama tíma og neysla var leyfð. Ströng skilyrði eru fyrir að fá heimild til ræktunar og aðeins eru notaðar nýjar plöntur ræktaðar upp af fræjum. Aðeins er leyfð sala á afurðum úr þessum plöntum og salan er einnig undir ströngu eftirliti. Ég held að ef það á að lögleiða kannabis þá eigi að gera það eins og var gert hér. Þetta "stríð" gegn eiturlyfjum er löngu tapað. Ef ég man tölur rétt þá er um helmingur þeirra sem sitja í fangelsi hér í Bandaríkjunum inni fyrir eign eða sölu á kannabis.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 7.10.2014 kl. 13:44

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með ,,aukningu á geðklofa" stenst engan vegin og það gerir ekkert gagn að halda slíku fram þegar svo auðvelt er að afsanna það.

Td. bara í Bretlandi hefur Cannabisnotkun stóraukist á undanförnum árum og áratugum - samkvæmt kenningunni ætti þá geðklofi að hafa aukist í sama hlutfalli.

Hefur það gerst? Nei.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.10.2014 kl. 15:43

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kannski - og pælið í þessu - leita geðsjúklingar í þessi efni, til að bæla niður einkennin.

(Reyndar gera margir það - þetta er vel þekkt. Og mikið af þessum efnum virka - vandinn er skammtastærðin, en hún er breytileg, eðli málsins samkvæmt.)

Hin hliðin er líka þekkt, að fólk sem neytir þessara efna allra í mikli magni til lengri tíma verður furðulegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.10.2014 kl. 17:55

5 Smámynd: Elle_

Hefur það gerst? Nei.  Ætli hinn fullyrðingaglaði Ómar hafi nokkuð gert rannsókn eða viti um rannsókn á þessu?  Það er ekki langt síðan þýðandi í RUV ranglega þýddi split personality sem geðklofi og mikill ruglingur er með þetta orð.

Elle_, 7.10.2014 kl. 20:49

6 Smámynd: Kommentarinn

Þessi rannsókn hefur ekki margt nýtt að færa heldur er einungis um staðfestingu á því að notkun kannabis hjá börnum og unglingum er ekki æskileg. Barnalegar líkingar við rússneska rúllettu hafa ekkert að færa inn í umræðuna því þú getur alveg eins líkt bílferð við rússneska rúllettu því bílferðir geta jú endað illa. Þetta kallast æsifréttamennska.

Þessi fyrirsögn um lögleiðingu á aukningu á geðklofa nær heldur engri átt. Lögleiðing þarf ekki að leiða til aukningar notkunar hjá ungu fólki því hún lögleiðingu myndu fylgja aldurstakmörk. Svarti markaðurinn (sem er risastór, fleiri milljarðar í veltu á ári á Íslandi) spyr ekki um skilríki og lögleiðing yrði stórt skarð í þennan markað. Færa má því rök fyrir því að lögleiðing myndi minnka neyslu hjá ungmennum en auka hana hjá fullorðnum.

Dæmi úr raunheimum sýna amk ekki fram á að þetta valdi neinni aukningu á neyslu og þú getur ekki fundið dæmi um hið gagnstæða því þau eru ekki til.

Fyrir fullorðið fólk er kannabis ekki hættulegra en t.d. áfengi svo þú getur alveg sparað stóru orðin og heimsendafyrirsagnirnar. Lögleiðingarhrinan mun byrja af alvöru 2016, slökum bara á þangað til og sjáum hvernig öðrum löndum gengur með þetta.

Kommentarinn, 7.10.2014 kl. 22:30

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir fyrir tímabæran pistil, Páll.

Jón Valur Jensson, 8.10.2014 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband