Pólitísk dagskrá ekki í höndum stjórnmálamanna

Í gegnum áhrif á fjölmiðla gátu stjórnmálamenn til skamms tíma lagt línurnar um pólitíska dagskrá umræðunnar. Vegna stóraukins fjölræðis, með tilkomu nýmiðlunar á netinu, misstu stjórnmálamenn þetta dagskrárvald.

Evrópumálið, eins og Bjarni Benediktsson orðar það, er á dagskrá umræðunnar óháð því hvort honum sjálfum finnst það ,,of fyrirferðamikið." Með óvarlegu tali í kosningabaráttunni gaf Bjarni andstæðingum Sjálfstæðisflokksins vopn í hendurnar - þ.e. að krefjast þjóðaratkvæðis um ESB-umsókn Samfylkingar frá síðasta kjörtímabili með vísun í til orða Bjarna er mátti skilja á þann veg.

Stjórnmálamenn ráða ekki dagskrá umræðunnar. En þeir geta með staðfestu eða skorti á henni ýmist sigrað eða tapað í umræðunni. Bjarni lærir vonandi af mistökunum.


mbl.is Evrópumálið of fyrirferðarmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband