Evran brýtur ESB niður

Sameiginlegur gjaldmiðill án sameiginlegs ríkisvalds, sem tekur ákvarðanir um efnahagsstefnu og skattamál, gengur ekki upp. Aðildarríki Evrópusambandsins eru ekki tilbúin að afsala sér nægilega miklu af fullveldi sínu til að hægt sé að stofna til sameiginlegs ríkis.

Af þessu leiðir verður að vinda ofan af evrunni og hverfa tilbaka til þjóðargjaldmiðla. Að öðrum kosti mun Evrópusambandið liðast í sundur vegna ójafnvægisins sem evran býr til.  Þetta eru rök Francois Heisbourg, sérfræðings í alþjóðastjórnmálum, sem hann kynnti í fyrirlestri í Háskóla Íslands um helgina.

Heisbourg er ESB-sinni og vill að Evrópusambandið þróist í átt að sambandsríki, líkt og Bandaríkin. Í fyrirlestrinum benti hann á Bandaríkin urðu ekki sameiginlegt gjaldmiðlasvæði fyrr en eftir þrælastríðið, eða um 80 árum eftir að stofnað var til Bandaríkjanna.

En Heisbourg er raunsær og telur ekki forsendur næstu áratugina fyrir sambandsríki Evrópu. Því verði að fórna evrunni til að bjarga Evrópusambandinu úr núverandi kreppu.

Heisbourg er talinn næmur á hugsun frönsku stjórnmálaelítunnar og efasemdir hans um evruna bera vitni endurskoðunar Frakka á þeirri stefnu sem Mitterand forseti og Kohl kanslari Þýsklands sömdu um við fall Berlínarmúrsins 1989, að Þýskland fengi að sameinast en Frakkar fengju evru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Fyrirlestur Francois Heisbourgs var svo mergjaður og yfirgripsmikill á þessum stutta tíma, að ég hef sjaldan komið á annan slíkan. Synd að fáir skuli hafa mætt, en þarna fékkst yfirlit yfir þróunina frá upphafi, hjá manni sem upplifir þetta í innsta kjarna.

Vankunnátta ESB- manna hér á flækjum Evrunnar er mikil. Eða ekki, en það væri þá fals.

Ívar Pálsson, 7.4.2014 kl. 09:59

2 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Missti því miður af þessum fyrirlestri en er að reyna að nálgast hann annarsstaðar. Held reyndar að Evran henti sumum ríkjum betur en öðrum, þ.e. þeim sem hafa lítinn viðskiptahalla, en lykilatriðið með Evru er að aðskilja peningastefnuna frá hagstjórninni.

Það hefur ekki gengið vel á Íslandi og leitt til þess að fyrirtækjum, sem ekki eru samkeppnisfær , hefur verið haldið lengur á lífi með gengisfellingum, í stað tiltektar í rekstri.

Gunnar Sigfússon, 7.4.2014 kl. 13:04

3 Smámynd: Elle_

Ekki geta innlimunar- sinnar kallað ræðu mannsins ómarktæka ræðu framsjalla og öfgamanns.  Ekki það að nokkrir þeirra verstu (öfgamennirnir) muni ekki prófa það.

Elle_, 7.4.2014 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband