RÚV ljósmóðir flokksmúsar ríkra ESB-sinna

Fyrsta frétt RÚV í hádeginu var að Benedikt Jóhannesson ætlaði að stofan hægriflokk ESB-sinna. Benedikt telur að markaður sé fyrir slíkan flokk enda tilheyrir hann þeim hópi manna sem eiga rúmlega til hnífs og skeiðar og vill fullveldið feigt.

Kannanir sýna að efnaðir ESB-sinnar styðja Samfylkinguna enda eiga þeir ekki í önnur hús að venda. Sumir, t.d. Helgi Magnússon, auðmaður með tjáningarþörf, veðjuðu stórt á Samfylkinguna og standa eins rakkar fjarri kjötkötlunum og hóta manni og öðrum með háværu gelti.

Ríku ESB-sinnarnir glíma samt við vandamál. Auðmaður eru eins og almúgamaðurinn aðeins með eitt atkvæði. Og þótt RÚV hjálpi til þá hrekkur það skammt. Engu að síður, flokksmýs krydda tilveruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Hugason

Ef þú ert kennari Páll þarftu að fara í endurhæfingu því þessi pistill þinn er fullur af stafsetningarvillum og ambögum. Því missir han marks. Fólk með sæmilega sjáfsvirðingu les þetta ekki. (og skilur þetta ekki)

Reynir Hugason, 6.4.2014 kl. 17:58

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Reynir.

Það er mjög orðum aukið að pistillinn sé fullur af stafsetningarvillum. Hitt er annað að á ainum stað er um stafavíxl að ræða augljóslega en ekki stafsetningarvilla og kemur oft fyrir okkur sem skrifum mikið og hratt og höfum jafnvel lítinn eða engan tíma til prófarkalesturs.

Miðað við fullyrðingu þína þá held ég að þú þurfir sjálfur að hressa upp á stafsetningarminni þitt. Páll virðist ekki þurfa á þvi að halda ef við miðum við þennan pistil.

Ég hef það á tilfinningunni að þig svíði undan innihaldi þessa góða pistils frekar en eitthvað annað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.4.2014 kl. 18:11

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Undanfarið hefur verið á sveimi orðrómur og jafnvel fréttaflutningur í fjölmiðlum og á netinu um að hópur manna sé að velta fyrir stofnun nýs flokks. Ég sé ekkert óeðlilegt við það, þótt sumum finnist það.

Á útmánuðum 2007 var svipaður orðrómur á kreiki um tvö hugsanleg ný framboð, annars vegar flokkur aldraðra og hins vegar grænn flokkur.

Fjölmiðlar eltu þá á röndum, sem voru að undirbúa hugsanleg framboð og hringdu jafnvel oft á dag.

Aldrei datt mér það í hug þá að fjölmiðill, sem greindi frá stöðu mála, væri "ljósmóðir" viðkomandi framboðs og teldist vera hlutdrægur í málinu og stuðningsaðili.

Ómar Ragnarsson, 6.4.2014 kl. 19:34

4 Smámynd: Jón Árni Bragason

Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir vestræna samvinnu og frjáls viðskipti.

Framsóknarflokkurinn stendur fyrir vestræna samvinnu og frjáls viðskipti.

Björt Framtíð stendur fyrir vestræna samvinnu og frjáls viðskipti.

Samfylkingin stendur fyrir vestræna samvinnu og frjáls viðskipti.

Vinstri Græn standa fyrir vestræna samvinnu og frjáls viðskipti.

Eru aðildarsinnar að fíflast í fólki varðandi hugmyndina um að stofna nýjan flokk utan um sitt eina áhugamál?

Jón Árni Bragason, 6.4.2014 kl. 20:15

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju ekki ,,ljósmóðir eins og guðfaðir,,? Þótt fjölmiðlar hefðu hringt oft á dag,árið 2007 til að fá orðróm staðfestan um hugsanlegt framboð græns flokks og aldraðra,sá ekki nokkur maður það í sjónvarpi. En nú bregður svo við að sýnt er frá Austurvelli rétt eins og um sjálfa þjóðhátíðina sé að ræða. Það vantaði nú bara að RÚV. sviðsetti lagningu € við fótskör okkar ástsælu þjóðhetju. Hvernig skyldi standa á því að við erum í þriðja sæti landa heimsins,sem best er að búa í.

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2014 kl. 20:20

6 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Það eru ferðamenn, fiskurinn og orkan, Helga mín. Ef við ætlum að bæta í og geta borgað mannsæmandi laun t.d. læknum og þeim sem ekki tolla hér vegna lélegra kjara, þá þurfum við fleiri stoðir sem greiða betur en þessar greinar. Það tækist með ESB og evrunni.

Guðjón Sigurbjartsson, 6.4.2014 kl. 23:10

7 Smámynd: Elle_

Nei, það tækist ekki með neinni evru og lokuð innan tollmúra ESB frá veröldinni.  Helga er skarpari en svo að þessi blekking dugi.  Það er mikill miskilningur að ESB sé heimurinn, ESB er ekki einu sinni litla Evrópa, langt í frá.

Elle_, 7.4.2014 kl. 00:44

8 Smámynd: Elle_

Bandaríski dollarinn er sterkari en evran ykkar.  Og svo snýst málið um fullveldi landsins, fyrst og fremst.  Við ætlum ekkert að gefa það fyrir ykkur sem hugsið um gróða fyrst og fremst og ræna börnin okkar þar með.

Elle_, 7.4.2014 kl. 00:55

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar þessi Maastricht-vopna-engill Brussel-spillingarinnar krefst mannréttindabrota og þjóðarmorða fyrir heimsveldið, þá hefur siðferðið ekki verið tekið með í dæmið ESB-dæmið.

Þetta veit kannski, og mjög líklega, ESB-klúbbsáhugafólk. Ef ekki, þá er tímabært að kynna sér sorteringar-flokkunarstefnuna, milli þeirra verst stöddu, og þeirra yfirburða vel stöddu (bankamafíu-Páfaveldis-studdu toppanna).

Vandræði þeirra verst settu innan Evrópu-Seðlabankastjórnsýslunnar og Bretayfirstéttar--heimsveldis-co, eru ekki tilkomin vegna tegunda gjaldmiðla.

Heldur tilkomin vegna óvandaðra og sjúklegrar tegundar heimsveldis-siðblindusjúklinganna valdasjúku, sem stýra þessu topp-bankaráns-kerfi Páfa-heimsveldisins ókristilega!

Það er á ábyrgð allra jafnt, að kynna sér hvað "pakkinn" þýðir í raun, fyrir almenning framtíðarinnar.

Pyntingar, mannslíf, fátækt og land/mannrán eru ekki siðmetnað ferli, og leiðir ekki til heimsfriðar og réttlætis.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.4.2014 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband