Bæjarfulltrúi í gjaldþrot

Bæjarfulltrúi VG í Mosfellsbæ varð gjaldþrota. Samkvæmt honum sjálfum og samstarfsmönnum hans á það ekki að hafa neinar pólitískar afleiðingar; bæjarfulltrúinn sé hæfur til að vera fulltrúi almennings. Það er vægt til orða tekið afar hæpið.

Frásögn vísis.is, byggð m.a. á viðtali við bæjarfulltrúann, segir að gjaldþrotið hafi verið upp á 176 milljónir og ekkert hafi fengist upp í kröfur. Bæjarfulltrúinn segir sjálfur að gjaldþrotið hafi stafað af húsakaupum. Hann hafi tekið myntkörfulán sem hafi tvöfaldast. Samkvæmt því tók maðurinn lán upp á um 85 milljónir til að kaupa sér hús.

Fasteignaverð í Mosfellsbæ er ekki þannig að fólk þurfi að taka 85 milljónir í lán til að búa sæmilega. Maður sem ekki kann betur fótum sínum forráð fjárhagslega á ekki að vera fulltrúi almennings í opinberum rekstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Páll. Eins og kemur fram í greininni þá var Karl búinn að byggja eitt hús og fluttur inn í það áður en hann var búinn að selja hitt húsið. Svo kom hrunið á versta tíma fyrir hann þegar hann átti tvö hús. Þessar skuldir eru því komnar til vegna tveggja húsa. Síaðn má hafa í huga að nú eru liðin fimm ár frá hruninu og væntanlega er stór hluti þessara skulda vanskilakostnaður þar með talið dráttarvextir í fimm ár. Einniog gæti Karl og konan hans hafa skuldað bílalán sem þá hafa líka verið í vanskilum vegna þungans af húsnæðislánunum.

Allavega er vert að kynna sér ástæður áður en hraunað er yfir menn eins og þú gerir hér. Ég vil minna á það að áður en Gunnar Birgisson varð oddviti Sjálstæðisflokksins í Kópvavogi var hann í það minnst einu sinni búin að fara með fyrirtæki í gjaldþrot ef ekki oftar. Hann þótti samt gjaldgengur í oddvitasæti þess flokks.

Sigurður M Grétarsson, 9.10.2013 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband