Fákeppni, ekki tollar, er vandi verslunarinnar

Íslensk verslun er ekki þjökuð af háum tollum. Hátt verðlag stafar að stærstum hluta af fákeppni. Í skjóli fákeppni er offjárfest í húsnæði og aðstöðu sem viðheldur kröfu um óguðlega álagningu.

Verð á fatnaði, raftækjum og tölvum í verslunum sýnir svart á hvítu að fákeppnin stuðlar að álagningu sem er hreint okur.

Til að auka samkeppnina við verslunina eiga stjórnvöld að auðvelda netverslun. Aðeins með því móti mun verslunin hér á landi fá hvata til að lækka vöruverð.


mbl.is Skattur á fátækt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það sem þú ert að segja er að frjáls viðskipti virki ekki og ríkið eigi að stýra verðlagi.

Sósalíst markaðskerfi???

Teitur Haraldsson, 9.10.2013 kl. 07:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Teitur, þetta frumvarp er spuni til að gefa versluninni svigrúm til verðhækkana innávið ef svo má segja. Þetta er að kröfu hennar en ekki fátækra. Þetta er ekki af hjartblæðandi manngæsku verslunarinnar að merja þetta i gegn.

Afnam tolla og vörugjalda fara beint inn í álagninguna á nokkrum vikum eins og raunin hefur alltaf verið með allar ívilnanir af þessu tagi.

Verslunin er komin langt yfir öll sársaukamörk í álagningu og því þurfa þeir að leita sér matarholu hjá ríkinu. Afnám þessara gjalda þýðir að þessa peninga þarf að sækja til fátækari í öðrum gjöldum og sköttum svo þetta er tvöfalt tap fyrir hina efnaminni.

Þetta er svo óforskammaður spuni að manni flökrar.

Þetta er ekki fyrir hina efnaminni heldur öfugt og ég verð umdrandi ef nokkur maður fellur fyrir þessu Orwellíska andhverfuspinni.

Hér er verið að beita vísvitandi blekkingum, sem kemur svo sem ekkert á óvart þegar maður skoðar hverjir setja þetta fram.

Ógeðslegra verður það ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2013 kl. 08:52

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er rétt sem Páll segir að ástæðan fyrir háu verðlagi megi rekja til fákeppni. Því má einnig við bæta að svífirðileg álagning á rætur sínar að rekja til offjárfestinga greinarinnar fyrir hrun og öllu því gengdarlausa fylleríi sem þá viðgekkst.

Nú á að reyna að sækja tapið til hinna efnaminni, eins og venjan er.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.10.2013 kl. 08:56

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Rökin eru sem sagt að allar verslanir eru alltaf með álagningu í sársaukamörkum eða hærra.

Þannig að ef opinber gjöld eru lækkuð þá skili það sér ekki til neytenda heldur verði verslanir bara ríkari.

Eru þá öll gjöld nákvæmlega rétt núna?

Væri ekki gáfulegt að hækka þessi gjöld, eða bara öll gjöld svo verslun sé ekki að moka svona inn?

(Átta mig ekki á hvað "Orwellíska andhverfuspinni" þýðir).

Teitur Haraldsson, 9.10.2013 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband