Samtök iðnaðarins fordæma Ísland

Breiðsíða Svönu Helenar Björnsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins, í Fréttablaðinu og útlegging hennar á RÚV í hádeginu er allsherjarfordæming á íslensku samfélagi: Ísland er hvorki aðlaðandi fyrir fólk né fyrirtæki.

Svana er virk í félagsskap ESB-sinna og stjórn Samtaka iðnaðarins, en ekki félagsmenn, hafa um árabil verið með samfylkingaráherslur í Evrópumálum.

Fyrst allt er ónýtt á Íslandi er ekki ráð fyrir Svönu og stjórn Samtaka iðnaðarins að finna sér annað land að búa í? Við erum á EES-svæðinu og þar er frjáls flutningur vinnuafls.


mbl.is Datamarket ekki á leið úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skelfilegt að hafa svona Trójuhesta innan samfélagsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2013 kl. 16:52

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Fyrirsögn þín, Páll, er röng, og efni pistilsins blekking þín. Formaður SI vísaði til forsendna sem hann hafði rakið og blasa naktar við öllum, að hér eru höft og hér eru lág laun, núna. Sem fæla fyrirtæki og fólk burt eða standa í vegi fyrir því að fyrirtækin og fólkið, sem formaðurinn talaði um, sjái sér framtíð hér. Að formaður SI eða samtökin fordæmi Ísland með því sem þú, Páll, kallar breiðsíðu og útleggingu, sé allsherjar fordæming á íslensku samfélagi, er aldeilis ótúleg ályktun.

Herbert Guðmundsson, 19.9.2013 kl. 17:01

3 Smámynd: Þarfagreinir

"Love it or leave it."

Þarfagreinir, 19.9.2013 kl. 17:02

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sennilega sagði hún "Ísland er hvorki aðlaðandi fyrir fólk né fyrirtæki" - er hún að ljúga Páll?

Rafn Guðmundsson, 19.9.2013 kl. 17:38

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll vertu Herbert,langt síðan ég hef séð skrif eftir þig eða bara þig sjálfan. Það sem ég vildi sagt hafa,án þess að vera framhleypnari en venjulega hér á síðu Páls,að þessi ummæli formanns samtaka iðnarins,eru skammarleg. Þá vísa ég einnig til þeirra röngu fullyrðinga um að 2 íslensk fyrirtæki hefðu flutt starfsemi sína til útlanda,þótt hafi nú verið leiðrétt. M.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2013 kl. 00:00

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það stendur upp úr að formaður SI laug um meintan flótta þessara sprota fyrirtækja úr landi, til þess að reyna að rökstyðja holan ESB áróður sinn um "ónýta Ísland".

Svo til þess að undirstrika lygina og áróðurs ruglið í formanni Samtaka Iðnaðarins þá tilkynnir stórt alþjólegt lyfjatæknifyrirtæki sama dag um gríðarlegar fjárfestingar og uppbyggingu á Íslandi.

Forsvarsmenn alþjóðlega lyfjafyrirtækisins segja allar aðstæður hér á landi gríðarlega hagstæðar og góðar til þess að byggja upp hátækni lyfjaþróunarmiðstöð á Íslandi.

Úrtöluliðið um "ónýta Ísland", ætti að skammast sín !

Gunnlaugur I., 20.9.2013 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband