ESB-sinni viðurkennir aðlögun

Guðmundur Andri Thorsson viðurkennir í grein í Fréttablaðinu að Ísland hafi verið í aðlögunarferli inn í Evrópusambandið og að ekki sé hægt að fá aðildarsamning án aðlögunar. En hann spyr hvort við séu ekki hvort eð er í aðlögunarferli með EES-samningnum.

Jú, við tökum upp reglur í gegnum EES. En EES samningurinn er innan við tíu prósent af Evrópusambandsaðild. Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál.

A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.

Þá spyr Guðmundur Andri hvort aðlögun að EES samningunum sé aðlögun að engu. Í grunninn er samningurinn fríverslunarsamningur með viðbótum. Í Bretlandi er vaxandi fylgi við að láta af ESB-aðild og taka upp fríverslunarsamstarf. Eyþjóðum hentar fríverslun við meginlandið prýðilega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Guðmundur Andri tilheyrir fámennum hópi ESB sinna sem hefur haft mjög hátt undanfarinn misseri og trúðu sjálfir lyginni um að hægt væri að kíkja í pakkann, þeir verða fyrir talsverðu persónulegu áfalli þegar staðreyndir málsins blasa við.

í þessari grein virðist Guðmundur Andri virðist vera að skrifa sig frá þessu áfalli. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að hann skilur orðið í megindráttum hvað felst í umsókn um aðild að ESB.

Guðmundur Jónsson, 2.9.2013 kl. 09:56

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Páll. Hvernig þú ferð að lesa út úr þessu að Guðmundur Andri sé að taka undir þá rangfærslu ykkar ESB andsætðinga að við séum í aðlögun vegna ESB umsóknar okkar er mér hulin ráðgáta. Þessi grein er háðsgrein um ykkur sem eruð að halda þessu bulli fram. Hann talar meðal annars um það þegar þú "segir öllum orðabókum stríð á hendur" sem er einfallega grína af þeirri fáránlegu grein þinni þar sem þú vildir þýða tiltekið orð allt öðruvísi en orðabækur gera. Og beist svo höfuðið af skömminni með því að saka blaðamann um falsanir af því að hann notaði ekki bullþýðinguna þína.

Staðreyndin er sú að ferli aðildarviðræðnanna er það að við gerum aðildrasamning sem verður svo borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef hann verður samþykktur þá hefst aðlögunin annars fer hún ekki fram. En þó eins og fram kemur í greininni þá erum við á fulli í aðlögun vegna aðildar okkar að EES samningum og það munum við áfram gera þó við slítum aðildarviðræðum okkar við ESB meðan við kjósum að vera aðilar að EES samningum.

Sigurður M Grétarsson, 3.9.2013 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband