EES er aðeins tíu prósent af ESB

Aðildarsinnar reyna að telja fólki trú um að í gegnum EES-samninginn séum við með annan fótinn inn í Evrópusambandinu. Að ganga inn í ESB sé þess vegna ekki ýkja stórt skref. Einnig segja aðildarsinnar að við séum í stöðugri aðlögun að Evrópusambandinu á grunni EES-samningsins og því sé ekkert tiltökumál að aðlagast sambandinu enn frekar í aðildarviðræðum.

Sannleikurinn er allt annar. EES samningurinn er innan við tíu prósent af Evrópusambandsaðild. Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál.

A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.

Þessar upplýsingar koma fram í grein sem Heming Olaussen formaður Nei til EU í Noregi skrifar í dag.

Grein Heming byggir á ítarlegri greiningu á löggjörningum í ESB og áhrif á EES-samninginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Og stjórnarskráin okkar er ekki nema 0,0001% af lögum okkar. - Hvarflar nokkuð að þér að talað sé um áhrif, vægi og gildi regla - að t.d. reglur og staðlar um t.d. vopnafrmleiðslu, bílaiðnað og rauðvínsframleiðslu breyti ekki miklu á Íslandi?

- Og að þó 50% af fjárlögum ESB fari í landbúnaðiðinn sé landbúnaðurinn ekki 50% af gildi og vægi ESB aðildar

... og svo framvegis - Að „fjórfrelsið“ — gott eða slæmt—hafi miklu meira vægi fyrir fólkið í landinu en samanlagt allt sem stendur utan þess - en svo bætist að auki samt líka við að við erum þegar aðilar að Shengen (hvort sem það er gott eða slæmt) og skiftinemakerfum, starfsmenntakerfum og endurmenntakerfum ESB - Og vel að merkja rannsóknaáætlunum ESB sem þú ættir að þekkja vel og kannski miklu fleirui sem ég kann ekki að nefna.

- Eðli og efni texta sem við höfum ekki tekið upp skipta öllu máli en fjöldi orða og greina engi máli.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.1.2011 kl. 09:42

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Helgi, gleymdu því ekki að það voru Evrópusambandssinnar sem hófu þessa umræðu um prósentur með fullyrðingum í mörg ár að við værum að taka yfir 70-80% og jafnvel 90% af regluverki Evrópusambandsins í gegnum EES án fyrirvara um að sumar lagagerðir skiptu kannski meira máli en aðrar. Það var ekki fyrr en sýnt var fram á að þessar tölur væru engan veginn í tengslum við raunveruleikann sem þeir fóru að tala um að það væri tilgangslaust að tala um prósentur í þessu sambandi :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.1.2011 kl. 10:23

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það hefur aldrei verið gerð nein úttekt á vægi einstakra lagagerða Evrópusambandsins samborið við aðrar enda spurning hvort það sé hreinlega hægt. Við vitum hins vegar að EES-samningurinn er einungis bundinn við regluverk tengt innri markaði sambandsins og að utan samningsins eru mörg mikilvæg svið sem hann nær ekki til.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.1.2011 kl. 10:28

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

EES samnigurinn er ekki sú gullkista fyrir okkur Íslendinga sem margir vilja láta Helgi.

Vegna þessa samnings höfum við þurft að taka upp fjölmargar tilskipanir, sumar hafa vissulega komið okkur vel en fleiri verið okkur til trafala og beinlínis skaða. Ekki mun það lagast við inngöngu í ESB.

Þau lög og þær reglugerðir sem ESB setur eru sniðnar að kjarna þess, fyrst og fremst. Við erum á jaðrinum og verðum það alla tíð. Því er ekki að vænta neinna bóta fyrir okkur.

Menn hafa verið með þá bábylju að með inngöngu í ESB, höfum við eitthvað um það að segja hvað þaðan kemur. Hvílík fjarstæða!! Hvernig ó ósköpunum dettur nokkrum heilvita manni í hug að við getum haft áhrif innan þessarar stofnunar, með það agnarsmá vægi sem við fáum á Evrópuþinginu!

Gunnar Heiðarsson, 24.1.2011 kl. 10:45

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hjörtur, það var í það minnsta mér ekkert óskiljanlegt að verið var að tala um málfokka og stefnumarkandi mál sem tekin væri ákvörðun um á þinginu og í ráðherraráðinu en ekki allar reglur um framleiðlsustaðla um eitthvða sem aldrei hefur komið til álita að framleiða eða fást við á Íslandi.

- Flest sem ESB-andstæðingar síðan bera á borð í dag til að hrella fólk kemur svo í ljós að er þegar í gildi frá EES 1994 - það segir líka sitt.

- Við vitum öll um að landbúnaðurinn er utan EES en hefur samt 50% af fjárlögum ESB og einnig Sjávarútvegurinn - en líka að samt erum við með sérsamninga við ESB um báða þessa málaflokka í tengslum við EES.

- Hvað fleira sem verulega þýðingu hefur er utan EES?

- Orkumálin fylgja EES, sem og reglur á lánamarkaði, réttur til að kaupa eignir og jarðir og stofna fyrirtæki allra ESB-þegna kom með EES sem og frjálst flæði vinnuafls og samræmd lágmarks réttindi launafólks (utan bænda og sjómanna),

- allt sem getur aukið atvinnuleysi er þegar í gildi frá 1994 vegna EES en með niðurfellingu tolla á unnum sjávarvörum myndu t.d. 10 þúsund störf sem nú eru við fullvinnslu á Íslenskum fiski í Hull og Grmsby GETA flust aftur í Íslensk frystihús - Þó þið sveiflið atvinuleysis-grílunni með óbreyttum rökum og orðum og við gerð EES-samningsins.

- Hvaða veigmiklu málaflokkar utan EES ná að gera EES og Shengen að aðeins 10% af heildar pakkanum?

- Ef menn ætla að telja orð og greinar til að meta það verða þeir engu nær.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.1.2011 kl. 10:55

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gunnar, ég hef ekki þessa umingja-trú á Íslandi og Íslendingum að við getum ekki mögulega haft áhrif þar sem við fáum rödd og tækifæri - Reyndar höfum við marg oft sannað hið gangstæða þ.e. að við höfum áhrif og getum breytt jafnvel gangi mannkynssögunnar þar sem við fáum rödd og tækifæri.

- Það t.d. höfum við í nokkrum veigmiklum atriðum sýnt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna t.d. um hafréttarsáttmálann - og jú það voru víst við sem komum því í gegn að sett var í Ríó-sáttmálan ströng viðmið um Díoxin-mengun sem svo við förum ekki eftir.

- Þeir sem ekki þora að telja Ísland til alvöru þátttakenda og þora ekki að Ísland setjist til borðs með alvöru Evrópuríkjum heldur vilja flokka okkur með örríkjum eins og furstdæminu Mónakó eru í mínu huga þjóðnýðingar.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.1.2011 kl. 11:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mjög þörf grein hjá þér, Páll, og er í góðu samræmi við það sem fram var komið áður í ritinu Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", Rv. 2007, bls. 56–57), en þar kom fram, að á grunni EES-samningsins komu um 17,2% beinnar löggjafar okkar og 21,6% samtals vegna beinnar og óbeinnar löggjafar okkar á árunum 1992–2006, þegar þó var mest verið að taka inn þá löggjöf.

Að sjálfsögðu er lagatextaframleiðsla ESB margföld á við okkar, og mætti rekja hér tölur um það, m.a. úr nefndri skýrslu, en þetta kemur líka skýrt fram í niðurstöðum Hemings Olaussen hér ofar og vert fyrir ýmsa eins og Helga Jóhann hér ofar að lesa það feitu letri:

"Á árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34.733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3.119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum eða 8,9 prósent."

En tilgangur ESB-innlimunarsinna með því að gera ranglega sem mest út meintu víðfeðmi upptekinnar ESB-löggjafar hér á landi er alveg ljós og lá líklega fyrir strax í byrjun hjá þeim ESB-stjórum og þjónum sem völdu þessa leið, þ.e. að reyna með þessum hætti að gera margfalt minna en vert var úr byltingarkenndum áhrifum fullrar inngöngu í stórríkið ESB.* Þau áhrif eru hrikalegust fyrir smáþjóðirnar, eins og ég rakti í gærmorgun í þessu ýtarlega innleggi á bloggsíðu eins bezta samherja okkar Páls. Ég skora á Helga Jóhann að skoða það til hlítar og segja okkur svo, hvort hann telji það samræmast hollustu sinni við lýðveldið og íslenzka þjóð að keyra á það að leggjast á sveif með gegndarlausum áróðri hins ágenga, 1560 sinnum fólksfleira ríkjasambands og þjóna þess hér á landi.

Já, ég mana þig, Helgi Jóhann!

* Og tilgangurinn er þannig að gera menn andvaralausa gagnvart því, sem gerast myndi við "inngöngu/aðild" (= innlimun) og veikja varnir sjálfstæðissinna. Markmiðið er innlimun Íslands og hinnar 753.000 ferkílómetra efnahagslögsögu þess, ennfremur auðveldari aðgangur að norðurslóðum, m.a. hernaðarlega, auk efnahags-hagsmuna, og jafnframt vonin um dómínóáhrif á Noreg: að einnig það stórauðuga land falli ESB í skaut til að auka veldi þess.

Jón Valur Jensson, 24.1.2011 kl. 12:14

8 identicon

Mikið óskaplega vorkenni ég Helga Jóhanni Haukssyni ljósmyndara og fræðimanni,er ritar hér ofar,og það margsinnis.Hann ritar um það að Ísland eigi að setjast til ''borðs,,með alvöru Evrópuríkjum.Þá nefnir Helgi einnig um þor þjóðarinnar til þess. Helgi þú stórfíni ljósmyndari með meiru,hvaða alvöru Evrópuþjóðir ert þú að vitna til.? Það er einungis örfá ár frá því að stórstyrjöld og fjöldadrápum lauk á Balkanskaganum,bæði Frakkar og Þjóðverjar eru þáttakendur í styrjöldum er geisa núna ennþá í arabalöndunum.Arabaríkið/Islamska ríkið Tyrkland sækist fast að því,að komast inní þetta draumabandalag þitt Helgi.Ekki kæmi mér það á óvart að Helgi sé að vinna sig í áliti með þessari skyndikomu sinni inná ESB-bloggskrif.Samfylkingin styður sína í þessháttar skrifum.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 14:15

9 identicon

Fólk er ekki bara í alvöru að svara manninum sem tók meðvitaða ákvörðun að um að setja mynd af sér með kúrekahatt í profile.

Yeboah (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 16:31

10 identicon

Hann Helgi er alltaf með hattin,og hefur verið í mörg ár.Hann er aðalkúreki Samfylkingarinnar.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 16:42

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón Valur, bara þetta „innlimunartal“ þitt er strax ekki svaravert - ekkert ríkjann 27 er „innlimað“ í ESB heldur eru þar 27 fullvalda ríki aðilar að sameiginlegu bandalagi sem samtals fer með 1% af landsframleiðlsu ríkjanna - og af því fer helmingur strax til baka í niðurgreiðslur lanbúnaðarvara og landbúnaðarstyrki að sjávarútvegi meðtöldum. - Annar fjórðungur fer í aðra sameinglega styrki þar sem byggðamál jaðarsvæða vega þyngst. Þá er eftir 1/4 úr 1% af landsframleiðlsu og samtals er allt ESB-báknið janf mannmargt og eitt ráðuneyti í Frakklandi. - Það á sér engar stoðir í raunveruleikanum að tala um „innlimun“. - Ef þú ert með eittvað efnislegt annað en orðhengilshátt er sjálfsagt að yfirfara það og rökræða.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.1.2011 kl. 16:58

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helgi Jóhann, hér eru nokkrir áfangar þeirrar innlimunar:

1) ESB breytist í sambandsríki, samkvæmt áætlun ESB-þingsins 1997.*

2) Neitunarvald ríkjanna var þá sömuleiðis stefnt á að afnema.*

3) Miðstjórnarvaldið hefur verið að vaxa skv. sömu áætlun.*

4) Áhrif smáríkjanna var þá stefnt á að minnka,* og það var einmitt gert með með því, sem ákveðið er í Lissabon-sáttmálanum (og kemur til framkvæmdar árið 2014) að minnka t.d. atkvæðavægi Möltu í hinu volduga ráðherraráði um 90,8% (úr 0,87% í 0,08%), Danmerkur um 45,8% (úr 2,03 í 1,10%) og Svíþjóðar úr 2,90% í 1,85%, á sama tíma og atkvæðavægi Þýzkalands eykst um 95,1% (úr 8,41 í 16,41%) o.s.frv., sjá nánar H É R !

5) ESB ætlar að taka sér íhlutunarrétt yfir fjárlagagerð ríkjanna í sambandinu nú um stundir, eins og allir vita, sem fylgjast með fréttum.

6) Háværar kerfiskröfur eru um að stórauka skattheimtu ESB.

7) ESB er ekki eitthvað óumbreytanlegt, það er í þessari miðstýringarþróun og stefnir að sameiginlegum her, hvað þá annað. Helgi Jóhann getur ekki hengt hatt sinn á það sem ESB er nú, því að það hefur þegar tekið ákvörðun um að verða annað en það er nú, og það er farið að fara um suma í smærri þjóðunum í bandalaginu að horfa upp á það sem gerast mun 2014 og getur síðan haldið jafnvel áfram með enn meira afli.

8) VALDHEMILILDIR bandalagsins með því, sem það ætlast til að skrifað sé upp á í "aðildarsamningi", hvað varðar LÖGGJAFARMÁL fyrir ríkin, eru þvílíkar, að hvern lögfræðing ætti að reka í rogastanz að horfa upp á það, svo algert er framsalið á æðsta löggjafarrétti frá "aðildarríkinu" til ESB-stofnana, og það er ekki verið að biðja um þær valdheimildir að gamni sínu, Helgi Jóhann!

Þetta getur þú nú sannreynt með því að SKOÐA hvað ég hef verið að vísa hér á og segja svo við sjálfan þig, að auðvitað viljirðu ekki slíkt ákvæði inn í aðildarsamning Íslands. EN ÞAÐ ER ÞARNA, í öllum samningum nýrra aðildarríkja. Þá skaltu berjast gegn því að svo verði í okkar tilviki, ef þú ert þjóðhollur maður.

Sumir ykkar nytsömu sakleysingjanna myndu eflaust telja, að þetta skipti ESB engu máli. EF ÞEIR HEFÐU RÉTT FYRIR SÉR, myndi það ekki vera neitt mál fyrir Brusselmenn að fella þetta ákvæði niður að þinni ósk. En sannaðu til, þeir munu aldrei falla frá kröfunni um þá lykil-valdheimild. Og slíkar valdheimildir er ekki farið fram á nema til þess eins að NOTA ÞÆR, þótt síðar verði.

Ég vona að þú hugleiðir þetta nú á ærlegan hátt, Helgi Jóhann.

PS. Ertu nokkuð að taka myndir fyrir ESB á hringsóli þínu um mótmælendur á Austurvelli og víðar?

* Sbr. Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103:

“Í samþykkt [Evrópu]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: “Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki” (”federal state”). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.”

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 05:24

13 identicon

Sem hluti af EES þá tókum við upp fjórfrelsið, sem eru í raun einhver þau mikilvægustu lög ESB. Mér skilst að þetta sé stór hluti evrópulaga, og urðu að íslenskum lögum á einu bretti. Hins verða aðeins um 10% evrópulaga sem eru sett á evrópuþingi að íslenskum lögum. Þess má hins vegar geta að þar sem ESB setur mun fleiri lög en alþingi, þá eru þessi 9% um 22% af öllum íslenskum lögum. Þannig er hægt að segja að um 20% af staðfestum íslenskum lögum séu alls ekkert samin né skrifuð af okkur Íslendingum. Þetta þýðir í raun að við erum ekki með sjálfstætt löggjafarvald, og þá kannski ekki sjálfstæð sem þjóð!

Bjarni (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 08:16

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni, þessi lög í ESB verða ekki sjálfkrafa lög hér. ESB hefur ekkert löggjafarvald yfir Íslandi. Sá hluti ESB-laga, sem snertir EES-samninginn, fer til skoðunar í nefnd Íslands, Noregs og Liechtenstein, sem og hér heima í stjórnarráðinu, og það er ákveðið ferli sem þessu fylgir og við eigum að geta nýtt okkur til fulls, betur raunar en gert hefur verið, eins og Björn Bjarnason hefur vakið athygli á, og svo er það Alþingis að ákveða um upptöku [gjarnan] aðhæfðrar gerðar þeirra laga hér, en getur líka dregið það árum saman og þæft, með áherzlu á okkar sjónarmið. Þingmenn hér eru ekkert skyldir til að segja já við slíkri lagasetningu, og þegar hún hefur verið samþykt, á forsetinn enn eftir að taka ákvörðun um að skrifa upp á þau eður ei – einnig þar gildir hans málskotsréttur til þjóðarinnar. Þessar uppteknu EES-reglur eru eins og hver önnur íslenzk lög endanlega afráðin á ríkisráðsfundi hér, skv. stjórnarskránni – ekki í Brussel og Strassborg, eins og á sér stað um ESB-lögggjöf fyrir meðlimaríkin. Þar tekur löggjöf, samþykkt í stofnunum ESB, SAMSTUNDIS gildi, án aðkomu þjóðþinganna, en hér höfum við jafnvel fengið EES-löggjöf breytt eftir á, eftir að við sjálfir höfðum samþykkt hana hér fyrir klaufaskap. (Dæmi: vökulög bílstjóra.) Þjóðþingin í ESB-löndum hafa ekert vald til slíks! Hitt skal játað, að við getum ekki hafnað EES-löggjöf í neinum umtalsverðum mæli án þess að verða þá að velja á milli þess að vera eða vera ekki á EES-svæðinu. En síðarnefnda kostinn áttum við reyndar að velja strax í byrjun, okkur sjálfum til heilla.

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband