Illa fengið glópagull Boga og ónákvæmni Vigdísar

Fréttastofa RÚV lagði Vigdísi Hauksdóttur orð í munn, sagði að þingmaðurinn hefði talað um ,,illa fengið glópagull" þegar aðeins orðið ,,glópagull" hraut af vörum Vigdísar í umræðu um IPA-styrki.

Bogi Ágústsson, fréttamaður RÚV, segir afglöpin minniháttar mistök og kallar ónákvæmni í orðavali vegna þess að fyrir nokkrum misserum hafi Vigdís talað um illa fengið fé í samhengi við styrki frá Evrópusambandinu.

Bogi hlýtur þá að fallast á að orð Vigdísar í útvarpsviðtali, ,,ég er jú í hagræðingarnefndinni" hafi verið minniháttar og aðeins spurning um ónákvæmni í orðalagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

RÚV sér um sinn Fjórflokk eða er það öfugt.  Sér Fjórflokkurinn um RÚV.  Ég held að allt tal um eitthvað vinstri hitt eða hægra þetta hjá fréttastofu RÚV eða bara RÚV eins og stofnuninn leggur sig sé tómt kjaftæði.  En eitt er alveg víst og það er að Ísland skal inn í ESB með góðu eða illa á endanum.  Og þeir sem voga sér að andmæla verða gerðir hlægilegir eða ómarktækir með öllum ráðum.

Björn Heiðdal, 16.8.2013 kl. 19:50

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Af hverju ætti RUV að vera undanþegið gagnrýni?  Er það vegna þess að Davíð stýrir hinum stóra miðlinum? Vinstra liðið með þá Ingimar Karl og Egil Helga í forsvari, vill kannski útskýra hvernig það samrýmist grundvallarskyldu RUV, öll þau skipti sem fréttatímarnir hafa verið látnir víkja fyrir útsendingum frá boltaíþróttum. Og undir hvers konar efni flokkast leiðindagaurinn sem kallar sig Gunnar á Völlum?  Er það í þjónustusamningi RUV og Menntamálaráðuneytisins, að það eigi að drepa landsmenn úr leiðindum....

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.8.2013 kl. 19:58

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Björn,sumir eru alveg einfærir með að gera sig hlægilega. Þráhyggjupistlar síðuhafa hér eru ágætt dæmi um slíkt. Reyndar orðinn tragíkómískur upp á síðkastið eins og altalað er.

Hvaða "hinum" stóra miðli stjórnar Davíð, Jóhannes ?

Áttu við séð og heyrt fréttapésann með söguskoðunar og heiftar ívafi ritstjórans, mbl.is ?

Mbl var vissulegar einu sinni stórt, en það var áður en Davíð dró það niður í svaðið.

hilmar jónsson, 16.8.2013 kl. 20:08

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið er ég hissa á Boga.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.8.2013 kl. 20:28

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vegna bilunar í bíómynd var farið á körfubolta

Páll sýnir okkur endalaust fingurinn af því hann getur það.  Þetta er óþolandi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.8.2013 kl. 20:32

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta heitir „að fara í manninn“. Vigdís benti á hlut, sem blasað hefur við í áraraðir, en vinstri menn vilja forðast alla umræðu um, nefnilega skipulega vinstri- innrætingu RÚV. Í stað þess að ræða kjarna málsins, hella þeir úr skálum reiði sinnar yfir aumingja Vigdísi.

En athugasemd Hilmars er annars dæmigerð fyrir menn sem þjást af Davíðs- heilkenninu. Eitt einkennið er, að menn hrósa sér af að lesa ekki Moggann, en eru þó í sífellu að bölva einhverju, sem þeir halda að Davíð hafi skrifað. Annað er, að hann  sér engan mun á opinberum, ríkisreknum fjölmiðli sem beinlínis og lögum samkvæmt á að gæta hlutleysis, og einkafjölmiðli.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.8.2013 kl. 20:35

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bogi segir í viðtali á Bylgjunni að ÞVÍ MIÐUR séu ekki allir fréttamenn talsmenn ESB. Hrökk þetta óvart út úr honum,,? Það er slagkraftur í orðum þínum Björn,hótar að taka af okkur andmælaréttinn og bíddu hvað svo,; gera okkur hlægileg,!? Æ,nei við kunnum ekki við að taka það af Gnarri,en við skulum semja þið megið skella upp úr þegar við höfum dregið umsóknina til baka. Hún var hvort sem er alltaf ólögleg þingsályktunartillaga sem forseti vor skrifaði aldrei undir.

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2013 kl. 20:36

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hilmar þetta er ekki lítil umferð

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.8.2013 kl. 20:49

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gunnar á völlum,? Nei. En góði Jóhannes lið Ólsara er í úrvalsdeild,prófaðu að fara og horfa.

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2013 kl. 21:03

10 Smámynd: Ágúst Marinósson

Þessar umræður eru dæmi um lágkúruna sem einkennir alla landmálaumræðuna í fjölmiðlum. Hér rífast menn um eitthvað sem Vigdís Hauksdóttir sagði. Merkíngarlaust bull. Þessi opinberi starfsmaður...kennari á fullum launum í sumarfríinu, ætti frekar að segja okkur hvernig hann hyggst koma á stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar. Það er nefnilega eftirspurn eftir einhverjum lausnum á því vandamáli.

Ágúst Marinósson, 16.8.2013 kl. 22:25

11 Smámynd: Elle_

Hilmar J. gefur endalausan skít í pistlana hans Páls og er líkl. búinn að segja það 1000 sinnum.  Honum er líka illa við Morgunblaðið.  Það væri í lagi út af fyrir sig en hann les og les.  Væri mér svona meinilla við blað og bloggsíðu, læsi ég það ekki nema dregin þangað inn og ESB-Fréttablaðið fær ekki að koma í lúguna mína.  Sammála Vilhjálmi að ofan.  Það á að loka RUV ef þeir ekki gæta hlutleysis.

Elle_, 16.8.2013 kl. 23:49

12 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Í þessu sambandi gleymist stundum að minnast á það sem á undan fór og varð kveikjan að spurningu Heimis sem Vigdís svaraði á svo eftirminnilegan hátt:

.........

Vigdís: „......Og þegar RÚV er farið að mistúlka orð mín og raunverulega sko fara með ósannindi um það sem ég hef sagt, þá verð ég bara að stíga til hliðar! [skáletrun mín, væntanlega mismæli Vigdísar meinti líklega að stíga fram?]

HB: Já.

V: Vitið þið það ég bara get ekki tekið þátt í þessum æsing.

HB: Nei.

V: Ég tjái mig, og og stend við það sem ég segi, og og hérna það er búin til heil frétt um það hvort að forstöðumenn ríkisstofnana séu æstir eða ekki æstir (HB: Já) á RÚV í gær. [feitletrun mín)

HB: Já.

V: Vitið þið það, ég sko ég bara, maður verður bara hálfmáttlaus gagnvart þessu.

Heimir: Nú er þetta ríkisstofnun, muntu muntu taka það mál eitthvað lengra?

V: Hvað segirðu?

HK: Nú er þetta ríkisstofnun, RÚV, þó þó.. (Vigdís: já....já,...) munt þú taka það mál eitthvað lengra?

V: Ja, þá spyr ég á móti: Er það eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem að tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé, auk auglýsingatekna, í samkeppni kannski við einkastöðvar eins og við erum hér stödd á í dag, eeeeeh... fari fram með þessum hætti?

HK: Jaá.

V: Ha?

HK: En þess vegna spyr ég aftur: Muntu taka það mál eitthvað lengra?

V: Ja, ég er náttúrulega í þessum hagræðingarhópi.

[stutt þögn]

HK: Aha!

V: Og það náttúrulega liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur en þetta í fréttaflutningi.“

HK: Án þess að við séum að fara nánar út í hagræðingarhópinn....

V: Og ég er ekki að tala um mig persónulega....(HK: Nei.) heldur bara almennt, (HK: einmitt) heldur hérna hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi (HB: mmhm) og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“(Tilvitnun lýkur.)

Það liggur ljóst fyrir að í kjölfar beinnar spurningar Heimis benti hún á að hún væri í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar! Hún sagðist ekki vera alþingismaður, eða í Framsóknarflokknum, eða þingmaður Reykvíkinga,eða kona. Hún sagðist vera í hagræðingarhópnum og í orðum hennar liggur að þannig væri hún í aðstöðu til að taka málið lengra og gera eitthvað í því. Vegna fyrstu og einu fréttarinnar sem hún gerir athugasemd við á 4 ára þingmannaferli vegna ummæla sem eru ranglega eftir henni höfð, þá ætlar hún að fara með lengra, enda er það fyrst nú sem hún er í aðstöðu til þess. Hvað haldið þið að stjórnmálamenn hafi oft gert athugasemdir við fréttaflutning án þess að veifa niðurskurðarhníf á opinberum vettvangi? Þessi kona er formaður fjárlaganefndar! Hún er ekki óbreyttur þingmaður stjórnarandstöðu lengur sem lítil áhrif hefur. Hún er í lykilstöðu til að hafa áhrif og orð hennar eru túlkuð í samræmi við það. Og orð hennar eru ekkert annað en hótun um niðurskurð á RÚV vegna vinnu við frétt! Allt hjal um annað er útúrsnúninigur og bull.

 

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.8.2013 kl. 10:26

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Furðuleg lógík hjá þér Erlingur.

" í orðum hennar liggur að þannig væri hún í aðstöðu til að taka málið lengra og gera eitthvað í því. Vegna fyrstu og einu fréttarinnar sem hún gerir athugasemd við á 4 ára þingmannaferli vegna ummæla sem eru ranglega eftir henni höfð, þá ætlar hún að fara með lengra, enda er það fyrst nú sem hún er í aðstöðu til þess. "

Hvar segir hún að hún ætli með þetta lengra?

Halldór Jónsson, 17.8.2013 kl. 18:51

14 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sé ekkert furðulegt við þetta Halldór. Heimir spyr hana þrisvar hvort hún ætli með málið lengra og hún bendir á endanum á að hún sé í hagræðingarhópnum. Ef hún ætlaði ekki með það lengra hefði hún bara sagt nei.

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.8.2013 kl. 19:05

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blessaður Erlingur Heimir spyr og spyr,þetta er nákvæmlega eins og frúin í Hamborg,þú mátt ekki segja nei eða já,hvítt né svart. Auðvitað spyrja þeir hverra spurninga ofan í aðra og tilgangurinn er að þreyta viðmælanda,þetta er aldrei sanngjarnt. Að sögn Boga var þetta ,,illa fengið,, óvart,enginn spyr þau í þaula,en ég held miðað við hvernig fréttaflutningurinn hefur verið að það sé bara meðvitað gert.sem ég get aldrei sannað. Sendum Vigdísi ákafar baráttukveðjur og myndum skjaldborg utan um hana,svona vörn sem Jóhönnustjórn lofaði og sveik á sínum eina ferli sem forsætisráðherra.

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2013 kl. 02:34

16 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Helga, hlutverk fjölmiðlamanna er að spyrja spurninga, og viðmælandans að svara þeim. Stundum eru fjölmiðlamenn gagnrýndir fyrir að ganga ekki á eftir svörum. Vigdís svaraði ekki spurningunni og fékk hana því aftur. Einfalt.

Erlingur Alfreð Jónsson, 18.8.2013 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband