RÚV-liðar vilja samstarf við bloggara til að klekkja á Morgunblaðinu

Anna Kristin Pálsdóttir fréttamaður á RÚV og líklega yfirmenn hennar - sjá síðar - létu lögfræðinginn Kristján Þorbergsson hjá Landslög skrifa síðhafa bréf vegna gagnrýni á frétt RÚV í sumar. Í gær var bloggað um bréfið, - en lokamálsgreinin verður til umfjöllunar í þessu bloggi.

Anna Kristín skrifar í gegnum lögfræðing sinn:

Daginn eftir greinda birtingu yðar voru tilvitnuð skrif yðar tekin upp í leiðara Morgunblaðsins og tekið undir þau. Af því tilefni er þess farið á leit að þér upplýsið hvort leiðarahöfundur leitaði heimildar frá yður til endurbirtingar skrifa yðar á þeim vettvangi, eða hvort þau voru tekin upp í leiðarann án sérstakrar leyfisyfirlýsingar af yðar hálfu.

Páli Vilhjálmssyni er undir hótun um málssókn boðið upp á samstarf til að klekkja á Morgunblaðinu. Ég á sem sagt að leggja til málsatvik sem styrkja væntanlega lögsókn gegn Morgunblaðinu.

RÚV er í stríði gegn Morgunblaðinu, um það er ekki neinum blöðum að fletta. Síðast í gær var yfirmaður Önnu Kristínar, Óðinn Jónsson, að rífast í fjölmiðlum út í Morgunblaðið. Aðrir toppar RÚV, t.d. Páll Magnússon og Bogi Ágústsson, hafa nýverið haft í frammi stóryrtar yfirlýsingar um Morgunblaðið.

Anna Kristín kynnir sig sem starfsmann  RÚV í bréfi lögfræðingsins. Það er líka starfsaðstaðan á RÚV sem gefur henni færi á að fara fram með hótun um málssókn. Anna Kristin segir berum orðum í viðtali við DV að hún standi ekki ein í þessari lögfræðilegu herför. ,,Við höfum því ákveðið að kanna stöðu mína í framhaldi af skrifunum," segir hún í viðtalinu.

Þessir ,,við" eru líklega nánustu samstarfsmenn Önnu Kristínar. Af því tilefni er rétt að spyrja hvort RÚV fjármagni lögfræðikostnað Önnu Kristínar? Jafnframt er ástæða til að spyrja um afstöðu RÚV til þess að starfsmenn hóti bloggurum málssókn en bjóði um leið upp á samstarf til að klekkja á öðrum fjölmiðlum, sem eru samkeppnisaðilar RÚV.

Fyrsta grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands er svohljóðandi:

Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfélaga.

Lögfræðileg herför Önnu Kristínar og félaga hennar á RÚV er ekki beinlínis til að auka virðinguna fyrir stofnuninni og faglegum heiðri. Enn síður sýnir herförin drengskap í samskiptum við starfsfélaga.

Stjórn RÚV hlýtur að bregðast við stöðunni sem upp er komin, þar sem frjálsri umræðu um starfsemi RÚV er ógnað með hótun um málssókn annars vegar og hins vegar er undir hótunum boðið upp á samstarf til að klekkja á samkeppnisaðila.

RÚV er ekki ríki í ríkinu og hafið yfir siðareglur og almennt velsæmi. Það á svo að heita að RÚV sé þjóðarfjölmiðill en stofnunin er rekin eins og lénsveldi í þágu stjórnenda og starfsmanna.


mbl.is Segir fréttamann RÚV hóta sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta minnir á þá daga þegar Þjóðviljinn emjaði undan Morgunblaðinu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.8.2013 kl. 07:40

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ef þessi ágæta fréttakona var ekki að hliðra til sannleikanum um orð limrumeistarans Rumpoy, þá er annar möguleiki fyrir hendi. Hann er sá, að hún hafi ekki skilið nokkurn skapaðan hlut.

Kærur á hendur þér, Páll, fyrir skoðanir þínar, sendar með kröfum um ritskoðunarferli og með vitnun í hegningarlög er einnig svo fjarstæðukennd að engu tali tekur.

Sú spurning vaknar hvort lögmaður Önnu Kristínar hafi tilskilin leyfi til málafærslu. Það sem þú vitnar í í bréfi hans bendi til þess að hann hann hafi ekki lært lög í landi þar sem frjáls skoðanaskipti eru leyfð. Þetta er verra en eitthvað í lagaumhverfi Rússland Pútíns. Mér hefði, ef ég hefði verið í þínum sporum, verið skapi næst að biðja lögfræðing Önnu um lista yfir stjórnir þeirra fjármálafyrirtækja sem hann hefði setið í tímans rás. Það í sjálfu sér er áhugavert, en kemur ekkert málinu við frekar en hvort þú vitir í smáatriðum af hverju menn vitna í skrif þín. Skrif lögmannsins eru vandræðaleg ef ekki honum og stétt hans, sem tekur undir, til háborinnar skammar.

Ég hef eitt sinn kært fréttaflutning fréttamanns útvarps. Kæran týndist og var aldrei afgreidd, enda fréttamaðurinn uppeldissonur þáverandi forsætisráðherra.

RÚV er ekki trúverðug stofnun og ég er hræddur um að hún hafi ekki verið það lengi. Kannski ekki síðan að ég var þar sendill.

Áður en ég fæ stefnur úr glerhúsum á Íslandi, þá tek ég það fram að ég er ekki bróðir Páls og alls ekki borgunarmaður. En samviska mín er hrein. Það getur maður ekki sagt um RÚV og starfsmenn fréttastofunnar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.8.2013 kl. 08:01

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Bæði Mogginn og rúv eru mikilvæg á sinn hátt til að veita hvort öðru aðhald.

Rúv þarf að passa upp á hlutleysið og þjóna almannahag.

Sérhæfa sig í fræðslu & heimildaþáttum sem geta þroskað þjóðina inn í framtíðina.=Alltaf að reyna að leysa lífsgátuna hverja einustu mínútu.

Mogginn á að passa að skattkrónurnar hans Bjarts í Sumarhúsum sé ekki hennt í kaup á amerískum glæpaþáttum og motorsport-drullu.

Jón Þórhallsson, 16.8.2013 kl. 08:45

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Og maður hélt að þú gætir ekki gengið lengra í ósmekklegheitunum Páll eftir það sem á undan er gengið....

hilmar jónsson, 16.8.2013 kl. 09:58

5 Smámynd: Þarfagreinir

Þessi skrif þín gera ekkert annað en að styrkja enn frekar málatilbúnaðinn gegn þér, Páll.

Þú ættir í alvöru talað að leita til lögfræðings varðandi það hvernig þú bregst við þessu máli.

Þú mátt alveg líta á þetta sem einhverja þöggunartilburði hjá mér en þetta er samt meint sem vinsamleg ráðlegging.

Þarfagreinir, 16.8.2013 kl. 10:48

6 Smámynd: Elle_

Mikill fjöldi manns er búinn að vera að gagnrýna RUV lengi vegna ónákæmra frétta og lýsinga eða beinlínis rangfærslna.  Mest áberandi var þessi ónákvæmni þegar kom að hinu svokallaða 'Evrópu'sambandi sem síðasta stjórn hleypti inn í landið með óvelkomna peninga, kallaðir IPA-styrkir.  Og í fréttaflutningi RUV af ICESAVE-málinu.  Harðast var líkl. svonefndur 'umræðustjóri ríkisins' gagnrýndur. 

Við erum rukkuð af ríkinu fyrir þessa stöð og megum gagnrýna það sem okkur finnst slæmt komandi þaðan.  

Elle_, 16.8.2013 kl. 12:59

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Páll. Hér er ekki um neina "herför" RÚV eða Önnu að ræða gegn þér heldur eðlilg viðbrögð við forkastanlegum ærumeiðngum þínum og aðför að starfheiðri Önnu. Þetta var ekki gagnrýni hjá þér heldur ærumeiðingar byggðar á rangrærslum þar sem þú að ósekju sakar Önnu um fölsun í fréttaflutningi. Þessi grein þín frá því í júlí segir lítið annað en að þú kannt lítið í ensku. Þýðing Önnu er rétt en þín er röng.

Morgunblaðið endurfluttu þessa ærumeiðingu og því eðlilega reynir anna að verja starfsheiður sinn með álíka aðgerðum gegn Morgunblaðinu. Ekki veit ég af hverju það skiptir máli hvort þeir hafi fengið heimild frá þér til þess eða ekki en væntanlega skiptir það máli fyrst þeir spyrja að því.

En lykilatriðið er það að hér er ekki um að ræða tilraun til þöggunar heldur er Anna einfaldlega að verja æru sína og starsheiður fyrir lágkúrulegum árásum frá þér og Morgunblaðinu. Slík skrif flokkast ekki undir gagnrýni heldur skítkast.

Það er nú verið að snúa hlutunum á haus þegar verið er að ásaka RÚV um að vera í stríði við Morgunblaðið. RÚV er aðeins að verjast ómaklegum árásum ritstjóra Morgunblaðsins á RÚV og grein Óðins Jónssonar í gær var svo sannarlega að gefnu tilefni. Þegar ritstjóri Morgunblaðsins er farinn að væna RÚV um hlutdrægni og vitna í því skyni í frétt á Stöð 2 og segja hana hafa verið hjá RÚV er heldur betur kominn tími til að svara fyrir sig. Þetta er nákvæmlega sama lygatæknin og Ólafur Ragnar notaði í kosningabaráttu sinni þar sem hann sakaði Svavar, eiginmann Þóru mótframbjóðanda síns um hlutdrægni og eignaði honum fétt sem Höskuldur Kári Scram flutti á Stöð 2. Hjá þessum mönnum er öllu til tjaldað í áróðirinum og ekki verið að láta aukaatriði eins og sannleikann þvælast fyrir í því efni.

Sigurður M Grétarsson, 16.8.2013 kl. 16:37

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Elle. Þessi fjöldi manna sem þú vitnar í eru einfaldlega menn sem hafa sterkar skoðanir gegn ESB og finnst allar fréttir þar sem ESB er sýnt í jákvæðu ljósi vera hlutdrægar. Ef fjölmiðlar lepja ekki upp þær mýtur og hræðsluáróður sem þeir sjálfir eru að bera út þá líta þeir á það sem hlutdræga fréttamennsku. En staðreyndin er sú að fréttir RÚV um ESB hafa almennt verið faglegar og óhlutdrægar. Ef þú villt fá að sjá hlutdrægar fréttir og umfjöllun um ESB þá getur þú fundið nóg af slíku í Morgunblaðinu, Bændablaðinu, ÍNN og á netsíðum Heimssýnar og Evrópuvaktarinnar. Þú finnur ekki mikið af slíku í fréttum hjá RÚV.

Sigurður M Grétarsson, 16.8.2013 kl. 16:42

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

SMG, líklega er það kærleiksverk af hálfu fréttastofu rúv að margendurtaka í fréttatímum síma áskriftardeildar mbl til að tilkynna uppsögn áskriftar

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.8.2013 kl. 17:03

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvaða endemis kjaftæði er þetta í þér Heimir ?

hilmar jónsson, 16.8.2013 kl. 17:33

11 Smámynd: Elle_

Nei, Sigurður.  Oft hafa komið slagsíðulegar rangfærlsur í RUV um ICESAVE og þetta Brusselbákn ykkar.  Og yfirgnæfandi oft frá hinum svonefnda 'umræðustjóra ríkisins' sem raðar mest upp fólki hliðhollt Samfylkingunni og þessu yfirráðaveldi.

Það var ekki einu sinni hægt að ætlast til að kúgun af hálfu Brusselmanna væri skrifuð sem kúgun og yfirgangur.  Við erum samt skyldug að borga fyrir þennan umræðustjóra þó sum okkar séum löngu hætt að hlusta.

Elle_, 16.8.2013 kl. 17:37

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Í hvaða símanúmer getur maður hringt til þess að segja upp áskriftinni að RÚV?

Kolbrún Hilmars, 16.8.2013 kl. 17:39

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kolbrún,sendu mér svarið viltu gera svo vel ef þér tekst að ná því

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2013 kl. 18:30

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Helga, það er óvenju fátt um svör frá hinum málugu aðdáendum RÚV - enn sem komið er.

En svona þér að segja ætla ég að lesa stjörnuspána mína í mogganum MJÖG vandlega í fyrramálið...

Kolbrún Hilmars, 16.8.2013 kl. 19:56

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Elle. Getur þú bent á dæmi um hlutdrægni og rangfærslur RÚV í umfjöllun þess um ESB? Getur þú gert slíkt varðandi fréttir RÚV um Icesave?

Staðreyndin er sú að þessi margendutrekna tugga um hlutdrængi RÚV á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta kemur einfaldlega frá mönnum sem haldnir eru svo miklum ranghugmyndum um ESB að þeir telja sannleikann vera lygar eða hlutdrægni.

Sigurður M Grétarsson, 17.8.2013 kl. 09:02

16 Smámynd: Hörður Einarsson

Sigurður:

Allar greinar um Icesave og ESB eru rangtúlkaðar og hlutdrægar í umfjöllum RÚV.

Hörður Einarsson, 17.8.2013 kl. 10:06

17 Smámynd: Elle_

Sigurður, þú ert sjálfur svo hlutdrægur að það hefur aldrei þýtt að rökræða þessi 2 mál við þig.  Þú fórst sjálfur með ótal, ótal rangfærslur í báðum málum eins og tíðkast í ESB-flokknum, Samfylkingunni.  Þú getur bara byrjað að lesa þarna að neðanverðu en færslurnar skipta kannski hundruðum eða þúsundum. 

Þið samfylkingar og sumir RUV-menn mættuð lesa Evrópuvaktina, Heimssýn og Vinstrivaktina oftar.  Þið gætuð líka prófað að sleppa ESB-bleðlunum og lesið Morgunblaðið.  Þið sæjuð kannski hvað er í alvöru í gangi.

Jón Bjarnason tók fréttamenn RUV í kennslustund

Össur spilar póker með þjóðarhagsmuni

Elle_, 17.8.2013 kl. 12:29

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Elle. Getur þú bent á dæmi um rangfærslur frá mér um ESB eða Icesave?

Sigurður M Grétarsson, 17.8.2013 kl. 21:21

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Elle. Getur þú bent á dæmi um rangfærslur eða hlutdrægar fréttir í RÚV um ESB og Icesave?

Sigurður M Grétarsson, 17.8.2013 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband