Sterki maðurinn, siðmenning og framandi lýðræði

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, tók við að föður sínum um aldamótin en sá Assad rændi völdum í Sýrlandi árið 1970. Assad-feðgar tilheyra Baath-flokknum sem aðhyllist veraldarhyggju og er andstæður herskárri múslímapólitík.

Þrátt fyrir langa sögu siðmenningar er lýðræði framandi íbúum Sýrlands. Landið fékk sjálfstæði frá Frökkum eftir seinna stríð en var frá lokum miðalda lengst af undir stjórn Ottómana í Tyrklandi.

Assad er harðstjóri sem nýtur lítillar samúðar á Vesturlöndum. Hugmyndin um ,,arabíska vorið" var á hinn bóginn vinsæl í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum.  Eftir valdatöku múslímska bræðralagsins í Egyptalandi og byltingu hersins, eftir að arabíska vorið við Níl leiddi til stjórnarkreppu, fækkar þeim sem telja pólitíska vorið í arabíska heiminum boða gott.

Assad heldur völdum vegna þess að hann er með tök á stjónrkerfinu og stuðning frá Hezbollah-samtökunum í Líbanon, sem Assad-feðgar hafa þjálfað og fjármagnað í áravís, og frá Iran.

Vesturlönd virtust á tímabili velja þann kostinn að fá Assad frá völdum og láta skeika að sköpuðu. Það mat er að breytast eftir því sem það verður augljósara að hóparnir sem berjast gegn Assad eru ósamstæðir og sigur þeirra muni hvorki skapa stöðugleika né forsendur lýðræðislegra stjórnarhátta.

Assad býður Vesturlöndum stöðugleika á litlum bletti á stóru óróasvæði fyrir botni Miðjarðarhafs. Sterki maðurinn líka hluti af siðmenningu Vesturlanda en lýðræðið nýlegt fyrirbæri.

 


mbl.is Assad vill beita „járnhnefa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband