Minnipokafólkið, ESB og fiskveiðistjórnunin

Fólkið sem vill Ísland inn í Evrópusambandið er upp til hópa sama liðið og böðlast á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Sama fólkið dundar sér við að etja saman landsbyggð og höfuðborgarsvæði.

Þetta fólk á heimilisfestu í Samfylkingunni og samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins.

Er ekki löngu kominn tími á að þetta lið starfi undir sameiginlegum merkjum og bjóði fram til alþingis?


mbl.is Illskiljanleg þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfaldlega rangt að þær breytingar sem nú stendur til að gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu leiði til þess að þær verði miðstýrðar. Kerfið verður áfram á markaðsforsendum en eini nunurinn er að arðurinn fer í sameigilega sjóði landsmanna en ekki í vasa útgerðamanna eða í vexti af lánum sem tekin voru til að kaupa kvóta.

Breytingin mun leiða til enn meiri samkeppni milli útgerðarmanna og mun þar af leiðandi leiða til meiri hagkvæmni en núverandi kerfi. Hins vegar munu kvótagreifarnir missa spón frá aski sínum og því berjast þeir gegn þessum breytingun af mikilli hörku og beita ýmsu og ýmsum fyrir sig í þeirri baráttu.

Sigurður M Grétarsson, 6.10.2012 kl. 17:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Get verið sammála þér með að þeir sem mest böðlast við að koma þjóðinni inn í ESB eru Samfylkingarmenn, ekki gleyma Vinstri grænum í ríkisstjórninni og svo samfylkingardeild Sjalla.

EN ég er ekki sammála þér með að þetta „Okkar hagkvæma og vel skipulagða fiskveiðikerfi er í bráðri hættu,“ Eins og útgerðarmenn vilja túlka þetta.  Enda skil ég það vel að þeir vilja ekki missa auðlindina í hendur fólksins í landinu, meðan þeir geta ráðskast með hana að vild.  Eða eins og einn ágætur vinur minn sagði, það er einfaldlega rangt að fiskurinn syndi burt ef L.Í.Ú. missir "eignarréttinn sjálfskipaða".  Við erum í raun og veru að missa heilmikið fé út úr ríkiskassanum með þessu fyrirkomulagi.  Og ekki síst stjórnuninni, þar sem Hafró er að mínu mati og fleiri á mála hjá útgerðarmönnum og banna þess vegna veiðar, til að a. hafa leiguna á kvótanum hærri, og takmarka að aðrir fái aðgengi að fiskimiðunum. 

Það má líka benda á að þetta besta fiskveiðistjórnunarkerfi heims, hvaðan sem sú nafnbót er komin hefur lagt margar sjávarbyggðir nánast í rúst, og aðra standa mjög höllum fæti.  Þannig er það nú bara.

Þetta eru bara tvö aðskilinn málefni og ætti ekki að spyrða saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2012 kl. 17:13

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þið Sigurður og Ásthildur virðast ekki sjá í gegnum orðagjálfrið. „Þjóðareign“ þýðir eitt og aðeins eitt: Eign ríkissjóðs. „Þjóðin“ kemur  hvergi nærri ráðstöfun þess sem ríkissjóður hrifsar til sín, heldur ráherrar og menn þeirra. Og þeir eru ekki að hugsa um „þjóðina“ heidlur sína eigin hagsmuni og sinna manna. Orðið „þjóðareign“ er algerlega merkingarlaus steypa, en virðist gagna í einfaldar sálir.

Eða heldur einhver að „þjóðin“ ráði einhverju á RÚV, „útvarpi allra landsmanna?“ Það er líka sagt vera „þjóðareign“

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.10.2012 kl. 21:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vitlaust Vilhjálmur, eitt er ríkiseign og annað þjóðareign. Ríkisegin er það sem er í eigu ríkisins, húsnæði, og slíkar eignir, þjóðareign er allt annað og meira.  Það er það sem þjóðin á og alþingi til dæmis hefur ekki rétt á að ráðstafa nema með því að semja við þjóðina um slíkt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2012 kl. 22:43

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hvaða „þjóð?“ Og við hvern á að semja? Hvaða endaleysa er þetta?

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.10.2012 kl. 00:13

6 Smámynd: Ómar Gíslason

Fyrirrennari Samfylkingarinnar gamli Alþýðuflokkurinn vildi t.d. ekki að Ísland fengi sjálfstæði frá Danmörk. Og merkileg er að Samfylkingin vil að við missum sjálfstæðið með því að fara í esb. Er bara ekki best að senda þetta lið til Danmerkur?

Ómar Gíslason, 7.10.2012 kl. 00:24

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Alveg hárrétt. Það er eins og það sé einhvers konar „landráðagen“ í þessu liði. Þeir eru mensévíkar, minnipokamenn, sem alltaf lúffuðu fyrir bolsévíkunum í Alþýðubandalaginu eins og í Rússlandi í gamla daga. Þeir eru fæddir lúserar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.10.2012 kl. 00:45

8 identicon

Alveg sammála Vilhjálmi að orðið "Þjóðareign" er alger merkingaleysa. Hvers konar þjóðareign er það með veiðileyfagjaldið. Notað til að byggja göng og eins og Sigurður trúir því að það sé til að jafna auðnum til þjóðarinnar. Alger blekking þar sem göng eru ekki "þjóðareign". Af hverju er ekki alveg eins auðlyndagjald á hesta sem bíta grasið á Íslandi, eða önnur dýr. Er grasið ekki alveg jafn mikil "þjóðareign"? Ekkert nema innantómt frasaorð.

Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 01:16

9 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er kominn sá tími að við verðum að 0 stilla allt þjóðfélagið. Öðrvísi komstu við ekki út úr þessu. Með því að taka bankakerfið, skattkerfið þar með talið virðisaukaskattinn, ráðuneytin og Seðlabankann til gagngera endurskoðunar. Þetta á að vera land fyrir þá sem búa hér.

Hvernig væri að Alþingi yrði eins og það var upphaflega stofnað æðsta samkundan í dag eru Ráðherrar fyrir ofan Alþingi. Yfirleitt koma öll lög frá Ráðherrum en ekki frá þingmönnum. Ég vil því leggja niður ráðuneytin og færa það inn í þingið. Síðan auglýsa eftir einstaklingum til að stýra þessum málaflokkum eins og fjármálaráðuneytinu.

Ómar Gíslason, 7.10.2012 kl. 09:24

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nú einfaldlega þannig að það er í gegnum ríkssjóð sem skattgreiðendur greiða fyrir samneyslu og þá þjónustu sem þjóðin fær frá ríkinu. Sú breyting sem verið er að gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu miðar því að því að þjóðin fái arðin af fiskveiðiauðlindinni í stað úgerðarmanna.

Það er orðin ansi þreytt sú lygi sem Ómar Gislason heldur hér fram að Alþýðuflokkurinn hafi verið á móti því að við Íslendingar fengjum sjálfstæði frá Danmörku. Enda var það svo að yfir 90% þjóðarinnar vildi sjálstæði og átti það líka við um þingmenn og stuðningsmenn Alþýðuflokksins. Sú deila sem var um þetta mál á sínum tíma snersit ekki um það hvort við ættum að lýsa yfir sjálsftæði heldur aðeins hvenær við ættum að gera það. Þeir hópar sem deildu þarna voru kallaðir "hraðskilnaðarmenn" og "lögskilnaðarmenn". Taktu eftir að "skilnaðarmenn" er í báðum nafngiftum. Lögskilnaðarmenn sem Alþýðuflokksmenn tilheyrðu felstir vildu sýna Dönum þá kurteysi að bíða þangað til þeir væru aftur orðin sjálfstæð þjóð eftir að hernám Þjóðverja væri brotið á bak aftur til að fara þetta ferli með formlega réttu leiðinni sem við sömdum um við Dani þegar við sömdum við þá um fullveldi árið 1918. Hraðskilnaðarmenn vildu hins vegar gera þetta strax óháð því að Danir voru þá hernumin þjóð. Margir Danir sem voru mjög hliðhollir okkur Íslendingum voru mjög sárir út af því og voru mörg ár að taka okkur í sátt og sennilega hafa sumir aldrei gert það.

Það er einnig orðin ansi þreytt sú þvæla að við missum sjálfstæði okkar við að ganga í ESB. ESB er ekki sambandstríki heldur er þetta samstarfsvettvangur 27 fullvalda og sjálfstæðra lýðræðisríkja í Evrópu sem notaður er til sameiginlegrar ákverðanatöku um sameiginlega hagsmuni og til að setja leikreglur milli ríkjanna. Ef ESB andstðingar hafa ekki annað en þetta dómsdagskjaftæði um missi sjálstæðis til að vera á móti ESB þá er málstaður þeirra ansi þunnur og lélegur.

Vilhjáomur Eyþórsson. Það er ansi þreytt að ekki sé hægt að deila um kosti og galla þess að Ísland gangi í ESB án þess að vera með einhver landráðabrigsl í því efni. Ef einhverjir eiga skilið að vera kallaðir landráðamenn í því efni þá eru það þeir sem berjast gegn því að hægt sé að bæta verulega lískjör almennings í landinu með því að ganga í ESB til þess eins að ganga erinda LÍÚ og bændamafíunnar. Þeir menn eru að vinna gegn þjóðarhagsmiunum.

Sigurður M Grétarsson, 7.10.2012 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband