Íslandi bjargað frá Íslendingum

Evrópusambandið var stofnað til að ná utanríkispólitískum markmiðum stóru þjóðanna á meginlandinu um að búa í samlyndi. Frá stofnun þýska ríkisins 1871 var stríðsástand milli Þjóðverja og Frakka sem leiddi til tveggja heimsstyrjalda á síðustu öld.

Evrópusambandinu er ætlað að verða samnefnari fyrir Þjóðverja, Frakka og nágrannaþjóðir sem fremur vilja deila fullveldi sínu með stórþjóðunum en hætta á heimsóknir vígasveita þeirra. Þjóðir sem ekki eru á sjálfu meginlandinu en þó í seilingarfjarlægð taka þátt í samstarfinu en með fyrirvara þó: Bretar og Svíar eru ekki með í evru-samstarfinu og Danir ekki heldur, þótt þeir byggi útskaga Þýskalands.

Samrunaþróun Evrópusambandsins er höktandi og hikandi um þessar mundir þar sem ekki liggur fyrir hvort ríku Norður-Evrópuþjóðirnar séu tilbúnar að niðurgreiða lífskjör systra og bræðra í suðri. Ef ekki tekst að finna málamiðlun innan evru-þjóðanna 17 mun sambandið liðast í sundur. Og jafnvel þó ríkin 17 finni taktinn á ný og skjóti fleiri stoðum undir gjaldmiðilinn þá er óleyst vandamálið sem hinar tíu standa frammi fyrir sem eru í Evrópusambandinu en ekki með evru.

Hér á Íslandi reyna sumir ESB-sinnar að telja fólki trú um að Evrópusambandið sé stofnað til að bjarga þjóðum frá sjálfum sér. Þannig skrifar Þorsteinn Pálsson í Fréttablaðinu í dag. Þorsteinn stendur í þeirri trú að Evrópusambandið taki að sér í verktöku að sjá um reksturinn á þjóðríkjum sem ekki treysta sér lengur til að koma skikki á sín mál, einkum efnahagsmál.

Ef evru-kreppan hefur kennt eitthvað þá er það þetta: ekkert kemur í staðinn fyrir skynsama innlenda hagsstjórn. Íslendingar verða að bera ábyrgð á sjálfum sér. Svo einfalt er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt.

Ekkert kemur í staðinn fyrir skynsama innlenda hagsstjórn.

Henni hefur bara ekki verið til að dreifa hér áratugum saman.

Er eitthvað skrýtið að fólk sé búið að fá nóg og sé opið fyrir breytingum og auknu samstarfi við aðrar þjóðir?

Það get ég ekki séð. Fylgi við aðild að ESB er tilkomið vegna ömurlegra stjórnmálamanna og skelfilegrar hagstjórnar.

Eðlileg viðbrögð við óþolandi ástandi. 

Rósa (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 10:30

2 identicon

Rósa.. hefur þú séð skynsamari hagstjórn á evrusvæðinu? 

(IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 11:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það væi nú eitthvð til að kanna og sýna í tölum Silla mín.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2012 kl. 12:11

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er rétt að hver og einn verður að taka ábyrgð á sjálfum sér, gjörðum sínum og skoðunum. Allir verða að byrja siðferðis-skoðunina á sjálfum sér og sínu samfélagi.

Lýðræðiskjörin ríkisstjórn Íslands hefur ekki tekið ábyrgð á sínum verkum síðustu áratugina, og alla tíð hundsað stjórnarskrána, lýðræðið og kröfur vinnuveitenda sinna, sem eru kjósendurnir skatta-þrælandi og kerfis-sviknu.

Verkefni hvers einstaklings, næstu misserin, er að sjá í gegnum auglýsingaskrum og hálfsannleika hertekinna fjölmiðla og ofurlaunaðra svikulla pólitíkusa og úreltra embættismanna, sem lifa á illa fengnum og siðblindum lífeyris-ofurlaunum.

Þannig embættis-siðblindulið er sannkallað ofur-öryrkjalið, sem lifir á sköttum frá raunverulega illa stöddum öryrkjum, sem ekki fá einu sinni lágmarksframfærslu-lífeyri frá lífeyris-ránssjóðunum. Þetta er sorgleg staðreynd um siðblinduna í Íslands-klíkusamfélaginu.

Lífeyriskerfið á Íslandi er vel skipulögð mafíu-glæpastarfsemi heims-ræningjabankanna.

Það er ekki á nokkurn hátt réttlætanlegt né fyrirgefanlegt, að almenningur berjist ekki gegn slíkri mafíu-glæpastarfsemi sem lífeyrissjóðakerfið/bankakerfið/klíkusamfélagskerfið á Íslandi í raun er.

Það mun enginn berjast fyrir löglegu réttlæti á Íslandi, nema valdhafandi, sterkur og samheldinn almenningur nýti sitt lýðræðisvald til góðs fyrir samfélagið allt, og hundsi algjörlega siðlausar, þröngsýnar og herteknar flokkaklíkur.

Enginn hlekkur í samfélagskeðjunni er sterkari en veikasti hlekkurinn. Samstaða, náungakærleikur og siðferðisvitund/virðing er lykill að réttlæti og velferð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2012 kl. 14:06

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

ESB tókst ekki að bjarga Grikklandi frá sjálfu sér.  Grikkland verður að óbreyttu gjaldþrota um næstu mánaðamót.

ESB tókst ekki að bjarga Spáni frá sjálfu sér.   Auk götuóeirða eru nú  hin ýmsu héruð innan Spánar farin að krefjast sjálfstæðis.  Semsagt algjört upplausnarástand.

Myndi ESB "bjarga" Íslandi?  Og ef svo, þá frá hverju - nákvæmlega?

Kolbrún Hilmars, 6.10.2012 kl. 14:24

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

,,Það er kjaftur á keilunni,, máltæki sem þú ættir að kannast við Anna Sigríður mín. Svo er það spurningin,hvernig förum við að, ef við stöndum ekki saman um sterkan,réttlátan einstakling til að vera í forsvari?

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2012 kl. 14:40

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir með þér Kolbrún,því þú varst komin þegar ég sendi mitt.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2012 kl. 14:42

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kolbrún. Það er ekki hægt að hjálpa þeim, sem ekki hafa sjálfstæða siðferðis-hugsun né vilja til að hjálpa sér sjálfir. Lýðræðið hefur verið ó-notað á Íslandi frá upphafi.

Sá sem ekki gerir sitt besta til að hjálpa sjálfum sér og sínu siðferðis-samfélagi, getur ekki ætlast til að utanaðkomandi þjóðir/einstaklingar hjálpi.

Það getur enginn hjálpað öðrum, ef hann hjálpar ekki fyrst sjálfum sér. Það er eðlilegt. 

Allir verða að fara eftir sinni eigin sjálfstæðu sannfæringu, náungakærleika, siðferðis/réttlætiskennd og brjóstviti.

M.b.kv.  

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2012 kl. 14:50

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Helga. Já, keilan á að nota kjaftinn á meðan þrekið leyfir.

Enginn veit allt, en allir vita eitthvað.

Enginn einn réttlátur foringi ræður við svo stórt verkefni að vera leiðtogi, ef almenningur leyfir hálfsannleik svikulla og samfélags-sundrandi fjölmiðla að móta sínar skoðanir.

Með því að sameina réttlátar skoðanir og þekkingu allra af friðsemd, réttlæti og samstöðu, þá er allt hægt. Það er samt nauðsynlegt að koma með hvassa og réttláta gagnrýni í þannig vinnu.

Til þess að það sé mögulegt, þurfa allir að hafa heildarhagsmuni samfélagsins (allra jafnt) að leiðarljósi, en ekki sérhagsmunagæslu flokka, hverju nafni sem þeir nefnast opinberlega.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2012 kl. 15:09

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

..Ég sé ekki hvernig litla Gunna og litli Jón,sem ég geri ráð fyrir að séu réttlátt friðsemdar fólk,hrindi einhverju stórkostlegu í framkvæmd,án öflugs foringja.

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2012 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband