Fullveldisframsal verður að stöðva strax

Umboðslaus ríkisstjórn Jóhönnu Sig. reynir með öllum tiltækum ráðum að halda lífinu í ESB-umsókninni. Breytingar á stjórnarráðinu eru liður í aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu.

Í gær hófst ný atlaga að stjórnarskránni þegar Össur Skaprhéðinsson krafðist heimilda til fullveldisframsals undir því yfirskini að Ísland þurfi fjármálaeftirlit Evrópusambandins inn í landið.

Ríkisstjórnin, sem nýtur stuðnings innan við þriðjungs þjóðarinnar, stundar baktjaldamakk þar sem fullveldi Íslands og forræði eigin mála er í húfi. Stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er haldreipi fullveldisins.


mbl.is Jóhanna skammaði Ragnheiði Elínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara rétta veðrið núna til að hittast á austurvelli og ganga frá þessari einræðisstrjórn

anna (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 10:22

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo sannarlega Anna,nokkrir eru fyrir framan stjórnarráðið núna að mótmæla leigu á landi Grímsstaða á fjöllum til Núpó. Ríkisstjórnin er staðföst í sínum áformum að koma þjóðinni undir erlend, yfirráð. Ætlum við að líða það,eigum við að horfa upp á níðingsskap ríkisstjórnarinnar án þess að hreyfa legg eða lið.Koma svo allir sem einn,við vitum að þau eru að festast í öryggi sínu með,að þau hundsi mótmæli okkar og þau komist upp með það. Á spani niður á Austurvöll.

Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2012 kl. 10:46

3 Smámynd: Sólbjörg

Sæl Páll og Anna, það er einmitt málið löngu tímabært að hittast á Austurvelli og koma þessari einræðis- og skaðræðistjórn frá. Veðrið getur ekki verið betra. Íslendingar verða að læra að samhæfa sig og standa saman. Notum ótakmarkaðan mátt okkar í krafti fjöldans til að fella þessa stjórn.

Sólbjörg, 4.5.2012 kl. 10:49

4 identicon

Ég er svo sem sammála ykkur um margt hér, en mér finnast margir hér líkt og annars staðar full yfirlýsingarglaðir - einræðisstjórn. Hvernig er hægt að kalla réttkjörna ríkisstjórn einræðisstjórn þótt hún sé ekki að standa sig.

Alli (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 19:19

5 identicon

Alli.... Lestu um skapgerðareinkenni einræðisherra, sem þjóðir "slysast" til að kjósa yfir sig, og þá veistu hvað við erum að tala um

anna (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband