DV spuni í þágu Þóru

DV er með Þóru Arnórsdóttur sem frambjóðanda sinn í forsetakosningunum. DV breiðir úr þann spuna að Ólafur Ragnar Grímsson íhugi að hætta við framboð sitt vegna velgengni Þóru í skoðanakönnunum.

Með bakhjarla eins og Samfylkinguna og DV auk RÚV hlýtur Þóruframboði að vera allir vegir færir.

Varaáætlunin að styðja Þóru til forystu í Samfylkingunni, fari svo að forsetaembættið renni henni úr greipum, er DV að skapi og vinstrimönnum vantar hirðblað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki lengur neinar vangaveltur (sjá Egil Helga í dag), heldur nokkuð víst að Ólafur Ragnar mun hætta við sitt framboð. Þessar upplýsingar koma frá fólki sem standa honum nærri. Síðustu kannanir benda til þess að Þóra hafi þegar nær helmingi meira fylgi en Ólafur, 50-55% versus 30-35%. Þá áttar Óli sig á því hans legacy verður í ruslatunnuni, tapi hann kosningunni. Því skömminni skárra að draga sig til baka. Þá ku kallinn vera farinn að finna fyrir háum aldri, þótt dementia einkenni séu ekki enn áberandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 21:19

2 identicon

"Nægir virkilega að starfa sem fréttamaður ( spyrill) í sjónvarpi, til að verða forseti þjóðarinnar ??

 Þúsundir á þúsundir ofan, sem aldrei hafa kosið Ólaf Ragnar Grímsson, munu gera það núna.

 Hversvegna ?

 Jú, hann á heiður fyrir að hafa sparað afkomendum okkar allt að 100 MILLJARÐA vegna Icesave fáránleikans.

 " Heiður þeim sem heiður ber". 

Kalli Sveins. (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 21:25

3 Smámynd: Sólbjörg

Þykir brýnt að sem flestir fylgismenn Þóru fái vitneskju um að Þóru sé ætlað formannssæti Samfylkingarinnar ef hún nær ekki forsetakjöri. Þeim finnst örugglega gott að vita að þau missa ekki af henni og geta kosið hana næst inn á alþingi sem frambjóðanda Samfylkingarinnar.

Sólbjörg, 3.5.2012 kl. 21:54

4 identicon

Er niðurlagið á ummælum Hauks Kristinssonar hér að framan nýjasta baráttuaðferð Þóru Arnórsdóttur? Ef ekki, sting ég upp á, að hún fái umsvifalaust einhvern til að sverja Hauk af henni hér á þessari síðu. Sumar aðdróttanir eru fyrir neðan beltisstað. 

Sigurður (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 22:09

5 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir með þér Sigurður, Haukur er óforskammaður ruddi, gjörsneyddur allri virðingu.

Sólbjörg, 3.5.2012 kl. 23:27

6 Smámynd: Elle_

ICESAVE upphæðin var milli 500 og 1000 MILLJARÐAR + 100 milljónir í vexti á dag, Kalli.  Við værum komin núna hátt í 90 MILLJARÐA bara í fáránlega vexti af engu.

Elle_, 4.5.2012 kl. 00:17

7 Smámynd: Elle_

Aldur forsetans kemur hæfni hans ekki við nema gerir hann hæfari, vitrari.  Það ætlar hinn óforskammaði Haukur Kristinsson víst aldrei að muna eða skilja.  Ætli hann sé sjálfur kominn með elliglöpin sem hann ætlar Ólafi??  Ætli allt samfylkingarlið hugsi svona ómerkilega?

Elle_, 4.5.2012 kl. 00:27

8 identicon

"hirðblað" ... skemmtilega tvírætt, sé haft í huga að nekt keisarans Jóhönnu og allrar hirðar hennar er algjör ... jú líkast til má notast skamma stund við hrungjarnt "hirðblað", það fellur þá í haust sem hrungjarnt laufblað.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 00:45

9 identicon

Óli er séður, kallinn er séður. Hann meinti ekkert með því, þegar hann í áramótaræðu sinni sagðist vilja hætta. Honum var hinsvegar ljóst að hann gat ekki sagt; 4 ár í viðbót, enn eru mörg stór mál sem leysa þarf, Urbi et Orbi. Þess í stað startar hann þessari bjánalegu undirskriftasöfnun, þar sem Tarzan, Mikki Mús og fleiri slíkar hetjur voru komnar með 10 stafa kennitölu íslenska. Þá bullar hann eitthvað að hann verði þarna á núll tarífi, hætti eftir 2 ár, ætli að vera góður etc. etc. Óla líður vel í sólinni á Bessastöðum. Kallinn getur skakklappast um víða veröld, haldið ræður, bullað í sjónvarpsviðtölum, sagt hvað honum kemur í koll í það skiptið, því hann ber enga ábyrgð. Samkvæmt stjórnarskrá ber forseti Ísland Núll ábyrgð. Eftir 4 ár verður kallinn orðinn 73 ára gamall. Nú, ef menn vilja gera Bessastaði að elliheimil, þá er það hið besta mál. En þá hlýtir að vera þar pláss fyrir fleiri en eitt gamalmenni.

“We’ve seen enough”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 07:47

10 Smámynd: Sólbjörg

Augljóst að þú Haukur telur að allir hljóti að vera á sama öldrunarrólinu og hrörnun forsætiráðherra sem veldur engu sem hún kemur nálægt. Ólafur ber af í atgerfi og hæfni, það er með hann eins og títt er um sómafólk sem vandar sig í sínum verkum, því fer fram með árunum.

Annars ertu þú á mörkunum Haukur að vera svaraverður.

Sólbjörg, 4.5.2012 kl. 08:47

11 identicon

Haukur Kristinsson. Ekki veit ég hver á maður er, en giska á að hann sé úr vinstri röðum. Yfirleitt er þeirra málfar svipað þessu sem hann hefur skrifað þegar Ólafur Ragnar forseti á í hlut. Svo þetta með sólina á Bessastöðum, hefur hún skinið þar meira en á öðrum stöðum á Álftanesi? Puntaðu málfar þitt aðeins betur Haukur Kristinsson, þú ert nú þegar kominn í ruslflokk.....

Jóhanna (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband