Þjóðin tekur undir með Sigmundi Davíð

Samfylkingar-Eyjan þjónar húsbændum sínum með því að herja á formann Framsóknarflokksins fyrir þau orð að Jóhönnustjórnin sé verri en hrunið. Með þjósti er Sigmundur Davíð spurður um ,,útreikninga" að baki orðum sínu.

Hér eru útreikingar: samkvæmt síðustu mælingu Capacent Gallup er Samfylkingin með 18 prósent fylgi og Vinstri grænir 12 prósent.

Innan við þriðjungur þjóðarinnar styður ríkisstjórnarflokkanna og rennir það með stoðum undir orð formanns Framsóknarflokksins að vinstriflokkarnir eru óalandi og óferjandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afneitun ráðinna blekkingarmeistara stjórnmála-elítunnar er sorgleg staðreynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 13:19

2 identicon

Jim Hacker: “It’s the people’s will. I am their leader. I must follow them.”

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 13:51

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað sem LANDRÁÐAFYLKINGIN og viðhengi hennar segja um Sigmund Davíð, þá er hann að mínu mati, sá maður á Alþingi sem stendur upp úr soranum sem þar er innan dyra.  Það er kannski þess vegna sem hann er gagnrýndur þetta mikið???????????

Jóhann Elíasson, 30.4.2012 kl. 15:01

4 identicon

Já hann Davíð ofurmilljarðamæringur.. hann er einn af 4flokknum; 4flokkurinn er vandinn... og hann leysist ekki fyrr en 4flokkur hverfur.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 15:18

5 identicon

Ræða Sigmundar Davíðs á vorfundi Framsóknar staðfesti það sem ég hef lengi vitað, strákurinn er lýðskrumari og fífl. Hæfir hinsvegar öfgaflokki Framsóknar ljómandi vel. En svo erum við með annan öfgaflokk, einnig til hægri, Hægri grænir. Hann gerir einkum út á þjóðrembu, fáfræði og hreint bull. Formaðurinn ku selja verðbréf og “used cars”. Þessir tveir hópar gætu skriðið saman undir heitinu, Sannir Íslendingar eða Sannir Grænir Íslendingar, “sounds good?” En einhversstaðar verður “white trash” að vera, ekki satt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 15:34

6 identicon

Hvað er öfgafullt við það að selja notaða bíla?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 16:01

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,þjónar húsbændum sínum"

það eru tvær spurningar sem vakna við þessi einkennilegheit:

1. Hvaða húsbændum þjónar eyjan?

2. Hvaða húsbændum þjónið þér?

Svo er í raun þriðja spurningin sem vaknar við þetta: ,, að vinstriflokkarnir eru óalandi og óferjandi."

3. Að afhverju eruð þér þá alltaf að þykjast vera ,,vinstrimaður"? Ætla hægri öfgaþjóðrembingar að fara að stjórna bara öllu hérna? Hvurslags ofstæki og frekjuyfirgangur er þetta.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2012 kl. 17:17

8 identicon

Ekki aðeins Jóhönnustjórnin " verri en hrunið" !

 Rétt í þessu var " staðgengill" Borgarstjóra að upplýsa að reikningar Reykjavíkurborgar fyrir liðið ár, sýndu hvorki meira né minna en 5 MILLJARÐA neikvæða niðurstöðu.

 Sýnir ALGJÖRT stjórnleysi Samfylkingarinnar og borgar-trúðs hópsins.

 Já, lengi getur vont versnað - jafnt hjá ríki sem borg. "Veldur hver áheldur" þ.e. Samfylkingin  !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 18:29

9 identicon

Sigmundur Davíð rokkar. Fremstur á meðal örfárra trúverðugra þingmanna. Hér að framan má sjá dæmi um, hvernig stjórnarsinnar nötra og fara á límingunum, þegar hann talar.

Sigurður (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 18:30

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar Bjarki er svo skekinn að hann er farinn að þéra Pál!

Kolbrún Hilmars, 30.4.2012 kl. 18:34

11 identicon

Það er ekki laust við að maður fyllist vonleysi yfir pistlum Páls Vilhjálmssonar og bullinu sem hans ummælendur margir hverjir skrifa, nú síðast Kalli Sveins.

Baráttan um Ísland hefur líklega aldrei verið háð af jafn miklum ákafa og í dag. Það verður öllu til kostað til þess að "gamla Ísland" tapi henni ekki. Sérhagsmunahóparnir vilja halda þeirri stöðu sem þeir hafa verið í, hvað sem það kostar. Því er það ömurlegt að sjá ungt fólk leggja gamla Íslandi, klíkunum, lið sitt til þess. Íhaldssemi hjá eldra fólki er skiljanleg, alveg eins og léleg heyrn eða minnisleysi. En hjá ungum manneskjum er hún hallærisleg, eiginlega sorgleg. Sigmundur Davíð er „arrogant posh boy, í engum tengslum við þjóðina, hinsvegar í fínum tengslum við Framsóknar-mafíuna, enda skilgetið afkvæmi hennar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 19:15

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er stundum efins um að ég lifi í sama landi og fólk sem er að tjá sig hérna. Er fólk virkilega að mæra Sigmund Davíð og það sem hann segir. Er fólk t.d. á því að yfirlýsingar hans um að hægt væri að fá risa lán frá Norðmönnum þarna um árið séu trúverðugar? Eða að hægt væri að kaupa allar skuldir bankana á 3 til 7%.  Að Icesave færi aldrei fyrir dóm sagði hann líka. Að lækka allar skuldir um 20% myndi redda öllu þarna 2009. Þær væru væntanlega komnar upp í svipað aftur. Og flestir sem fengju mest afskrifað væru þau ríkustu  og ríkð væri eftir ófært um að gera meira fyrir nokkrun. Bendi fólki á þessa færslu um orð Sigmundar og loka málsgreinina sérstaklega:

Og svo maður snúi orðum Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar upp á hann sjálfan, þá finnst manni hreinlega að orðbragð og málfutningur Framsóknarformannsins, sumra þingmanna flokksins sem harðir eru í Heimssýn og skoðanabræðra þeirra, minna mann helst á fasistahreyfingar millistríðsáranna sem beittu lýðskrumi, hræðsluáróðri og óvinavæðingu í tilraunum sínum til að komast til valda.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.4.2012 kl. 19:20

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ýmsir ESB sinnar hér ættu að lesa nýjustu fréttir úr ESB landi. Það sem við íslensku þjóðarembingarnir erum að skjóta inn í umræðuna eru eins og grænar baunir miðað við stórskotahríðina sem þar fer fram. Til dæmis:

Hvað verður ef Merkel og Hollande kemur ekki saman?

Verður þá ERM samkomulagið lagt niður?

Verður jafnvel Evran sjálf lögð niður?

Einangrast Þýskaland?

ESB apparatið er nefnilega ekki þessi eilífðarinnar stöðugleiki sem hampað er.

Kolbrún Hilmars, 30.4.2012 kl. 19:54

14 identicon

Sigmundur Davíð hitti á auman blett hjá stjórninni enda veit hún upp á sig sökina.  Lausnin er að öskra bara nógu hátt eins og "the usual suspects" gera hér að ofan.

Kjarni málsins er hins vegar sá að stjórnin lagði af stað 2009 með plan sem var að koma okkur í ESB kosta það sem kosta vill. Það er hins vegar eitt að óska sér inngöngu í ESB en það er annað að gera það á sama tíma og þjóðin stendur í erfiðum deilum við einstök sambandsríki og í raun ESB í heild sinni. Þessi rænulausa stefna hefur kostað okkur gríðarlega fjármuni.

Ég tek fram að eftirfarandi er gróft mat á tjóninu sem þetta hefur valdið okkur:

a) Útgáfa á skuldabréfi (300 milljarðar) í erlendri mynt fyrir hönd nýja Landsbankans sem lagt er inn í þrotabú gamla bankans. Tilgangurinn með þessari skuldabréfaútgáfu virðist vera að hleypa Bretum og Hollendingum framhjá höftunum með Icesave kröfurnar í stað þess að láta þá borga raungengi fyrir þær evrur sem þeir hefðu annars þurft að flytja úr landi. Tjón ca. 50-100 milljarðar

b) Glórulaust vaxtastig SÍ sem er haldið uppi vegna þess að bankinn er tryggja kröfuhöfum og jöklabréfaeigendum "bestu vexti á byggðu bóli" eins og seðlabankastjóri orðaði það "svo skemmtilega".  Tjón ca. 50-100 milljarðar.

c) Geir Haarde staðfesti það á Bylgjunni s.l. sunnudag, það sem lengi hefur blasað við, að ESB fór fram á (Manuel Barroso hringdi í Geir), að farið yrði vel með kröfuhafa eftir hrun.  Það verður seint sagt að SF hafi legið á liði sínu i þessu efni og hefur reyndar réttlætt meðferð sína á heimilum landsmanna með því að kröfuhafar hafi tapað svo miklu fé hér í hruninu (sic!). Sleikjugangurinn við ESB verður sennilega ekki augljósari en þetta.

Ég minni svo á að velferðarstjórnin hélt fundi með Deutsche Bank rétt eftir að hún tök við völdum og í framhaldinu var snúið frá þeirri leið að endurreisa bankana eins og lagt var af stað með en þess í stað farin sú leið að hámarka tjónið fyrir lántakendur. Deutsche Bank á flestar kröfur í Lýsingu og reyndar fleiri fyrirtæki. Til þess að þjóna þessum ESB stórbanka hefur svo allt embættismannakerfið lagst á eitt til þess að koma í veg fyrir að lántakendur geti sótt rétt sinn.  Ég minni á að ekki einu sinni Ögmundur þorir að koma í veg fyrir að þessi mannskapur ræni fólk eigum sínum í skjóli nætur með ólögmætum vörslusviptingum og lögregluembættin neita að taka við kærum tengdum þessum málum. Tjón ca. 50-100 milljarðar. 

d) Tjón vegna vaxta af óþörfum gjaldeyrisvarasjóði sem væntanlega átti að nota til þess að greiða Icesave kröfur Breta og Hollendinga ca. 30-50 milljarðar.

Hvort að ofangreindar tölur samanlagðar eru meira eða minna tjón heldur en hrunið sjálft skiptir mig engu máli.  Aðalmálið er að þessi stefna hefur framlengt kreppuna um 3-4 ár (ca. 1 ár per 100 milljarða) og gerir það miklu erfiðara að létta höftunum með afgangi af vöruskiptum en ella.   

Seiken (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 20:49

15 identicon

@Seiken. Learn the meaning of “usual suspects”, before using it.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 21:18

16 Smámynd: Elle_

Gott Seiken.  Vil bæta við það að hvort sem við værum í erfiðum deilum við sambandsríki eða sambandið sjálft eða ekki, þvinga engir stjórnmálamenn þjóðina eitt eða neitt þvert gegn hennar vilja.  Það var víst ekki nóg fyrir velferðarstjórnina að ræna okkur. 

Elle_, 30.4.2012 kl. 22:09

17 Smámynd: Ólafur Als

Ég ætla ekki að ganga svo langt að telja núverandi stórn verri en sjálft hrunið. Þó má vart á milli sjá í einstaka málum og á ég þá m.a. við, að yfir Jóhönnustjórninni virðist hvíla einhver óáran; henni mistekst flest, ekkert er að marka digurbarkalegar yfirlýsingar um heiðarleika, opna stjórnsýslu, baráttu gegn spillingu og hún virðist hanga á valdaroðinu einu. Þetta lýsir sér m.a. í því að sumir hennar helstu fylgjendur geta bent á fátt, ef nokkuð, henni til bjargar.

E.t.v. er Haukur Kristinsson á dindlavaktinni fyrir yfirvöld eða þá flokka sem standa að baki þeim. Haukur er í góðum félagsskap. Magnús Helgi, Ómar Bjarki og aðrir sérdeilis ágætismenn eru í sama liði, að því er virðist. Getur verið að þær væntingar sem lagt var upp með í Íslands fyrstu hreinu vinstri stjórn séu nú svo brostnar, meira að segja í hugum helstu fylgismanna, að ekkert er eftir annað en að kenna öðrum um og ráðast á persónur manna?

Í upphafi valdaferils núverandi stjórnar litu margir til þess að nú væri sérdeilis gott tækifæri til þess að hrista upp í því sem m.a. Haukur nefnir "gamla Ísland". Raunin hefur verið sú að gamlir hagsmunir og reyndar sumir nýlegir ráða enn ríkjum, í boði hinnar hreinu vinstri stjórnar. Í raun má segja að tími Jóhönnustjórnar hafi verið tími hinna glötuðu tækifæra. En fjölmargt fleira má finna að og þjóðin hefur fengið nóg. Meirihlutinn er hins vegar ekki ofbeldissinnaður og því hafa skiltin sem einkenndu búsáhaldabyltinguna ekki prýtt(!) götur höfuðborgarinnar - þrátt fyrir að yfirvöld hafi unnið til þess að hlusta á drumbuslátt dag hvern - því þau eru flest geymd í kjöllurum róttæklinga.

Að Helgi vilji líkja starfsemi Heimssýnar við starfsemi fasista millistríðsáranna er svo yfirgengilegt að hann dæmir sig frá vitlegri orðræðu. Veit hann t.d. ekki að hugmyndafræði fasista/nasista var sótt í smiðju sósíalismans í takt við þjóðernishyggju? Það hefur ávallt einkennt öfgar sósíalismans að beita einmitt lýðskrumi, hræðsluáróðri og óvinavæðingu í valdabrölti sínu, hvort sem sósíalisminn hefur límt sig við þjóðernishyggju eða róttækni.

Ólafur Als, 30.4.2012 kl. 22:41

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Elle hún fær aldrei nóg,en það fjarar undan henni,smátt og smátt og sannar að sígandi lukka er best. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2012 kl. 22:49

19 identicon

Tek undir með síðuhöfundi og mörgum sem hér tala, ekki síst Ólafi Als hér að ofan.

Að segja að fjöldasamtökin Heimssýn, sem eru þverpólitísk samtök þúsunda einstaklinga stundi hræðsuáróður og blekkingar og að líkja þeim svo við fasisma, sýniur bara að rök þessa ESB trúboðs eru farin veg allrar veraldar og aðeins skítkastið eftir.

Ef einhverjir eru með hræðsluáróður gagnvart þjóð sinni. Þá eru það núverandi stjórnvöld og þá aðallega Samfylkingin og ESB trúboðið þeirra.

Össur Skarphéðinsson fer þar fremstur í að ala á ótta og hræðslu meðal þjóðarinnar.

Nýlega þóttist hann vera orðinn helsti snjóflóðasérfræðingur

landsins. Þegar hann teiknað upp gríðarlegar snjóhengjur sem vofðu yfir þjóðinni og myndu valda hér gríðarlegum náttúruhamförum ef þjóðin léti ekki þegar að vilja hans um ESB aðild og upptöku EVRU.

Það verður ekki lotið öllu lægra í hræðsluáróðrinum og blekkingunum að hóta nú þjóð sinni með hræðilegum náttúruhamförum. "How low can you go" !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 09:27

20 Smámynd: Elle_

Magnús Helgi laug líka opinberlega að ópólitíksur flokkur sem var stofnaður með eina stefnu og bara eina stefnu, gegn ICESAVE, væri í grunninn Sjálfstæðismenn.  Honum munar ekkert um að beita lygum. 

Getur hann bent okkur á hvar Sigmundur sagði að ICESAVE færi ekki fyrir dóm??  Það hef ég aldrei vitað hann hafa sagt.  Það gat enginn vitað það með vissu þó ólíklegt mætti teljast að Bretar og Hollendingar færu að fara með kúgun fyrir dóm.  Þeir hafa ekki gert það enn en ætla núna að kúga einu sinni enn með heilt þvingunarveldi á bak við sig gegn örríki.  Þeir hafa nefnilega ekkert mál í höndunum og núverandi ESA mál kemur ekkert lögleysusamningi ICESAVE-STJÓRNARINNAR sem þjóðin hafnaði við. 

Elle_, 3.5.2012 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband