Krónan, kjarajöfnuður og fullveldið

Talsmenn ríkissstjórnarinnar, bæði í akademíunni og stjórnmálum, tefla fram kjarajöfnuði sem meginárangri í hagstjórn eftir hrun. Kjarajöfnuðurinn fékk fyrst og fremst með því að krónan féll um tugi prósenta vði hrun og dreifði þar með byrðinni á alla landsmenn.

Gengisfellingin tryggði jafnframt atvinnu í landinu. Gjaldeyrishöftin sáu til þess að þeir ríkustu gátu ekki flutt peningana sína erlendis. Fullvalda ríki getur sett á gjaldeyrishöft.

Þjóðir án eigin myntar geta ekki leiðrétt efnahagskerfi sín með  gengisfellingu. Írar og Grikkir búa við stórfellt atvinnuleysi og viðvarandi lágan hagvöxt þar sem svokölluð ,,innri gengisfelling", sem er nafnlækkun launa og verðlags, tekur langan tíma að seytla í gegnum hagkerfið. Ríkir Írar og Grikkir eru löngu búnir að taka evrurnar sínar og flytja úr landi.

Reynslurökin eftir hrun hníga öll í sömu átt: það er farsælla að eiga eigin gjaldmiðil en búa við lögeyri annarra þjóða eða þjóðarsambanda. 

Talsmenn ríkisstjórnarinnar geta ekki viðurkennt þessa staðreynd vegna þess að Jóhönnustjórnin er með á stefnuskrá sinni að farga krónunni og fullveldinu.


mbl.is Einhliða upptaka gjaldmiðils: Raunhæf lausn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Johønnustjornin er svo leleg ad hun a ekki einu sinni tad sem hun hrosar ser to af i eymdinni.

Kjarajøfnunin vard vegna hrunsins tar sem ofurlaunasnatar hurfu, en tannig getur kanski Johanna takkad ser ad hafa verid radherra i hrunstjorn.

Tad er mikil eymd ad hrosa ser af fjordungs lækkun radstøfunartekna.

Johønnustjornin a tar to meira til ad hrosa ser af vegna skattana sinna.

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband