Össur er laumu-fullveldissinni

Össur meinar ekkert með ESB-umsókninni, það viðurkennir hann í grein í Morgunblaðinu í dag. Utanríkisráðherra segir að alþjóðlega viðurkennd hagfræði eigi ekki við á Íslandi. Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman segir íslensku krónuna hafa bjargað okkur frá kreppunni eftir hrun.

Bull og vitleysa, segir Össur, og bætir við

Íslenska krónan hefur ekki reynst okkur vel. Það hefði Krugman vitað ef hann byggi á Íslandi og hefði þekkt betur til íslenskra aðstæðna.

Svona getur aðeins rammasta erkiíhald talað: Ísland er sér á báti þar sem sérstakar aðstæður ríkja er ekki lúta almennum lögmálum.

Með þessari grein er Össur búinn að rústa málflutningi Samfylkingar um að Ísland eigi samleið með 27 Evrópuþjóðum í Evrópusambandinu. Þjóð sem ekkl lýtur almennum lögmálum hagfræðinnar getur ekki tekið upp samræmt evrópskt göngulag í laga- og regluverki - við erum jú séríslensk.

Spurningin er bara hvenær utanríkisráðherra dregur tilbaka aðildarumsókn Íslands.


mbl.is Össur: Krugman og krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Össur hefur alltaf verið fullveldissinni.

Honum hefur tekist að bæla það á köflum.

En enginn getur þó farið alveg gegn eðli sínu.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2012 kl. 11:44

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krugman er ekki upphaf og endir í hagfræði.

Hans skoðun eru einangraðar.

Það eru mun fleiri fræðimenn sem mæla með Evru fyrir Ísland.

Staðreynd.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2012 kl. 12:38

3 identicon

Baugsfylkingarhagfræðimennirnir þurfa ekki nein Nóbelsverðlaun.

Evran er einfaldlega afgangsgjaldmiðill með allt niðrum sig og nánast smámynnt í alþjóðaviðskiptum þjóðarinnar og hlýtur að fara minnkandi þegar bein viðskipti við Kínverja verða að einhverri alvöru eftir fall stjórnarhörmungar krata og komma.  Munum að Baugsfylkingin og forsætisráðherrann "upptekni" stöðvuðu allar viðskiptasamningavinnu við Kínverja fyrir skömmu til að styggja ekki litla spillingarsamfélagið ESB og skemma fyrir aðlögunarferlinu sem sannanlega er í gangi.  Aðlögunarferli sem á ekkert skylt við samningaviðræður eins og skýrt er tekið fram í inngöngubiblíu Brussel mafíunnar, og ESB - einangrunarsinnum hefur aldrei tekist að hrekja né þýða þann kafla, þó svo að þeir þykjast skilja allt annað sem stendur í þeirri aumu skruddu.

Tökum upp alvöru mynt ef á að taka hana upp, enda er þjóðin jafn langt frá því að ganga í ESB - mafíuskrýmslið og jörðin er flöt.  Það eru um 200 gjaldmiðlar í heiminum og margir örugglega mun heppilegri en evruræfillinn sem tekur 15 ár að taka upp að sögn peningamálasérfræðinga Baugsfylkingarinnar.  Til dæmis bandaríkjadollar sem er langstærstur í alþjóðaviðskiptum þjóðarinnar og tæki einhverja daga að koma á segja sérfræðingar. 

Hverju veldur að Baugstalsmennirnir hafa aldrei látið sér detta í hug neitt annað en evruræfilinn vitandi að þjóðin fer aldrei inn, sem meirihluti íbúa evrulanda segja að er mun verri kostur en fyrrum gjaldmiðill í könnun ESB sjálfs..???

Varla eru ESB - einangrunarsinnarnir svona hrikalega einfaldir að halda að þjóðin er svo heimsk að telji sig nauðbeygða til að ganga inn í gjörsamlega misheppnað samfélag til að taka upp misheppnaða mynt, þegar mun heppilegri kostir bjóðast...???

Og þó ...... !!!!

Það er þetta með  ó - nóbelsverðlaunaðar sófahagfræðimannvitsbrekkur eins og Össur og Baugssleggjuhvellina....

.

PS.  Sá að Baugssleggjuhvellshagfræðingarnir fullyrtu þingmann "LJÚGA" þegar hann réttilega sagði frá að virtir erlendir fjölmiðlar hefðu sagt að evran væri ónýt, þegar auðveldlega má finna heimildir um að það hafa þeir gert með þeirri einföldu aðgerð að spyrja Google frænda.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 14:07

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekki ráðlagt að taka einhliða upp gjalmiðil. Sú leið hefur verið skotin niður jafn óðum. Þessvegna er enginn að tala um þetta og einhliða upptaka ekki á dagskrá hjá neinum stjórnmálaflokki.

Það þarf bakland einsog Seðlabanka Evrópu til þess að skipta um mynt. Og í því samhenig er ég að tala um evruna.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2012 kl. 14:40

5 Smámynd: The Critic

farið út á bensínstöð á sjáið hvað krónan er að kosta okkur. Hefði hún ekki verið þá værum við að borga mun minna fyrir lítran.

The Critic, 10.2.2012 kl. 01:20

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bensín er ekki rök fyrir evru. Í rauninni er bensín dýrari í t.d evrulandinu Hollandi.

Skýrst t.d af sköttum.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband