Í Grikklandi er Merkel nasisti

Prestdóttirin Angela Merkel kanslari Þýskalands er sýnd sem nasisti í grískum fjölmiðlum. Þýskir fjölmiðlar vekja athygli á þessum gríska þakklætisvotti fyrir þýskt sparifé sem ríkisstjórnin í Aþenu dundar sér við að brenna á skuldabáli.

Evrópsk samstaða er nákvæmlega þetta: þegar allt er fleytifullt af peningum eru allar þjóðir Evrópusambandsins vinir. Þegar á herðir hugsar hver þjóð um sig og lætur sér fátt um finnast hvernig öðrum farnast.

Ísland er betur komið utan Evrópusambandsins - innan þess værum við eins og krækiber í helvíti.


mbl.is Slóvakar styðja Grikki ekki frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem kunna einhver skil á sögu ESB ættu að þekkja mikil áhrif Nasista og hugmyndafræði þeirra á tilurð þess og framgöngu.  Eitthvað sem Brussel - mafían þykist ekki hafa hugmynd um frekar en hérlendir ESB - einangrunarsinnar.  Kannski ekki nema von að Grikkir sjái eitthvað athugavert við framgöngu Brussel - mafíunnar og leiðtoga hennar.

Google frændi hefur aðspurður ýmislegt um málefnið að segja.:

http://www.google.is/search?q=skilt+vi%C3%B0&ie=utf-8&oe=utf-8&aq=t&rls=org.mozilla:en-US:official&client=firefox-a#sclient=psy-ab&hl=is&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US%3Aofficial&source=hp&q=eu+nazi+roots&pbx=1&oq=eu+nazi&aq=3L&aqi=g-L4&aql=&gs_sm=1&gs_upl=0l0l3l20425l0l0l0l0l0l0l0l0ll0l0&bav=on.2,or.r_gc.r_pw.,cf.osb&fp=119aec8469915070&biw=1261&bih=667

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 15:30

2 identicon

Þegar hagmunir eru annars vegar, þá eru Þjóðverjar Þjóðverjar fyrst, og svo Evrópumenn.

Þetta gildir um allar þjóðir, líka Íslendinga.

Munurinn er sá, að Þjóðverjar geta verið Þjóðverjar fyrst, og svo Evrópumenn. Íslendingar þurfa hins vegar að vera Evrópumenn fyrst, og svo Íslendingar, innan ESB. Spyrjið bara Grikki, þeir vita þetta.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 16:54

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú nú. þá fann heimasýn félagsskap og skoðannabræður austur í Grikklandi.

þeir eru víða þjóðrembingsbullurnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2012 kl. 18:50

4 identicon

Ég hef komið víða og starfað hér og þar.

Skárra eru þjóðrembingsbullur ef raunæar eru hvort sem er á Grikklandi eða annars staðar en minnimáttar heimóttarbrækur sem halda að þeir geti ekki stjórnað sér sjálfir.

Þeir þurfa stóra mömmu nógu langt í burtu eins og Ómar kallin.

Það versta er að svoleiðis kallar verða aldrei fullorðnir.  Hvað þá stórir.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 19:52

5 identicon

Kratarnir orguðu eins og Ómar um "ÞJÓÐREMBINGINN" í miklum meirihluta þjóðarinnar sem barðist fyrir stækkun landhelginnar í landhelgisstríðum sælla minninga.

Eins og nú þá snérist röksemdarfærsla þessara snillinga að ekki mætti styggja þessi útlensku stórveldi með að reka þau út úr gullnámunum okkar þar sem þeir höfðu stundað stórfeldar gripdeildir.  Tilraunir til gripdeilda eru stundaðar af þessum þjóðum í dag gagnvart okkur og í boði ESB - mafíunnar sem er sjálftaka ólögvarinna Icesave kröfu.  Eins og í þorskastríðunum forðum á að ganga skilyrðislaust að öllum kröfum útlendinganna merkilegu til að styggja þá ekki.

Lítilmenni og útlendingaendasleikjur leggjast í svaðið til að fá að vera gólftuskur útlendinga vegna ólæknandi minnimáttarkenndar og lúserastöðu meðal eigin þjóðar.  Þar fer kratakommaruslið fremst í flokki.  Enda ekkert skrítið að þeir finni til neins innra með sér sem minnir á föðurlandshollustu.  Þá langar svo ofboðslega að fá að vera vinsælir meðal útlenskra sem eru með allt niðrum sig eins og þeir.  Föðurlandsást er hnjóðsyrði hjá þessum útsendurum erlendra hagsmuna.

Ný föt ... sama falska röddin...!!! 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 20:38

6 identicon

Hér er tilvísun í Die Welt;Die rechtsgerichtete griechische Zeitung "Demokratie" erschien am Donnerstagmorgen mit einer Fotomontage, die Bundeskanzlerin Angela Merkel mit einer Hakenkreuzbinde auf der Titelseite zeigte. Immer wieder drucken griechische Medien Karikaturen und Fotomontagen, die Deutschland mit nationalsozialistischen Motiven in Verbindung bringen. Ein ganzes Land ist offenbar auf der Suche nach dem Sündenbock. Die Lage eskaliert derweil....Hér segir frá því að hægrisinnað grískt dagblað hafi sett saman mynd með Merkel og nasistatáknum. Þessa iðju stunda fleiri.Grikkland er gjaldþrota og þá er nauðsynlegt að kenna einhverjum öðrum um. Það gera líka íslenskir hrunverjar. Merkilegt að engin stjórnmálasamtök berjast fyrir úrgöngu úr evrusvæðinu. Útganga myndi færa landið marga áratugi til baka.

gangleri (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 21:24

7 identicon

Já Baugsbaðvörðurinn segir.:

"Merkilegt að engin stjórnmálasamtök berjast fyrir úrgöngu úr evrusvæðinu."

Furðulegur andskoti þegar meirihluti íbúa evrulandanna segja í ESB könnun og það vel fyrir hörmungarnar núna, að þeir eru óánægðir með evruna og að fyrri gjaldmiðill hafi reynst þeim betri kostur.  Og hvað þá þegar meirihluti íbúa allra ESB landana eru óánægðir með vistina og telja sig hafa verið betur settir áður en þau gengu inn.

Semsagt  -  það er ESB - mafían sem stýrir stjórnmálaflokkunum innan ESB og skoðun og vilji þjóðarinnar skiptir engu máli.  Réttum flokkum og réttir stjórnmálanmenn keyptir eins og alkunna er enda skipa flestar ESB þjóðirnar heiðurssæti á lista yfir spilltustu þjóðríki veraldar.  Menn og flokkar eru keyptir eins og í tilfelli Baugsfylkingarinnar og liðsmanna þeirra í öllum flokkunum.  Gull er jú alltaf gull.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 21:55

8 identicon

Fjarri mér að ætla í slag við afturhaldssegginn, og hið stórkostlega gáfumenni, Guðmund annan.

Sá hinn sama og formælir menntun. Bjáninn sá.

En mikið óskaplega ertu búinn að selja þig, Páll.

Jóhann (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 22:21

9 identicon

He he he ...  Er Hau(k)gsvörnin tekin á málið og farið í manninn en ekki boltann.  Menntamaðurinn "Jóhann"  (stjörnublaðrari) -  "vel læsi" er dreginn á flot, og dugar víst  ekki í annað en velta sér upp úr haugnum ógeðfelda af Baugsfylkingarliða sið, - enda vanur maður á ferð. 

Vonandi reynir tuskan að leggja eitthvað fram sem sýnir að ég formæli menntun og hvað þá að ég hafi sagt menntun af hinu illa....!!!! 

Hlakka mikið til.....

Aftur á móti hef ég hlegið opinberlega af heimsku Baygsfylkingarliða eftir skoðanakönnun sem héldu því fram að það væri "skófluskríllinn" sem sæi ekki hversu ógnar "gáfuleg" ESB - fýluferðin er.  Það væru jú "MENNTAMENNIRNIR" sem vildu inn.  Ég benti ESB - mannvitsbrekkunni sáru Jóhanni stjörnu á öðru nikki að það voru akkúrat "MENNTAMENNIRNIR" sem voru farastjórarnir, leikstjórarnir, leigupennarnir, fjölmiðlamennirnir, almannatenglarnir, bankastjórarnir, viðskiptafræðingarnir, hafgræðingarnir, lögfræðingarnir, endurskoðendurnir, auðrónarnir og stjórnmálamennirnir sem lögðu þjóðfélagið í rúst.  Ekki "skófluskríllinn" sem væru í hlutverki LÚSERA sem misstu allt niðrum sig við hörmungarnar, og margir sömu telja sig NÚNA getað leiðbeint okkur hinum um hver er eina rétta stefnan fyrir land og þjóð. 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 23:18

10 Smámynd: Elle_

Fyrir þá sem alltaf tala um ´óráðsíu´ íslenskra skuldara vil ég minna á að það er akkúrat það sem Brussel-ólýðræðis-valdhafar kalla Grikki.  Þó vitað sé að peningastjórnun (Þýskalands) gangi helför gegn Grikkjum.  Ættu menn sem skilja það, ekki líka að skilja að peningstjórnun ísl. stjórnvalda, eða öllu heldur stjórnleysi, gerði sama/svipaðan skaða gegn ísl. skuldurum?  ´ÓRÁÐSÍU´ málflutningurinn er allur öfugsnúinn og bara passar ekki neitt við fjöldann þó hann passi við nokkra.  Það var gríðarlegt gengisfall eftir að bankar landsins voru rændir að innan og ofsaverðbólga og skilninginn vantar. 

Elle_, 10.2.2012 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband