Stjórnmálaflokkar í leit að kjósendum

Þrír nýir stjórnmálaflokkar skrá sig til leiks þessa dagana. Dótturfélag Samfylkingar með Gumma Steingríms í fararbroddi; Lilja Mósesdóttir og Siggi stormur með C-listann og nú boða búsáhaldarbyltingarfólk Breiðfylkingu.

Misheppnuðu stjórnlagaþingskosningarnar sýndu að það kappnóg af fólk sem er til í framboð, og sumt hvað vel frambærilegt. Aftur á móti er almenningu ekki ginnkeyptur fyrir tilraunastarfsemi í pólitík - um 40 prósent kosningaþátttaka var í stjórnlagaþingskosningunum. 

Til að hreyfa við þjóðinni þarf sannfærandi samfélagsgreiningu annars vegar og hins vegar trúverðugar pólitískar lausnir á skilgreindum vanda. Hér er hægara um að tala en í að komast. Þess vegna fara nýju flokkarnir þá leið að sýna fólk úr sem flestum áttum en það segir fátt af nýjum hugmyndum.

Á hinn bóginn er pólitísk tilraunastarfsemi af þessu tagi oft undanfari eldsumbrota á vettvangi stjórnmálanna. 

 


mbl.is Stutt í stofnun Breiðfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef heldur fram sem horfir og framboðin þjóta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug þá verður nú þokkalegt að ná einhverju fram á nætsta þingi kannski Jóhanna verði ráðin sem kattasmali?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 07:47

2 identicon

Breiðfylkingin er dótturfélag Samfylkingar. Lilja vill hvorki hrófla við kvótakerfinu né bankakerfinu. Svo er þarna barnafélag Framsóknar.

http://www.visir.is/telur-breytingar-a-kvotakerfinu-ogna-bankakerfinu/article/2011110629114

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 09:12

3 identicon

Þetta er athyglisvert. Fimm vinstriflokkar fyrir næstu kosningar. Nöfnin Samfylking, Breiðfylking og Samstaða hljóma dálítið kátlega í því samhengi. Eftir sameininartilraunir tveggja vinstriflokka, Abl og Afl plús leyfunum af Kvennalista, sitjum við uppi með fimm stykki.

Megi þeir sameinast sem oftast, það yrði sannarlega björt framtíð.

Burtséð frá því, þá sé ég ekki hvernig þessir flokkar ætla að ganga inn í næstu kosningabaráttu. Eftir þrjú ár á Alþingi er komin sama fúkkalyktin af Breiðfylkingu og hinum vinstriflokkunum, fátt sem greinir þá sundur. Bjarta framtíðin er náttúrulega viðleitni Samfylkingar til að gefa kjósendum flokksins tækifæri til að kjósa Samfylkinguna, án þess að krossa við nafn hennar og Samstaða virðist ekki hafa önnur mið en skuldastöðu heimilanna.

Mín spá er sú, að við næstu kosningar verðum við með þrjá innan við 5% flokka, Vg sem slefa í 10% og Samfylkingu í Alþýðuflokksfylgi. Búið verður að draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm, og "uppgjörinu" við Hrunið verður því lokið, sömu menn sitja áfram í stjórnum lífeyrissjóða og Jón Ásgeir situr sem fastast hjá 365 miðlum.

Sé ekki betur en að vinstrimenn kjósi Svarta framtíð, hvað sem þeir kjósa af þessum fjörubrotum sameiningar.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 09:50

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fimm vinstriflokkar fyrir næstu kosningar.

Hvers vegna reynirðu að spyrða Breiðfylkinguna við Sossana.

Ætlastu til að vera tekinn alvarlega með slíkt bull?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2012 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband