Ólafur Ragnar tilbúinn í slag við fjórflokkinn

Ólafur Ragnar Grímsson telur uppstokkun óhjákvæmilega á fjórflokkakerfinu, sem verið hefur hér við lýði frá því fyrir lýðveldisstofnun. Í síðasta áramótaávarpi sínu sem forseti gaf hann sterklega til kynna að hann væri tilbúinn í þátttöku á pólitískum vettvangi að endurskapa stjórnmálakerfið.

Þjóðleg gildi, ráðdeild og alþjóðlegur myndugleiki Íslands voru meginstefin í áramótaárvarpi forseta Íslands. Á þessum forsendum er hægt að búa til lífvænlega stjórnmálahreyfingu.

Stóra spurningin er hvort þreytan í fjórflokknum sé orðin nógu mikil að bönd bresti. Vébönd flokkanna eru sterk.


mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slæmt að missa Ólaf af Bessastöðum núna eins gott að einhver góður komi í staðinn.Ekki má siðspiltur ESB krati komast á Bessastaði!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 14:19

2 identicon

Hvernig fær fólk það eiginlega út að slæmt sé að missa Ólaf af Bessastöðum? Menn tala um að hann hafi bjargað Icesave í horn. var það ekki sami Ólafur Ragnar sem er guðfaðir ríkisstjórnarinnar sem gerði allt til að samþykkja samningana? Allir sæmilega skynsamir menn og konur hefðu að sjálfsögðu ekki tekið það til málanna að ráða viðvaning í samninganefndina, og samþykkja jafn óðum allar kröfur Breta/Hollendinga. Ólafur á stóran þátt í þvi hvernig ríkisstjórnin klúðraði.

Bankahrunið er líka á ábyrgð Ólafs Ragnars að hluta til. Hann neitaði að samþykkja lög sem hefðu komið í veg fyrir einsleitan fréttaflutning af bönkum og fyrirtækjum sem enduðu í ofurgjaldþrotum. Enginn fjölmiðill spurði neinna spurninga á meðan á þessu stóð. Líklega vegna þess að flestir stærstu fjölmiðlarnir voru í eigu hinna sömu og keyrðu allt í þrot. Ólafur Ragnar kom í veg fyrir að þessu yrði skipt upp og valdablokkir í viðskiptalífinu fengju ekki að eiga prent, hljóð og mynd miðla.

Útrásin er umdeild svo ekki sé meira sagt. Ólafur Ragnar er ímynd hennar, þó hann hafi gengið hreint til verks og hreinsað sig af þessu með alls kyns trixum.

Þegar pólitískur ferill Ólafs Ragnars er gerður upp, bæði inni á þingi og á Bessastöðum, þá er hann ekki ýkja glæsilegur. Þeir sem hylla kappann eru með gullfiskaminni.

joi (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 14:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli það séu ekki frekar þú og þínir likar sem eru með fílaminni og getið ekki á heilum ykkur tekið við að rakka forsetann niður eins og hægt er.  Kenna honum meira að segja um klúður ríkisstjórnarinnar... ja langt er nú seilst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 14:41

4 identicon

Hvað nákvæmlega var það sem þú kallar að rakka niður Ásthildur?  Varla neitar fólk því að Ólafur hafi sagt sjálfur þegar ríkisstjórnin var komið á koppinn að "nú væri sögulegt tækifæri á vinstri stjórn"? Þetta er staðfest. Verk þessarar ríkisstjórnar eru síðan öllum kunn. Um það hafa verið ritaðar vandaðar bækur sem sína fram á hversu illa var á málum haldið varðandi Iceave málið. Fjölmiðlar eiga stóran hlut gildismati fólks, það kom best í ljós þegar menn lásu fjölmiðla skömmu fyrir hrun og fengu að vita að "allt væri í besta lagi". Örfáir menn á borð við Vilhjám Bjarnason og slíka voru þó að æmta, en þeir fengu ekki mikið pláss í fjölmiðlum.  Er einhver sem segir að útrásin sé ekki umdeild? Varla. Ferill Ólafs á þingi er afar sérstakur, hann datt út af þingi. Hefur flakkað á milli flokka og sem Fjármálaráðherra var hann sá óvinsælasti sem um  getur. Það er enginn að rakka forsetann niður með þessum orðum. Hann er slægur stjórnmálamaður sem er flynkur að fela mistök sín. Það er ekkert óeðlilegt að fólk sem lítinn áhuga hefur á stjórnmálum skuli ekki muna söguna, það er verra þegar fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum skuli láta blekkjast.

joi (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 15:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar ég tala um að "rakka niður" er ég að vísa í bloggin um þessa frétt.  En endilega þig sem slíkan.  Ég veit að Ólafur mærði útrásina.  Það gerðu margir, meira að segja forystumenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokk, bæði Geir og Ingibjörg fóru bæði austur og vestur um haf til að staðfesta að það væri allt í lagi heima hjá okkur og Þorgerður Katrín sagði að þeir sérfræðingar erlendir sem voru með áhyggjur þyrftu að fara í endurhæfingu. 

Ég kaus aldrei Ólaf til þings, og var í raun og veru alveg æf þegar hann var kosinn forseti.  En eftir að hann stóðst prófið að mínu mati og stóð með þjóðinni í Icesave málinu og fjölmiðlamálinu, þá hreinlega skoðaði ég manninn í öðru ljósi.  Maður hlýtur nefnilega að taka fólki eftir því hvað það GERIR en ekki hvað það SEGIR. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 15:44

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gangi Ólafi Ragnari Grímssyni sem best að verja lýðræðið og efla það, ekki veitir af.

Hvaða vettvang hann nýtir til þessa verks, veit hans innsæi og hans sjálf best.

Það getur enginn náð árangri til góðs, nema vera sjálfum sér og sinni réttlætis-hugsjón tryggur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.1.2012 kl. 16:36

7 Smámynd: Elle_

Jú, Joi, mér finnst þú vera að rakka niður forsetann. 

Hann gat ekkert vitað einu sinni að bankarnir yrðu seinna rændir að innanverðu og kannski af mönnum sem hann sjálfur studdi.  Glæpamenn og stjórþjófar geta verið lúmskir eins og þú hlýtur að vita.  Gast þú vitað það?????

Hann gat ekkert vitað fyrirfram að hin svokallaða vinstristjórn yrði glæpabankastjórn og vinnumenn gamalla yfirgangsvelda Evrópu.  Hann lýsti aldrei yfir að hann vildi það. 

Hann er nefnilega mennskur maður en ekki sjáandi eins og þú og ýmsir virðast hafa ætlast til af honum.  Maðurinn getur nú ekki allt þó hann sé hæfur. 

Og þú neitar að hann hafi bjargað þjóðinni frá ICESAVE.  Hann bjargaði þjóðinni samt frá kúgun Brusselliðsins og Jóhönnu og co. og Steingríms.

Elle_, 1.1.2012 kl. 16:39

8 identicon

Hvar var verið að rakka Ólaf niður? Einfaldlega verið að skrá hlutina niður eins og þeir voru. Þau sem samþykktu fjölmiðlafrumvarpið bentu einmitt á hættuna á að fjölmiðlar gætu lent í höndum þeirra sem notuðu þá í öðrum tilgangi en að flytja fréttir. Eru þeir sem börðust hvað mest gegn frumvarpinu á sínum tíma ekki að semja svipað frumvarp í dag? Einhverjir hafa þá séð þetta koma?

Ólafur hefði mátt vita það glögglega að sú vinstri stjórn sem tók hér við myndi ekki efna sín loforð um að slá "skjaldborg um heimilin", vinna á faglegum nótum og með gegnsæji og opna stjórnsýslu að leiðarljósi. Hvers vegna? Líklega vegna þess að stór hluti ríkisstjórnarinnar sem Ólafur kom á koppinn er sú sama og sú sem sat þegar hrunið átti sér stað. Hvað ætla menn að hafi breyst í fari Jóhönnu, Björgvins, Össurar og þeirra sem sátu í hrunstjórninni? Þetta mátti Ólafur vita, en enn og aftur setti hann hagsmuni PR mennskunnar ofar skynseminni. Auðvitað gat hann ekki lagt til þjóðstjórn líkt og Davíð Oddsson lagði til, lílkega af þeirri einu ástæðu að Davíð hafði minnst á þetta.

Því verður ekki neitað að Ólafur neitaði að staðfesta þessi lög um að greiða Icesave pakkann án fyrirvara, en það hefði heldur enginn gert. Var ekki fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan felld 98% gegn 2%? Það þarf ekki glöggan mann til að sjá hvað forseti átti að gera í þessari stöðu, hvað þá ríkisstjórn.

Varðandi ESB málin er líklega sama staða uppi. Það þarf ekki glöggan mann til að sjá að þetta aðildar/umsóknarferli er löngu farið út af sporinu. Það eru engar forsendur til að halda þessum viðræðum áfram. Stuðningurinn á Íslandi er ekki til staðar. Stuðningur innan ESB er líklega ekki mikill. Auk þess eru aðstæður innan ESB að breytast mjög hratt þessa dagana og sér ekki fyrir endann á þróuninni sem þar á sér stað. Auðvitað ætti forsetinn að kalla forkólfa ríkisstjornarinnar á sinn fund og krefjast þess að þessi fjáraustur sem er samfara aðildarviðræðunum verði stöðvaður, um sinn að minnsta kosti. Þar hefur Ólafur ekki tekið nægilega vel á málunum, þó hann vilji forsetaembættið pólitískt. Ólafur virðist ekki hreyfa sig í tilteknum málum fyrr en andstaða/stuðningur meðal þjóðarinnar er orðinn slíkur að hann sé 100% öruggur um að engin áhætta sé á ferðinni með ákvarðanatöku, og helst að hann hljóti einhverja vegsemd í leiðinni. Betra væri að hafa einhvern sem tæki umdeildar en réttar ákvarðanir. Það er meiri þörf á slíku en einhverjum populisma sem snýr um að passa upp á sjálfan sig í sífellu.

joi (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 17:13

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

joi þekkir vörðurnar í landslaginu en ekki hvers vegna þær eru þar eða hver reisti þær.

Allir forsetar eru guðfeður/mæður ríkisstjórna.

Ólafur forseti skipaði ekki Icesave saminganefndirnar.

Ólafur forseti hefur fengið tugþúsunda áskoranir um að skrifa ekki undir lög og vísa þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrisvar!

Fyrst voru það fjölmiðlalögin - en ríkisstjórn dró þau til baka svo aldrei reyndi á þjóðaratkvæðagreiðslu.

Síðan var það Icesave, tvisvar. Bæði þau lagafrumvörp fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hið fyrra fellt með 92% en hið síðara með 60% eftir að allir raftar ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu höfðu verið á sjó dregnir.

Þeir sem skammast út í kappann eru með gullfiskaminni.

Kolbrún Hilmars, 1.1.2012 kl. 17:23

10 identicon

Það segir nú allt um hverslag einvala lið af lúserum og smámönnum eru á þingi og í stjórnmálum yfirleitt að Ólafi hefur tekist og það í stóli forsetans að rúlla upp þessu rusli hvað greind og pólitískan gjörvuleika varðar og hvað þá virðingu þjóðarinnar og það með andstöðu sinni við Icesave landráðstilraun ESB - einangrunarsinna og um leið andstöðu við ESB eins og mikill meirihluti þjóðarinnar allt frá upphafi sikúsins til dagsins í dag.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 17:36

11 identicon

Enda var aldrei talað um að Ólafur hefði sjálfur sett þessa lánlausu Icesave samninganefnd af stað, né barist fyrir samþykktum samningum, heldur þeirri staðreynd að Ólafur er tallinn guðfaðir þessarar ríkisstjórnar. Hann talaði um að þarna væri á ferðinni sögulegt tækifæri aflanna á vinstri væng stjórnmálanna á Íslandi að sína hvað í þeim býr. Maður jafn vel menntaður í stjórnmálum og Ólafur Ragnar hefði átt að vita betur. Þetta var feigðarflan eins og komið hefur á daginn. Ólafur er guðfaðir ríkisstjórnarinnar og ber ábyrgð á henni sem slíkur. Hann vildi pólitík í forsetaembættið. Hann hefði aldrei átt að hleypa vinstriflokkunum einum að stjórnun landsins. Líklega var þjóðstjórn aldrei inni í myndinni úr því Davíð Oddsson hafði minnst á það. Ólafi hefði aldrei dottið slíkt í hug.

Finnst fólki það mikið hreystimerki að senda eitthvað mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem síðar var fellt 98%-2%? Það hefði verið hugaður forseti sem hefði EKKI gert það.

Ólafur hefur ekkert hreyft við ESB málinu. Hvers vegna ekki? Hann er í góðri aðstöðu til þess að höggva á þennan hnút. Andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar er vægast sagt læfi blandið. Ólafi hefði það verið létt verk að leggja til að leggja ESB viðræður til hliðar um sinn. Það hefur hann ekki gert. Hvers vegna ekki? Það er ringulreið í kringum þetta mál, þarna hefði Ólafur getað sýnt úr hverju hann er gerður.

joi (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 17:36

12 Smámynd: Elle_

Joi:

Forsetinn gat ekki ´kallað forkólfa ríkisstjornarinnar á sinn fund og krafist´ neins eða að neitt ´yrði stöðvað´ hvort sem ´hann vildi´ eða vildi ekki ´forsetaembættið pólitískt´.  Hann gat það ekki þar sem forsetaembættið var ekki pólitískt.  Hann gerði bara það sem var í valdi forseta landsins samkvæmt stjórnarskrá.  Hann fór að lögum og stjórnarskrá.  Ólíkt ICESAVE-STJÓRNINNI. 

Hvort forsetinn vildi þjóðstjórn eða ekki kom ábyggilega ekkert Davíð Oddssyni við.  Forsetinn vann alltaf fyrir hag þjóðarinnar og hann var faglegri en þú lýsir honum.  Þar fyrir utan vildi Davíð ekki ICESAVE og forsetinn hætti samt ekki við að vísa málinu til þjóðarinnar bara til að vera á móti honum.  Þannig að Davíðsrökin þín eru gjörsamlega óskiljanleg.

Elle_, 1.1.2012 kl. 18:08

13 identicon

13. júlí 2010 sendi Ólafur Ragnar Jóhönnu sigurðardóttur bréf, þar sem stóð m.a.:

"Forsætisráðherra og embættismenn hans geta ekki gefið út tilskipanir um starfshætti forsetans. Það er „rakalaus íhlutun“ í störf forsetans og gengur gegn stjórnskipan landsins."

Var þetta "bara" á valdi hans eins og Elle segir? Allir vita að Ólafi Ragnari var í lófa lagið að gera ýmislegt þegar ríkisstjórnina bar á góma.

Margar lykilákvarðanir forsetans voru ekki í þágu forsetans. Hann hefur sjalfur viðurkennt það. Það voru sárafáir sem vildu greiða þessar Icesave skuldbindingar, það hefði verið óeðlilegt ef forsetinn hefði farið á svig við skoðun almennings varðandi Icesave, það var of mikið í húfi. Hins vegar lét hann plata sig upp úr skónum varðandi fjölmiðlafrumvarpið. 

joi (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 19:26

14 Smámynd: Elle_

Hann sem forseti hafði fullt leyfi og vald til að mótmæla að Jóhanna valtaði yfir hann yfirráðasvæði hans í ´STALÍNSKUM´ stíl sem henni er lagið.  Og það er ekki það sama og koma fram með pólitískar kröfur eins og þú lýstir.  Hann var ekki að vinna sem pólitíkus með þessu.  Hann vann sem FORSETI.

Elle_, 1.1.2012 kl. 19:38

15 identicon

Ólafur Ragnar má eiga það að hann hafði dug til að vísa málinu til þjóðarinnar í tvígang og þar með stimplaði hann sig inn sem öflugan málsvara lýðræðis, en ekki blinds flokkaforingjaræðis og þess gjörspillta stjórnsýsluræðis, sem skötuhjúin Steingrímur og Jóhanna hanga nú á sem hundar á lygaroði, líkt og Geir og Solla og Dabbi og Dóri fyrr.

En gleymum því ekki, að það gerðist eftir tvær öflugar undirskriftasafnanir stórs hluta þjóðarinnar, sem blessunarlega hefur enn þá grunngildin á hreinu og í þessu tilviki þá óbugandi réttlætiskennd, að einkavinavæddir einkabankar skuli borga sínar eigin skuldir, en ekki sauðsvartur almúginn. 

Undarlegur andskoti að þeir sem kenna sig við jafnaðarmennsku, sem þau skötuhjú ESB og AGS og yfirþjóðlegra hrægamma stórauðræðis skuli enn sitja og enn berja sér á brjóst sem farísear og tollheimtumenn fyrir hrægamma yfirþjóðlegra, glóbalíseraðra, hrægamma auðræðis.

Árið verður okkur vonandi gleðilegt, því almúgi heimsins er á leið inn í tímabil vaxandi vitundarvakningar um það hvernig kaupin gerast á eyrinni og hvernig vitlaust er mælt af stríðs- og banka-möngurunum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 19:40

16 Smámynd: Elle_

Og Joi, þó forsetinn hafi ekki verið í beinni pólitík hafði hann samt visst stjórnmálaafl sem forseti.  Og notaði það.  Samkvæmt stjórnarskrá.  Þú getur auðvitað þrætt um það fram í rauðan dauðann. 

Elle_, 1.1.2012 kl. 19:52

17 identicon

Vonandi sprengir Ögmundur þetta daunilla og útbelgda hræ, sem helferðarstjórnin er, í loft upp ... löngu kominn tími til, enda nýtur það þing er nú situr einungis um 10% trausts þjóðarinnar og að kosningar verði strax með vorinu ... þjóðinni og lýðræðinu til heilla. 

4-flokkurinn mun þá klofna sem verða vill og sponsoreraðir mútuþegar á þingi falla út og nýir flokkar fram koma.  Maður hins opna lýðræðis getur varla verið á móti því? 

Það helvíti laumuspils og aðlögunar að yfirþjóðlegu banka-auðræði gengur ekki lengur.  Hér þarf ferska lýðræðisstrauma.  Eigi síðar en nú er lag, dúndrandi lag til ferðalags inn í spennandi lýðræðis tíma.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 20:18

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Pétur það má alltaf láta sig dreyma um réttlætið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 20:21

19 identicon

Séu orð til alls fyrst, þá er góður draumur sama eðlis Ásthildur

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 20:57

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo satt er það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 21:06

21 identicon

það sem verst er við þetta allt saman er að það eru nánast engir valkostir í stöðunni, það fólk sem situr á Alþingi er upp til hópa gjörsamlega óhæft til þess að leysa þau brýnu mál sem þarf til að koma okkur upp úr hjólförunum  og það skiptir engu máli hvort um er að ræða stjórnar eða stjórnarandstöðu flokka allt ber að sama brunni, kjósendur vantreysta þeim. Því miður hafa ný framboð ekki verið að sýna neina viðleitni til úrbóta má þar nefna Hreyfinguna sem er frekar ístöðulítil og virkarf frekar ósamstætt afl, kannski væri von til að einhverjar hæfar manneskjur geti sett saman trúverðugt framboð sem væri líklegt til að láta til sín taka á stjórnmálasviðinu.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 23:39

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nákvæmlega það sem er að koma í ljós með þessari endalausu einkavinavæðingu og klíkuskapar að ráða bara sitt fólk í stöður án tillits til menntunar eða þekkingar, þá sitjum við uppi með fólk sem hvorki kann eða veit neitt í sin haus bara flokkskírteinin gilda.  Og nákvæmlega þetta er að koma í hausinn á okkur núna fokkinks bjánar sem hvorki hafa þekkingu né skilninig á neinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2012 kl. 01:05

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta minnir á þarna i áramótaskaupinu, þarna grúbbuna sem kom saman á gamlsaldri til að rifja um nokkra alkunna slagara svo sem: Drepist Evran! Fokk ESB! Höldum á Heiðina! og fleiri slagara þó frægasta lag þeirr væri jú: Dauð hóra!. Minnir á það þessi samkunda.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.1.2012 kl. 13:33

24 Smámynd: Elle_

Ertu með verki?  Og allir í ´samkundunni´ þinni minna á ´dauða hóru´??  Þar ert þú gáfnaljósið mitt á meðal. 

Elle_, 2.1.2012 kl. 17:03

25 identicon

Ólafur er glúrinn og hefur reynst þjóðinni heldur betur en enginn.

Vigdís tapaði ei lítið af helgiljómanum, þá hún tók upp á því, að fylgja í halarófu á eftir fyrrverandi ráðherrum og ellibelgja-fyrirmennum alls 4-flokksins að vilja varpa Icesave klafanum á þjóðina, skv. nómenklatúrskri ríkis-valds elítu hugsun ... eða hugsunarleysi ... eða veruleikafirringu um hag allrar alþýðu þessa lands?

Enn á Ólafur eftir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar að koma að stofnun raunverulegs lýðræðissinnaðs jafnaðarmannaflokks, sem stefnt var að á sínum tíma, en ekki þann samtryggða bræðing og hrærigraut sem endaði að lokum í klóm Sollu og Jóhönnu, tveggja HRUN-ráðherra. 

Og ekki veit ég hvað Ögmundur og Guðfríður Lilja nenna að láta henda sér niður í káetu Steingríms þistilfjarðar-þurs mikið lengur, enda ætti sá maður ásamt Sollu og Jóhönnu að vera nú á leið fyrir Landsdóm, ef allt væri hér með felldu og trúað gæti ég því að Ögmundur og Guðfríður Lilja muni snúa málinu svo á þingi er grátklökkur Bjarni biður Geir einum griða.  Annað hvort skal allt hyskið fyrir Landsdóm, og Dabbi og Dóri einnig, ef guð sjálfur lofar, ellegar heldur sami blekkingarleikurinn áfram, já áfram, ... en því trúi ég ekki,

heldur að Ögmundur og Guðfríður Lilja muni nú breiðfylkja með Lilju Mósesdóttur og einnig Frjálslynda flokknum og Hagsmunasamtökum heimilanna og flokki Guðmundar Ásgeirssonar og fleira góðu fólki og skynsömu og enn óflokksbundnu, sem ofbýður druslu og gunguháttur skötuhjúanna Jóhönnu og Steingríms í garð banka-auðræðisins.  Hvoru megin hryggjar Hreyfingin mun liggja skiptir sífellt minna máli í hinum stóra slag, sem framundan er á nýju ári.

Tel ég það heillavænlegast, en að Ólafur sitji óræður á svip og geti þá annað hvort tekið þann pólitíska slag með breiðfylkingu til lýðræðis og jafnaðar og réttlætis, eða haldið til þrautavara synjunarvaldinu á Bessastöðum, ef skötuhjúin reyna aftur að valdníða almúgann.    

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 17:54

26 Smámynd: Elle_

Vígdís fyrrv. forseti varð að nákvæmlega engu við að koma fram opinberlega og lýsa yfir stuðningi við fjárkúgunina ICESAVE.  Vigdís ljómaði að mínum dómi aldrei skært fyrir.  Össur ætti líka að fara fyrir dóm með Jóhönnu og Steingrími og kannski öðrum, vegna blekkinga og lyga hans í 2 málum: EU + ICESAVE.

Elle_, 2.1.2012 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband