Krónan og fullveldið forsenda endurreisnar

Grikkir bíða á hnjánum eftir hjálp frá Brussel; Írar glíma við 15 prósent atvinnuleysi og Lettar hugga sig við að Evrópusambandið er skárri kostur en Sovétríkin. Íslendingar, aftur á móti, nutu þess að vera efnahagslega fullvalda og búa að eigin mynt.

Efnahagskreppan hér á landi er barnaleikur á við hörmungarnar sem jaðarríki Evrópusambandsins standa frammi fyrir.

ESB-sinnar hér á landi eru með bundið fyrir bæði augu þegar þeir leita að rökum fyrir aðild Íslands.


mbl.is Íslenska leiðin var best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Verðmætasköpun í okkar auðlinda-auðugasta landi veraldar, og útflutningur á þeirri framleiðslu, er eina færa leiðin til að bæta kjör alþýðunnar á Íslandi.

Þannig gæti Ísland líka hjálpað þjóðum sem eru í miklum vanda, og þeim verst settu þjóðum, sem eru með ESB-aðildarhengingar-ólina um hálsinn.

Við þurfum ekki að vera í Brussel-klíkunni gjörspilltu og rán-dýru til að hjálpa öðrum þjóðum. Við erum aflögufær ef við notum auðlindir landsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.1.2012 kl. 11:43

2 identicon

Mér líður vel í þriggja hæða húsi á Spáni sem ég leigi á sem nemur 65.000 kr. Sólin laðar að.

Jóhanna (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 12:23

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já. Engin heimili hafa skaðast við gengisfall krónu og verðtryggingu.

Svo eru engin gjaldeyrishöft.

Ég held að nei sinnar eru með bundið fyrir bæði augun.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.1.2012 kl. 13:07

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Engin heimili hafa skaðast við gengisfall krónu og verðtryggingu.

Hefur ekkert með ESB-aðild að gera, heldur fyrst og fremst að íslenskum lögum er ekki framfylgt, en væri það gert þá ganga þau lengra í vernd neytenda gagnvart þessum hlutum en evrópskar tilskipanir gera.

Svo eru engin gjaldeyrishöft.

Þegnar í ríkjum evrusvæðisins eru þvingaðir til að nota gjaldmiðil sem er gefin út af hlutfélagi skráðu í Þýskalandi. Er einhver munur á höftum og þvingun?

Ég held að nei sinnar eru með bundið fyrir bæði augun.

Af þessu tilefni er ef til vill rétt að benda á að stofnendur Brueghel hugveitunnar eru gallharðir evrókratar, þar á meðal Jaques Chirac, Gerhard Schröder, og heiðursforseti stofnunarinnar, Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu og fyrrverandi kommisar í Evrópuráðinu. Eru þetta svokallaðir NEI-sinnar?

Hver er með bundið fyrir hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2012 kl. 17:00

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég er svo hjartanlega sammála þér Anna

Besta uppskeran kemur jú úr þeim jarðvegi sem við sjálf ræktum.

Og að sjálfsögðu eigum við að beina sjónum að því að skipta Íslandi niður í póla eftir fjórðungum. Því þannig væri auðveldast að halda utan um verkefni og styðja við fólk á svæðunum.

Þið ættuð að skoða:

http://samfelagvesturs.weebly.com

Guðni Karl Harðarson, 2.1.2012 kl. 18:12

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur.

Ég var einfaldlega að svara þessu glórulausu bloggi hjá Páli... sem aftur og aftur hefur sýnt framm á að hann stígur ekki í vitið.

Lönd geta orðið gjaldþrota ef þeir eyða meiru en þeir afla. Skiptir ekki máli hvort þeir nota krónu eða evru.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.1.2012 kl. 18:17

7 Smámynd: Landfari

Guðmundur, upplýstu fáfróðan. Hvað er Brueghel hugveitan?

Landfari, 2.1.2012 kl. 20:51

8 Smámynd: Landfari

Sleggjan og Hvellurinn, ég verð nú að segja að mér finnst, það sem þér finnst um Pál, mun oftar um ykkur en Pál.

Ég hef nú samt ekki verið mikið að hafa orð á því því mér finnst málefnalegra að gagnrýna það sem menn skrifa en gera beinar athugasemdir við  útlit manna, mitt álit á gáfnafari þeirra eða hvursu fallegar konur þeir eiga svo eitthvað sé nefnt. Mitt álit á þessum hlutum koma málefninu einfaldlega ekki við.

Ef þið haldið að heimilin hefðu ekki skaðast ef hér hefði verið evra en ekki króna þá er það mikill misskilningur. Skoðið þið bara hvað húsnæði hefur fallið mikið í evrum. Lánin hefðu ekkert lækkað. Opinberir starfsemnn sem ekki hefði verið sagt upp hefðu jú haft það betra en þeir sem hefðu mist vinnuna við þá gjaldþrotahrinu sem hefði orðið mun stærri en var, hefðu verið mun verr settir. Það er í besta falli mikill misskilningur eins og Össur hefur stundum haldið fram að hér hefði ekkert hrun orðið ef við hefðum haft evruna.

Landfari, 2.1.2012 kl. 21:08

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Landfari. Ég hef ekki sett út á útlit neins manns svo það sé á hreinu.

Fasteignarverð hafa líka lækkað á Íslandi. Það sem gerist fyrir heimilin í landinu er að skuldir hækka vegna verðtryggingarinnar. Sem gerir ástandið enn verra. 

Öll heimili skaðast í svona kreppu. Í Evrópu í USA og annarstaðar. Almenningur hefði bara verið í mun betri málum ef við værum í ESB. Lægri vextir, engin verðtrygging og stöðugleiki. 

Sleggjan og Hvellurinn, 2.1.2012 kl. 21:36

10 Smámynd: Landfari

Sleggjan og hvellurinn, ég var að benda þér á hvað húsnæði á Íslandi hefði fallið mikið í evrum talið. Það sem krónan hefur gert okkur er að milda og jafna áhrifin af hruninu.

Hefðum við haft evru hefðu sumir orðið minna ef eitthvað varir við hrunið en aðrir orðið miklu verr uti en þeir þó urðu.

Hitt er svo annað að það gat aldrei farið hjá því að kæmi að skuldadögunum hjá mörgum því það er með ólíkindum hvað við vorum dugleg að safna skuldum  á síðustu árum fyrir hrun. 

Árin 2004 -2007 var kaupmáttur launa hér sá hæsti sem sést hefur og verðbbólga með minnsta móti en í stað þess að leggja fyrir í góðæri og greiða niður skuldir jukust skuldir heimilanna á þessum sama tíma sem aldrei fyrr. 

Það eru engin geimvísindi að svona geta hlutirnir ekki gengið nema í takmarkaðan tíma (sem samt vað nú lygilega langur með glórulausum lánum erlendra banka til þeirra íslensku). Ein hvern tímn hlaut þetta að taka enda og það breytti engu þar um hvort við vorum með krónu eða evru.

Landfari, 2.1.2012 kl. 22:17

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Landfari, Brueghel eða Bruegel stofnunin eftir því hvort rithátturinn er notaður, er hugveita um efnahagsmál með aðsetur í Brüssel og útgefandi þeirrar skýrslu sem fjallað er um í fréttinni sem þessi bloggfærsla tengist. Ef þú ert forvitinn um Bruegel þá myndi ég einfaldlega benda þér á heimasíðu stofnunarinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2012 kl. 23:44

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Almenningur var á eyðslufyllerí. En ríkisvaldið voru að borga niður skuldir sem gerður Ísland nær skuldlaust. Og eiga þau hrós fyrir það.

Á meðna vinstri stjórnarandstaðan vildi eyða ennþá meira. Þ.e auka þennsluna. Fólkið sem hefur gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn mest af öllu.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.1.2012 kl. 01:57

13 Smámynd: Landfari

Þakka þér Gumundur fyrir þetta. Ég er bara þeim takmörkum háður að ég á erfitt með að lesa og skrifa ensku mér til gagns þó ég geti blaðrað hana án teljandi vandræða.

Sleggjan og Hvellurinn, nú erum við að mestu sammála en þó verður að halda því til haga að "báknið" hafði nú alltaf tilhneigingu til að stækka þegar flokkurinn sem vildi "báknið burt" var við völd.

Landfari, 3.1.2012 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband