Huglægt mat og harðir hagsmunir

Ríkisvaldið var brotið á bak aftur í fjölmiðlastríðinu 2004 þegar Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóri og stjórnarandstaða Samfylkingar og Vinstri grænna tóku völdin af ríkisstjórninni og ómerktu fjölmiðlalögin - með hjálp forseta Íslands.

Nýtt frumvarp um fjölmiðla og takmarkanir á eignarhaldi gerir ráð fyrir huglægu mati á markaðsyfirráðum fjölmiðla og á grundvelli þess mats verði ef til vill og kannski eitthvað gert  í málunum.

Fjölmiðlarekstur er harðir hagsmunir stórvelda í viðskiptalífinu. Huglægt mat mun ávallt vera á þágu hörðu hagsmunanna en ekki almannahags.


mbl.is Hugsanleg áhrif á 365 miðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona svolítið eins og málflutningur kratanna Jóhönnu og Steingríms varðandi skuldaniðurfellingar í upphafi stjórnar þeirra.

Einstaklingsmiðað huglægt mat....

jonasgeir (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 11:13

2 identicon

Þá var forsetinn æðislegur en núna er hann hinn versti skúrkur í augum lítils hluta þjóðarinnar sem styðja stjórnvöld. 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 11:55

3 identicon

Nauðungaráskrift að RUV er óþolandi með öllu,fréttastofa RUV fékk falleikun ransóknarnefndar Alþingis, og ekki hefur fréttaflutningur féttastofunnar batnað,og fólk sem vill vita hvað sé að ske í þjóðfélaginu, þarf sjálft að leyta sér frétta td. á netinu hvað sé í gangi í þessu þjóðfélagi, meðan svo er, er ekki hægt að vera með þessa nauðungaráskrift.

Síðan þarf að taka þessa Sjimpasa sem sitja í stjórn Bankasýslu Ríkisins af launaskrá hjá skattgreiðendum þessa lands, og birta nöfn þeirra.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 15:04

4 identicon

Mjög rétt, ágæti Páll.

Nú er nýtt fólk tekið við og hagar sér alveg eins og siðleysingjarnir og vitleysingarnir sem rústuðu Ísland.

Nú eigum við og við megum. 

Óheilindi þessa fólks myndu fá flesta heiðarlega menn til að æla.

En auðvitað makka þeir sem hagsmuna hafa að gæta með.

Ísland er pólitísk og siðferðisleg öskutunna.

Karl (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 19:49

5 identicon

Afsakið.

Ég gleymdi að tjá mig um ríkisútvarpið sem núna heitir RÚV.

Ég tek undir með JÓNI SIG. 

Ég sé ekki eftir skattpeningum mínum nema þeim krónum sem fara í RÚV.

Þetta er þvílíkt drasl að ég skil ekki að almenningur skuli taka því þegjandi að kosta þetta rusl.

Þjóðinni til skammar. 

Frumvarpið er auðvitað hugsað til að tryggja öfgamönnum vald yfir fólkinu í landinu. 

Þessari þjóð verður ekki bjargað og sennilega á hún það ekki skilið.

Karl (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 19:53

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þrisvar hefur forsetinn vísað lögum frá Alþingi til þjóðarinnar, fjölmiðlalögunum, icesave II og icecave III.

Mikill munur er á þessum málum og fróðlegt að skoða forsögu þeirra og þátt fjölmiðla.

Fjölmiðlafrumvarpið hafð bein áhrif á Baugsveldið, sem þá átti stæðstan hlut einkarekinna fjölmiðla. Því var fjölmiðlum beitt af alefli gegn lögunum og þeim til aðstoðar var stjórnarandstaðan, einkum þó Samfylkingin, sem hefur mikil ítök í ríkisfjölmiðlinum. Einna helst var beitt þeim rökum að um persónulegar árásir eins stjórnmálamanns á eigendur Baugs stæðu að baki frumvarpsins. Þetta gekk upp og fólkið í landnu féll fyrir skruminu. Forsetinn taldi sig því vera að fara að vilja meirihluta landsmanna þegar hann vísaði málinu til þjóðarinnar. Því miður fékkst aldrei úr því skorið þá hvort raunverulega væri andstaða í þjóðfélaginu gegn frumvarpinu, þar sem það var dregið til baka. Stjórnvöld gerðu stór mistök með því.

Þegar icesave II og III voru í umræðunni voru fjölmiðlar einnig mjög virkir, en nú stóðu þeir með frumvörpunum, andstætt því sem var með fjölmiðlafrumvarpinu. Nú voru allir fjölmiðlar nýttir til að mæra frumvörpin og fjöldi þingmanna í öllum flokkum studdi þann málstað. Farið var í undirskriftasöfnun gegn lögunum og færðar forsetanum. Það hefði verið erfitt fyrir hann að hundsa þær undirskriftir.

Það er fróðlegt að skoða hver áhrif fjölmiðla er á landsmenn. Þrátt fyrir látlausan áróður með icesave lögunum og þrátt fyrir látlausann áróður stuðningsmanna þess á þingi og meðal "metandi" manna í þjóðfélaginu, þá felldi þjóðin þessi lög, ekki einusinni heldur tvisvar.

Það mætti því allt eins áætla að fjölmiðlafrumvarpið hefði verið samþykkt af þjóðinni, ef þáverandi stjórnvöld hefðu haft kjark til að láta á það reyna. Við munum hins vegar aldrei fá að vita það.

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2011 kl. 20:16

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Máltækið segir að jón sé Jón,Þann Jón skal ekki þéra,en hef hann skaffar mjöl  og grjón, er hann óðara orðinn séra.  Bara svona!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2011 kl. 01:04

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Leiðrétt:en ef    ekki hef ,  ég er með breiða putta sem skanna yfir 3 í einu, djók!!

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2011 kl. 02:12

9 identicon

Helga, bara fækka rauðvínsglösunum

Björn (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 08:49

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ha,ha,hjá mér? Get það ekki vinur,veistu afhverju ? Ekki ég heldur!!!

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband