ESB selur sig Suðurnesjamönnum

Evrópusambandið er óðum að læra inn á íslensku aðferðina við að afla vondum málstað fylgi - etja byggðunum saman við ríkisvaldið. Hvar er betra að byrja en einmitt á Suðurnesjum sem hafa sýnt sig ginnkeypt fyrir glassúrsmurðum töfralausnum frá Árna Sigfússyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

Evrópusambandið þarf að kaupa sér vini á Íslandi og er tilbúið að fórna nokkru til. Í Brussel vita menn sem er að Íslendingar muni borga með sér til sambandsins, verði af aðild, að minnsta kosti 15 milljarða króna á ári

Til viðbótar kemst Evrópusambandið inn í fiskveiðilandhelgi Íslands og úthafsveiðifloti sambandsins kann svo sannarlega til verka


mbl.is ESB tekur út Suðurnesin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við skulum fagna því að ESB er að gera úttekt á Suðurnesjum. Það mun hjálpa svæðinu og þá sérstaklega ef við göngum í ESB.

Þetta sýnir bara að ESB er góðvilja og vill hjálpa Íslandi.

En ekki einhver kölski í Brussel sem Páll heldur ávalt fram.

Staðreyndir tala sínu máli.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2011 kl. 08:46

2 identicon

Eru suðurnesjamenn ginningarfífl. Mér sýnist að einhver hafi verið ofuseldur þvælu síðusu misseri. Hvað hefur úttekt Evrópusambandsins á ofurgróðurhúsi á suðurnesjum að gera með ólöglegar veiðar Spánverja í Namabíu. Hvers vegna ertu að reyna að selja þetta bull? Og vonandi (ef Íslenka þjóðin velur svo að ganga í Evrópusambandið) verðum við þjóð sem borgar með sér en ekki þiggur bara styrki. Hættu að hugsa bara um peninga og saltfisk,,,lífið er meira en það.

Símon (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 08:52

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er einhver að tengja tengja Sumarhús, Spánverja og Nambíu saman?

Ég hef ekki tekið eftir því allavega.

ESB er að gera góða hluti og þetta mun gagnast Suðurnesjum til að mót ákveðna framtíðaráætlun.

Og því ber að fagna.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2011 kl. 10:12

4 identicon

Það er magnaður andskoti að ef ESB er svona skórkostlegt að meirihluti íbúa þess telja það vera að hinu vonda fyrir sig og sína og þjóðfélögin sem þau búa í að hafa gengið í ESB paradísina.  Lífið fyrir inngöngu var betra sem og fyrrum gjaldmiðill en að þurfa að búa við evruna, sem einnig er að hinu vonda að sögn meirihluta íbúa Evrópusambandsins sem þurfa að nota hana. 

En auðvitað vita nokkrir mörlandar mikið betur en meirihluti íbúa ESB landanna.  Svona eins og ca. 270 milljónir manna.  Hvernig geta nokkrir Íslendingar haft rangt fyrir sér... ???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 11:14

5 identicon

Hér skoðar Styrmir Gunnarsson þetta mál og skýrir ágætlega út fáránleikafarsann og lýðskrum ESB og þeirra attaníossa.  Og hver skyldu nú mótrökin vera..??.:

...

ESB gerir úttekt á Suðurnesjum-Gera Kínverjar úttekt á norðausturhorninu?

7. október 2011 klukkan 10:11


Evrópusambandið er að „taka út“ samkeppnishæfi Suðurnesja. „Miklar vonir“ eru bundnar við þessa úttekt, segir ráðgjafi skv. fréttum Morgunblaðsins í dag.

Þetta er athyglisvert.

Má kannski búast við að Kínverska alþýðulýðveldið „taki út“ samkeppnishæfi norðausturhorns Íslands, sem Kínverjar hafa sýnt sérstakan áhuga á? Þeir vilja kaupa þar land, þeir vilja byggja þar álver og þeir hafa áhuga á höfn.

Hefur einhver eitthvað við það að athuga að stjórnvöld í Peking láti gera slíka úttekt? Eiga ekki allir að sitja við sama borð á Íslandi?

Kannski væri hægt að fá einhvern til þess að „taka út“ samkeppnishæfi Vestfjarða? Ætli sé hugsanlegt að Bandaríkjamenn mundu hafa áhuga á því?

Í ljósi fyrri samskipta má vel vera að það sé hægt að fá þá til þess. Þeim kann að þykja óþægilegt að bæði Evrópusambandið og Kinverjar búi um sig með þessum hætti á Íslandi.

Og hvað með suðausturhornið? Sovétmenn sýndu því sérstakan áhuga á dögum kalda stríðsins. Þar út af voru sovézkir kafbátar á ferð og einu sinni öflugt sovézkt orustuskip af nýjustu gerð þeirra tíma, sem meira að segja birtist mynd af í Morgunblaðinu þá.

Mætti kannski bjóða Rússum að gera úttekt á samkeppnishæfi suðausturhornsins? Pútín hefur örugglega áhuga á því. Hann sýnir Íslandi mikinn áhuga eins og ítrekuð samtöl hans við forseta Íslands sýna.

Er þetta nú ekki traustvekjandi fyrir okkur Íslendinga að láta aðrar þjóðir og þjóðasamsteypur gera svona úttektir hjá okkur?

Þær stuðla jú að „auknum atvinnutækifærum“ að því er Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi upplýsir í Morgunblaðinu í dag.

SG

.

http://www.evropuvaktin.is/forsida/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 13:06

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

útursnúningar hjá Styrmi. Þetta er ekki sambærilegt. ESB er að gera úttekt á Suðurnesjum til að greina samkeppnishæfni fyrir Suðurnesin. Ekki fyrir ESB sjálft.

Huang er líklega búinn að gera úttekt á Grímstöðum annars væri hann ekki að sýna því áhuga að fjárfesta. Það er bara einn maður en ekki "kínverjar" eða "kína" einsog Styrmir heldur fram.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2011 kl. 15:11

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo er ekki marktækt að skoða viðbrögð íbúa ESB á stjórnmálamönnum á ESB þinginu.

Almenningur er almennt tortryggin við embættismenn og stjórnmálamenn. Hvort það sér í ESB eða Alþingi.

Íslendingar hafa í kringum 1% trú á Alþingi Íslendinga.

Samkvæmt röksemd Guðmundar þá eigum við bara að afsala sjálfstæðið.

Meiriséa ESB sinnar eru ekki tilbúnir í þá vegferð.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2011 kl. 15:13

8 identicon

Nei auðvitað er það ekki sambærilegt sem Styrmir segir.  Satt að segja er ég vissum að í andlegu atgervi og þekkingu á ESB málefnum stendur Styrmir töluvert sterkar en meðlimur ESB blogglúðrasveitar og það með fullri virðingu.  Af hverju þurfum við ESB í lýðskrums útekt sem augljóslega er að reyna að vinna sér vinsælda hjá þjóð sem þeir telja einhverja vanvita og getir ekki séð fótum sínum forráð án þessarra snilling.  Við skulum láta þjóðina kjósa og segja NEI um inngöngu, og þá þyggja ráð þessara snillinga, þas. ef þeir geta sýnt fram á að þeir eru starfinu vaxnir..??   Er ekki nær að þeir skýrðu út öll klúðrin sem þeir hafa stýrt og þá byrja á evrunni..??  Af hverju kaupum við ekki óumdeilda sérfræðinga sem hafa ekkert með lýðskrum ESB og aðlögunarferlið að gera...??  Þurfum ekki ölmusur frá ESB fyrirbærinu sem hefur meirihluta þeirra sem eru neyddir undir sig sannfærða um að veran í því er mun verri en þegar þeir bjuggu undir eigin fána og landsstjórn.  Ekki traustvekjandi að fá einhverja sem ekki getað tekið til heima hjá sér til að reyna slíkt hjá öðrum.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 16:20

9 Smámynd: Elle_

Afskiptasemin í þessu sambandi þarna er nú farið að ganga út yfir allan þjófabálk.  Og Jóhönnuliðið í dái yfir fyrirætlunum þessa yfirtökuveldis.  Mikið að þau gefa þeim ekki inngöngu- og njósnaheimild inn í bankainnistæður og heimili landsmanna bara si-svona af því þeir fá allt sem þeir vilja.  Eina sem þeir þurfa að gera er fara fram á það og eru nú þegar búnir að ná landhelgisgæsluskipunum okkar.  Og ætlunin var að þeir fengju líka frjálsan aðgang inn í rikissjóð í gegnum ICESAVE. Geta þetta talist eðlilegar varnir stjórnvalda á landinu sem þau eiga að vera að verja?

Gott hjá Styrmi.  Þar fer allavega einn hugsandi maður. 

Elle_, 7.10.2011 kl. 19:08

10 Smámynd: Elle_

Lokasetning Styrmis er ógnvekjandi: ´Er baráttan um norðurslóðir að hefjast fyrir alvöru?´
http://www.evropuvaktin.is/pistlar/20282/

Elle_, 7.10.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband