Hótanasamfélagið

Samfélagið er við sjálf með þeim formlegu og óformlegu reglum sem við höfum og viljum halda í heiðri. Í deilum milli samfélagsins og einstakra hópa innan þess að beita hótunum. Hópar sem telja á sig hallað beita hótunum t.d. að fara í verkfall, hætta að greiða af lánum, sigla skipum í land og fleira þess háttar.

Hlutverk stjórnvalda hverju sinni er að bera klæði á vopnin, jafna ágreining og finna lausnir. Til þess borgum við 63 þingmönnum laun að búa til ríkisstjórn sem vinnur samfélaginu gagn.

Ríkisstjórnin sem nú situr er illu heilli þeirrar sannfæringar að hótanir séu besta leiðin til að ná árangri. Ríkisstjórnin kveikir hún ófriðarbál í stað þess að leita sátta. 

Lítið dæmi um hótanastíl ríkisstjórnarinnar er þessi frétt úr RÚV

„Króna sem innpökkuð er í gjaldeyrishöft út á við og varin af verðtryggingu inn á við, er ekki góður kostur til framtíðar,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. „Slíkt fyrirkomulag peningamála mun trauðla gagnast til kröftugrar atvinnuuppbyggingar, og gæti leitt til þess að íslensk fyrirtæki flytji höfuðstöðvar sínar til útlanda...

Forsætisráðherra tekur undir hótanir aðila út í í bæ um að vinna samfélaginu ógagn ef ekki verði sértækum kröfum mætt um að krónunni skuli skipt út.

Þegar á söguöld vissu menn þau sannindi að með lögum skuli land byggja en ólögum eyða. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vinnur þvert gegn þessum sannindum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband