Valgerður afneitar aðlögun, sem ESB krefst

Valgerður Bjarnadóttir og aðrir aðildarsinnar gera því skóna að viðræður við Evrópusambandi séu óskuldbindandi, - að ESB geri ekki kröfu um aðlögun Íslands áður en þjóðin fær tækifæri til að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er rangt, eins og fram kom þegar Evrópusambandið stöðvaði viðræður við Ísland í haust um landbúnaðarmál vegna skorts á aðlögun. 

Í bréfi pólsku formennskunnar segir fyrir hönd Evrópusambandsins 

Iceland presents a strategy including a planning schedule of measures to be taken progressively in order to ensure full compliance with the acquis under chapter 11 Agriculture and rural development by the date of accession as regards agricultural policy, legislation and administrative capacity, taking into accoount the specific circumstances for agriculture in Iceland.

Hér er talað um heildaráætlun (strategy) og að framkvæmdaáætlun (schedule of measures) verði hrint í framkvæmd jafnt og þétt (to be taken progressively) til að íslenska landbúnaðarkerfið uppfylli lög og reglur ESB frá fyrsta degi aðildar. 

Bréfið er krafa um aðlögun að Evrópusambandinu og í fullu samræmi við þá yfirlýstu stefnu sambandsins að eina leiðin inn er leið aðlögunar.

Aðildarsinnar á vettvangi stjórnmála og fjölmiðla hafa alltof lengi komist upp með að blekkja almenning með því að segja að Ísland sé aðeins í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu.

Leggjum aðildarumsóknina til hliðar, skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Alls staðar deilur um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kæra Valgerður! !!!

Gleymdu ekki hugsjónum pabba og þíns eiginmanns.

Ísland er og verður fullvalda ríki. Ekki selja Ísland í hendur ríkra Evrópuþjóða....

Jóhanna (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 16:52

2 identicon

Ég tek margfalt meira mark á Valgerði en Páli.

Lái mér  hver sem vill.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 17:08

3 identicon

Alveg með ólikindum að talsfólk smáfylkingarinnar bara virðist alls ekki geta opnað munnin án þess að segja ósatt.

Svona síðustu mánuðina eða hvað?

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 17:10

4 identicon

Það verður að fara fram hlutlaus rannsókn á hvað er raunverulega í gangi varðandi málið og Heimsýn ætti að beita sér fyrir því, því að lítil von er á að ESB - einangrunarsinnar muni gera slíkt eða yfirleitt taka í mál að það yrði gert.  Um leið mun andstaða við inngöngu aukast verulega, hvort sem að þeir reyni að hindra slíkt eða þegar sannleikurinn um aðlögunarferlið kemur í ljós.  Bæði formaður og varaformaður Sterkara Ísland (öfga inngöngusinna) hafa viðurkennt opinberlega að aðlögunarferli er í gangi með þeim rökum að þeir skilji ekkert í hræðslunni við aðlögunina því þegar þjóðin samþykkir inngöngu þá getum við gerst fullgildir meðlimir ESB strax.   Vegna þess að við værum búin að taka upp allt regluverk þess og að þyrfti ekki að bíða í þau ár sem samningaferlið tekur og síðan að hefja aðlögun sem tæki jafnmörg ár.

En hvað er málið með Jón Bjarna sem er ljóti karlinn hjá ESB - einangrunarsinnum sem á að vera að stoppa samingaferlið (aðlögunarferlið)...???  Hvernig getur hann stoppað eða hægt á einhverjum samningaviðræður á þessum tímapunkti ef ekki er um aðlögunarferli að ræða...????

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 17:17

5 identicon

Er eitthvað til sem heitir Upplýsingaráðuneytið?

Þá meina ég ráðuneyti sem hefði það verkefni að sjá um að  dreyfa "hlutlausum" upplýsingum til kjósenda.

Agla (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 17:32

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er komið svo að hér vantar staðfestingar- og sannleiksnefnd á vegum "hins opinbera." Og þetta er skrifað í alvöru.

Það er óþolandi að hinar ýmsu upplýsingar um alvarlegustu pólitísk málefni eru bundnar mati og ályktunum þeirra sem birta þær almenningi.

Árni Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 18:02

7 identicon

Heimsýn myndi skora hátt með að beita sér fyrir svona sannleiksnefnd, því það er jafn óþolandi fyrir þá eins og aðra að einhverjir kverúlantar og bloggrónar geti bara sagt að þetta er bara lýgi sem kemur frá samtökunum.  Sama á við í hinu tilfellinu. 

Ef áhugin er ekki fyrir hendi, þá segir það allt sem segja þarf um málstað fylkinganna, - sama hverjir eiga í hlut. 

Þetta mál er búið að kosta þjóðina allt of mikið á hennar verstu tímum hvernig sem á málið er litið og klýfur hana í endalaus heimskuleg átök um eitthvað sem auðveldlega getur legið ljóst fyrir og á að sjálfsögðu að liggja ljóst fyrir.  Ástæða þess að svo er ekki ætti að vera augljós og á ábyrgð stjórnvalda.  Nóg er af öðrum pólitískum vandamálum sem eiga skilið athygli sem eru látin týnast í þessum fáránleikafarsa.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 18:24

8 Smámynd: Sólbjörg

Það er alltaf erfitt að greina innihald og merkingu þess sem Valgerður segir vegna drafandi talanda og málróms, það virkar ekki traustvekjandi.

Rödd og tónfall segir margt um fólk, þannig er það nú bara.

Sólbjörg, 28.9.2011 kl. 20:04

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

NEI sinnar geta gasprað og rifist um keisarans skegg.. en ef maður spyr alvöru spurningar einsog hvaða framtíð í peningamálum sjá þeir fyrir... þá má heyra saumanál detta 

Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2011 kl. 21:19

10 Smámynd: Elle_

Já, hvað er málið með ljóta kallinn hann Jón Bjarnason sem á víst að vera að stoppa allt, Guðmundur??  Hvað gæti hann nákvæmlega verið að stoppa???  Þarna sýndirðu þeim í tvo heimana en þau munu samt koma og neita HARÐLEGA. 

Elle_, 28.9.2011 kl. 22:29

11 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Kjaftæði Sleggja.  Það eru tugir hugmynda upp í efnahags- og peningamálum sem krefjast ekki aðilidar að ESB.  Sumir hafa hinsvegar banana í eyrunum og vilja ekki heyra eða ræða neinar hugmyndir aðrar en inngöngu í ESB og upptöku evru.

http://www.umbot.org/lausnir/nytt_fjarmalakerfi

http://www.fullvalda.is/stefna/efnahagsmal

http://www.xd.is/efnahagstillogur/peningamalastefnan/nr/482

Þrjár mismunandi hugmyndir mismunandi hópa.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.9.2011 kl. 08:52

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fullvalda.is er með tillögur um einn ríkisbanka. Þeir fá lán sem er með rétt flokkskirteyni.

Svo xd:

"Þá er hér lagt til að þegar í stað verði sett fram úrræði þar sem langtímafjármögnun verði óverðtryggð, bæði fyrir fyrirtæki og heimili"

Arion banki býður uppá óverðtryggð lán og vextir eru 6,45%. Óverðtryggt lán í Danmörku er 3,5%. ... þetta er engin lausn.

svo ætar xd að skoða allt

"Lagt er til að peningastefnan verði endurskoðuð "

"Þá verði hafin skoðun á því hvernig fjármálastefnan geti stutt betur við peningamálastefnuna "

Alltaf gaman að skoða hina og þessa hluti. En það er engin laus.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.9.2011 kl. 09:40

13 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það getur vel verið að þér finnist þessar hugmyndir lítils virði, en þú heyrir ekki saumnál detta ef þú spyrð fólk hvaða framtíðarsýn það hafi á peningamál.  Nema þú viljir fleiri banana.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.9.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband