Steingrímur J. í ESB-feluleik

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna leiddi flokkinn til síðustu kosninga undir þeim formerkjum að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Í dag segist hann enn sömu skoðunar.

Engu að síður er Ísland í aðlögunarferli að Evrópusambandinu, þökk sé stuðningi Steingríms J. við þingsályktunartillögu Össurar Skarphéðinssonar 16. júlí 2009.

Steingrímur J. þykist vilja kíkja í pakkann - en það er ekki í boði. Evrópusambandið býður aðeins eina leið inn í sambandið, það er leið aðlögunar þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp regluverk sambandsins á meðan viðræður standa yfir.

Málflutningur Steingríms J. er ekki boðlegur.


mbl.is Ekki gott að setja umsókn á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi skrif þín eru ekki boðleg....þjóðin mun hafa síðasta orðið í þessu ferli...og ég vona að hún hafi vit á því að segja já.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 15:13

2 identicon

Ha ha ha .... lengi er von á einum Baugsfylkingarlúsenum sem lemur hausnum við steininn og telur sig hafa meiri greind en 2/3 hlutar þjóðarinnar sem segir klárt NEI ...!!!

Dæmigert fyrir þá sem fylgja flokki og forsætisráðherra sem þyggja fjárframlög frá ótýndum glæpamönnum og gera sjálfsagt enn, - að kenna öðrum um sína einstöku heimsku og fara ESB - einangrunarsinnar og liðsmenn örflokksins Baugsfylkingarinnar þar fremstir í flokki. 

Innlegg Baugsfylkingarbrekkunnar kunnu Helga Rúnars Jónssonar er skemmtiefni á heimsmælikvarða.... og meira en full boðlegt ..

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 15:31

3 identicon

Þetta er einstaklega málefnalegt af þinni hálfu Guðmundur eða hitt þá heldur. En þessi skrif þín eru reyndar dæmigerð fyrir ykkur EB andstæðinga, málefnafátæktin í algleymingi.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 15:38

4 identicon

PS.  Baugsfylkingin gekk svo málum ÞJÓÐIN FÆR EKKI AÐ HAFA SEINASTA ORÐIÐ um inngöngu HELDUR HÚN SJÁLF OG TRÚÐAR EINS OG STEINGRÍMUR.

Að niðurstaða SKOÐANAKÖNNUNARINNAR um ESB verður EKKI BINDANDI heldur RÁÐGEFANDI og mun BAUGSFYLKINGIN TÚLKA NIÐURSTÖÐURNAR EINS OG HÚN GERÐI TD. Í 98.2% NEI Í ICESAVE OG NIÐURSTÖÐU HÆSTARÉTTAR Í STJÓRNARSKRÁRNEFNDARMÁLINU.

Aðrir flokkar sóttu fast að niðustaða þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB yrði bindandi, en einhverra hluta vegna vildi Baugsfylkingin EKKI AÐ ÞJÓÐIN HEFÐI SEINASTA ORÐIÐ UM INNGÖNGU EÐUR EI....!!!!!

Og hverju skyldi nú sæta...???  Traust Baugsfylkingarinnar á að hún muni samþykkja inngöngu... ???? 

Fólk er ekki fífl og mun sjá í gegn um þessi dæmigerðu óþverravinnubrögð ESB - Einangrunarsinna og Baugsfylkingarinnar - fyrr en síðar.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 15:46

5 identicon

Sumir vilja víst enn bjóða löndum sínum upp á mölétið innihalds ESB pakkans.

Það er bara sorglegt!  Mjög sorglegt.

 http://www.zerohedge.com/news/step-aside-bbc-trader-head-unicredit-securities-predicts-imminent-end-eurozone-and-global-finan

Það eru svo margir að reyna að koma vitinu fyrir smafylkingarbrjálæðingana að það hálfa væri nóg.

En þeir þurfa víst að fá flugnalyktina í nefið líka.  Mjög sorglegt.

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 15:49

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það vill svo vel til, að samkvæmt heimildum sem ég hef úr ,,innsta hring" í VG, þá er Steingrímur J. aldeilis ekki andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB.

Ég vil að gefnu tilefni taka fram, að heimildir þær sem eg vísa til, eru mjög áreiðanlegar. 

Jóhannes Ragnarsson, 28.9.2011 kl. 15:50

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Helgi Rúnar talar mikið um málefnafátækt. Gerturðu komið með einhver rök fyrir inngöngu í ESB sem halda vatni ? Bendi fólki á að fylgjast með umræðum ESB í Brussel, t.d. á YouTube eða einhverstaðar.

Það er orðið hroðalegt þegar þingmenn ESB trúa ekki sjálfir á ESB og segja það opinberlega ... dæmigerður ESB sinni er eigingjarn, sjálfselskur og er gjarna tækifærissinni.

Óskar Arnórsson, 28.9.2011 kl. 15:50

8 identicon

Helgi Rúnar ... Dáist að því sem þú og aðrir Baugsfylkingarliðar látið frá ykkur fara.  Geislar af því að þar fara einstakar vitsmunaverur sem ÆTLIÐ að hafa "VIT" fyrir okkur meirihluta þjóðarinnar sem höfum ekki ESB inngöngu - "VIT" eins og þú orðaðir það og er svo dæmigert fyrir ykkur ESB - einangrunarsinna.

Löngu ljóst að mikill meirihluti þjóðarinna hefur EKKI - ESB - "VIT" eins og þú og þínir líkir óskið, og hefur ALDREI haft það "VIT"... frekar en að láta ykkur neyða hana í að greiða ólögvarðan falsreikning Breta, Hollendinga og ESB, - ICESAVE..!!!!

En þjóðin hefur nægt vit til að sjá það augljósa að ICESAVE ofbeldið og innganga í ESB er sín hvor hliðin á sama peningnum..., enda margviðurkennt af framámönnum ESB .... !!!

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 16:02

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhannes þetta er sannarlega athyglisvert að heyra ekki að ég sé undrandi.  En syńir enn og aftur hve falskur þessi maður er og varasamur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2011 kl. 16:06

10 Smámynd: Óskar

afhverju má þjóðin bara ekki kjósa um samninginn?  Við hvað eruð þið heimsksýnarmenn hræddir?

Óskar, 28.9.2011 kl. 16:15

11 identicon

Steingrímur er ekki boðlegur.

Ekki frekar en Jón Bjarnason, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson og allt þetta hæfileikalausa fólk. 

Þá kýs ég frekar ESB. 

Karl (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 17:27

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Karl, og þú heldur að spillingin sé minni hjá ESB forkólfunum?  hvers vegyna hafa þeir þá ekki gert hreint fyrir sínum dyrum í 17 ár?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2011 kl. 17:33

13 Smámynd: Haraldur Hansson

Karl: Ef Jón, Jóhanna og Bjarni eru hæfileikalaus, hvað er þá unnið með því að láta Barroso, Berlusconi og Ashton taka við keflinu?

Þau eru enn verri og bera að auki ekkert skynbragð á íslenskt samfélag.

Haraldur Hansson, 28.9.2011 kl. 17:50

14 identicon

Ég er hjartanlega sammála Páli, að ekkert markvert verður í pakkanum, því að ESB hætti að senda slíka pakka fyrir allmörgum árum. En hvað gera stuðningsmenn ESB sér vonir um, að verði í þessum "pakka"? Hvað stendur á óskalistanum þeirra? Ef eitthvað, hefur það til þessa verið leyndarmál! Upplýst umræða, lýðræðisleg, opin og gegnsæ eða hitt þó heldur.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 18:10

15 Smámynd: Elle_

Helgi Rúnar, Óskar, kjósa um hvaða samning??  Hinn svokallaði ´samningur´ er ekki neitt nema 150 þúsund blaðsíður af sambandslögum sem við YRÐUM að taka upp.  Og hvað vill Karl þangað?

VINSTRIVAKTIN: Viðræður án aðlögunar eru eins og föt án klæða

„Lagt var upp í Brusselför Samfylkingarinnar með viljandi mistúlkun á aðildarferlinu að leiðarljósi", segir Hans Haraldsson á bloggi sínu hah2@hi.is og útskýrir ágætlega aðlögunarferlið:  „Hluti ferlisins heitir upp á ensku "accession negotiations" og létu menn sem að úr þeim hluta kæmi samningur þar sem skilyrði aðildar væru fest á blað og hægt væri að þýða og dreifa svo hægt væri að taka "upplýsta ákvörðun" í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Elle_, 28.9.2011 kl. 18:37

16 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Óskar, afhverju má þjóðin ekki kjósa um hvort að þetta innlimunarferli haldi áfram alveg eins og við hefðum átt að fá að kjósa strax í byrjun hvort að í það yrði farið? við hvað eruð þið ESB sinnar hræddir?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2011 kl. 00:13

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stutt og laggott NEI við ESB þarf ekki að ræða það neitt frekar! Lifi lýðræðið.

Sigurður Haraldsson, 29.9.2011 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband