Samfylkingin taldi sig hafa formannsstól Bjarna í hendi sér

Yfirlýsing formanns Sjálfstæðisflokksins um að afturkalla ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu breytti pólitískum valdahlutföllum í einni hendingu. Samfylkingin taldi sig vera á góðri leið með að setja saman nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Forysta Samfylkingarinnar taldi að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, yrði að komast í ríkisstjórn til að bjarga formannsstólnum á landsfundinum í haust.

Staða Bjarna sem formanns var veik eftir að hann studdi ríkisstjórnina í seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Umræða hefur verið um mótframboð gegn honum á landsfundi í nóvember. Össur Skarphéðinsson yfirplottari Samfylkingar ætlaði að nota sér veika stöðu Bjarna og bjóða upp á tveggja flokka ríkisstjórn.

Össur taldi að kok Bjarna væri nógu vítt fyrir ESB-umsóknina fyrst Icesave rann þar niður. 

Össur misreiknaði sig. Yfirlýsing Bjarna staðfesti einangrun Samfylkingarinnar í íslenskum stjórnmálum. Jafnframt er baktjaldamakk forystu Samfylkingar lýðnum ljós. Spurningin er hvernig Steingrímur J. og forysta Vinstri grænna bregst við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sammála þér. Staða Samfylkingarinnar veikist enn við þessa yfirlýsingu Bjarna.

Og alltaf þegar þú ert kominn upp við vegg, byrjarðu að lemja og sparka frá þér.

Viðbrögð Samfylkingarinnar við síðustu skoðanakönnun um stórlega minnkandi fylgi við ESB aðild sýna þetta augljóslega svo sem í hörðum árásum á samstarfsflokkinn, einkum Jón Bjarnason og Steingrím Sigfússon, og svo upprifjun á gömlum syndum Bjarna Ben.

Samfylkingin er greinilega með íslensk stjórnmál í gíslingu vegna ESB málsins og kominn tími til að losna við hana úr stjórn landsins.

Torfi Kristján Stefánsson, 16.8.2011 kl. 10:13

2 identicon

Það er þetta með ískalda hagsmunamatið.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband