Forsendubrestur fyrir umsókn Íslands

Þegar Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 var gagnrýni hagspekinga á evruna aðeins fræðilegar vangaveltur. Ríkisfjármál Grikklands hrundu sumarið 2010 og þaðan í frá hefur evru-samstarf 17 ríkja af 27 ríkjum Evrópusambandsins verið í uppnámi.

Skyndilausn á málefnum evrunnar er ekki til og allar líkur eru á að evru-kreppan vari í mörg ár. 

Evru-kreppan hefur gerbreytt Evrópusambandinu nú þegar, til dæmis með því að evrulöndin 17 hafa komið sér saman um stóraukið samstarf á sviði ríkisfjármála. Til að bjarga evrunnar þarf að gera breytingar á Lissabonsáttmálanum. Í Bretlandi er áhugi að veita meginlandsþjóðum stuðning til að breyta grunnsáttmála ESB en gegn því að sumar valdheimildir sem Brussel hefur komist aftur til Westminster. 

Óvíst er hvort evran lifir sem gjaldmiðill 17 ríkja. Ef það tekst verður það ekki án stóraukins samruna þessara ríkja.

Ísland er með liggjandi umsókn um aðild að evru-samstarfi 17 ríkja sem annað tveggja splundrast eða verður að Stór-Evrópu. 

Forsendubresturinn fyrir umsókn Íslands er sá að sambandið sem sótt var um aðild að er óðum að hverfa.


mbl.is Vilja ekki ræða efnahagsvanda evruríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að horfa á fleiri þætti en evruna og kenna henni um vanda evrópskra ríkja. Ég veit ekki betur en að ríki sem notar stórgjaldmiðilinn US Dollar sé í stórum vanda þessa dagana. Já sjálf Bandaríkin. Það er því ekki sanngjarnt að ausa skít og skömmum yfir evruna þegar ríki með aðra "stönduga" gjaldmiðla eru einnig í vanda stödd.

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 22:03

2 identicon

Páll Vilhjálmsson á launum hjá auðmönnum , sem Páll segir að kaupi embættismenn !!!

Páll Vilhjálmsson ætti að segja frá hagsmunum sínum með , auðmönnum, kvóta greifum og egendafélagi bænda ???

JR (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 23:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Hér er til umræðu efnahagsvandi evruríkja. Hann brennur á okkur sem höfum verið á móti aðild allan tímann, og talað opinskátt um sannfæringu okkar,að það er gerræði að ganga þarna inn. Við sóttum ekki um Evrukreppu,ofan í okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2011 kl. 01:08

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er lítið skjól í evrulandi...

Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2011 kl. 02:24

5 Smámynd: Sandy

 Ég hef aldrei getað skilið hvers vegna og hverra hagur það er að ganga inn í Evrópu-samstarf, frá mínum bæjardyrum séð þá hefðum við það mun betra ef við lögum til í okkar ranni og höfum síðan eðlileg viðskipti við önnur ríki. Það er t.d hlægilegt að tala um að krónan sé ónýt, í stað þess að tala um að þeir sem stjórna peningamálunum séu með ónýtar hugmyndir um hvernig best sé fyrir land og þjóð að það sé gert.

Sandy, 16.8.2011 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband