Eyjan ánægð með sýknu auðmanna

Exeter-málið, þar sem víðkunnur Baugsdómari sýknaði nokkra auðmenn af ákæru sérstaks saksóknara, fær víða umfjöllun á blogginu. Eyjan, sem Björn Ingi Hrafnsson á ásamt Pressunni með fulltingi ónefndra fjárfesta, þegir um dóminn og lætur eins og engin viðbrögð hafi orðið við þessari undarlegu sýknu.

Á hinn bóginn endursegir Eyjan varnaðarorð formanns Lögmannafélagsins um að sérstakur saksóknari fari offari að koma auðmannaskrílnum undir mannahendur.

Eyjan, sem ritstýrð er af innvígðum samfylkingarmanni Karli Th. Birgissyni, er greinilega ánægð með að auðmenn fái sýknu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eyjan er sorp.

Pressan móðgun við almenna skynsemi.

Karl (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 19:59

2 identicon

Ekki opnað Eyjuna síðan í desember og mun líklega aldrei vafra á þá síðu aftur.

Björn (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 22:12

3 identicon

Og horfi náttúrulega helst ekki á fréttir RÚV þar sem þær eru almennt séð mjög lélegar. Fréttastofa Stöðvar 2 á tíu góða spretti á móti einum hjá RÚV og Stöð 2 er heldur ekki góð fréttastofa.

Það er ekki um auðugan garð að gresja í fréttamiðlun á Íslandi. Ábendingar um góða fréttamiðla (vefur/pappír) væru vel þegnar.

Björn (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband