Umsókn Samfylkingar eitrar samfélagið

Aðildarsinnar hafa klifað á því að þótt meirihluti Íslendinga sé andvígur aðild að Evrópusambandinu vilji fólk sjá niðurstöður aðildarsamninga. Núna þegar fyrir liggur að meirihluti þjóðarinnar vill draga umsókn Íslands tilbaka er ekki lengur hægt að halda fram þeirri blekkingu að þjóðin vilji ,,kíkja í pakkann."

Umsókn Íslands nýtur aðeins stuðnings Samfylkingarinnar af þeim stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á alþingi. Engin hagsmunasamtök berjast fyrir aðild. Þjóðin er á móti aðild og vill að umsóknin verði dregin tilbaka.

Ófriðurinn í samfélaginu torveldar og tefur endurreisnina eftir hrun. Umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu er stærsta ófriðarbálið íslensks samfélags eftir hrun. Með því að draga umsóknina tilbaka er það bál slökkt.

 

 

 


mbl.is Meirihluti vill draga ESB-umsóknina til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara núna strax sem á að koma með líklega "samningsniðurstöðu" og framtíðarhorfur beint á borðið og kjósa um málið.

Þetta er slæmt mál sem tekur orku frá mikilvægari málum á erfiðum tímum.

Sem betur fer má segja að Samfylkingunni hafi ekki tekist að koma þessu óþverramáli sínu fyrr í gegn nú þegar vandi skrifræðiselítu ESB er að koma í ljós betur og betur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 13:42

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þegar stór meirihluti í skoðanakönnunum hefur sýnt það í samfleytt 10 ár að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga beri einlæga ósk í brjósti sér um að fá að kjósa undan sér lýðræðið með því að sækja um inn í Evrópusambandið, þá mætti hugsa sér að um það færi þá fram þjóðaratkvæðagreiðsla sem væri háð því að 75 prósent kjósenda samþykkti. En ekki deginum fyrr. Innganga í sambandið væri svo á ný háð því að 75 kjósenda segði já í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild. 

Þetta sem fram fer í dag  er valdnýðsla, valdarán og mafíustarfsemi. Það á skilyrðislaust að daga umsóknina til baka, samstundis! Hún er hrein svívirðing við það lýðræði sem sjálfstæðið og fullveldið færði okkur fyrir svo stuttu síðan. 

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2011 kl. 14:35

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú heitir það ekki lengur "að kíkja í pakkann".

Nú heitir það "að eftir aðild verður hér ekki þverfótað fyrir erlendum fjárfestum sem útrýma atvinnuleysinu á augabragði" með töfrasprotum sínum.

Eða svo segir utanríkisráðherrann. En hann skirrist við að segja okkur af hverju þessir töframenn eru ekki búnir að bjarga málum víðar, t.d. á Spáni og í Portúgal.

Óneitanlega laumast að manni hinar ýmsu grunsemdir.

Kolbrún Hilmars, 30.6.2011 kl. 16:15

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er enn eitt "fixið" Kolbrún. Nú á að "redda" þessu. "Klára pakkann".

Þið munið kannski eftir "fjármálamiðstöðinni Ísland"??

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2011 kl. 18:01

5 identicon

Ef Ísland gengur í ESB má líkja því við ungu laglegu stúlkuna sem fannst hún vera komin í eitthvað klandur, svo hún ákvað að fara nú að gifta sig. Lélegt sjálfsmat hennar, þekkingarleysi og dómgreindarskortur varð svo til þess að hún vanmat algjörlega sjálfa sig og giftist fyrsta lúðanum sem bað hennar.

 Framtíðin er full af ókönnuðum möguleikum. Áttavitinn stefnir til Norðurs. Þegar Norðurbandalagið rís verður framtíðin okkar.

 Andlega séð erum við frændur vestursins og Nýja Heimsins. Hingað fluttu menn líka til að losna við kóngafólk og ófrelsi. Andi Frelsisstyttunnar ríkir hér, í enn ríkara mæli en Ameríku, sem VIÐ komum fyrst með þann anda til yfirhöfuð. Við FRJÁLSIR MENN!

Við förum ekki að leggjast með gömlum rotnandi heimsveldum og kúgurum mannkynsins eftir að hafa kysst frelsisgyðjuna. Framtíðin er okkar. "Old Europe" má eiga sig. 

 Barbaranir komu til Róm og þá fór sem fór...Og nú fara Barbarnir bráðum að koma til Nýju Rómar, sem þó er löngu fallin. Helsta ástæða fátæktar í heiminum í dag, er skuldafangelsi það sem fyrrum heimsveldin halda fátækustu þjóðum heims í. Það nálgast hratt skuldadagana og þá munu þau, því miður, þurfa að borga mjög dýru verði fyrir afbrot sín. Og Þýskaland, sem auk þeirra hefur mest vald í þessu bandalagi, hefur alls ekki heldur enn borgað sína skuld...

Við erum furðu skuldlaus þjóð og munum sleppa við þessi reikningsskil, svo framarlega sem við förum ekki að leggjast upp í rúm með kúgurunum. Þeir sem vilja losna frá "Old Europe" munu síðan koma yfir til þess nýja afls sem fer brátt að rísa........og við verðum hluti af, af eðlilegum og náttúrulegum ástæðum, ekki af ótta og minnimáttarkennd. Við sem tilheyrum framtíðinni þurfum aldrei að borga fyrir skuldir þeirra sem bera mesta sök á því hvernig komið er fyrir mannkyninu. Þeir munu þurfa að koma yfir til okkar til að fá vatn, orku, auðlindir.......en munu ekki geta einfaldlega lagt okkur undir sig eins og þeir gerðu með þriðja heiminn, heldur verður um að ræða eðlileg viðskipti sem VIÐ stjórnum, öllu mannkyninu í hag.

Sú manntegund sem elskar ESB svo mikið að það er komið út fyrir mörk allrar skynsemi og þráir þetta bandalag, er hreinn og skilgetinn afkomandi Danasnobbs forfeðra sinna, sem voru að farast úr minnimáttarkennd og vildu helst eyðileggja tungumálið okkar til að gleðja nýja valdhafan, eða svo kallað "house nigger" syndrome (notað yfir "forréttinda þræla" í Suðurríkjunum", eða jafnvel Stockholms syndrome (notað yfir gyðinga í helförinni sem af minnimáttarkennd fóru að tilbiðja nazistana kvalara sína). En við erum það sem við erum, og verðum ekki Frakkar á því að drekka nógu mikið rauðvín, og einungis heimóttarlega hillbillies dreymir um slíkt. 

Frelsið er dýrmætasta eign hvers manns. Horfum til Vesturs. Við verðum eitthvað mikið meira og stærra en landið sem við fundum náði að verða. Þeir sem bíða þurfa aldrei að sjá eftir því. Bráðum gerist eitthvað nýtt...

Verum stollt og frjáls.

Viðvörun að vestan... í tæka tíð. (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 21:05

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er gert fyrir heimssýn... það er ekkert að marka þessa könnun.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.6.2011 kl. 22:16

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sleggju-dómur. Með hvelli og spreng.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2011 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband