ESB ákafi Össurar banaði stjórninni

Ríkisstjórnin er svo gott sem dauð eftir að Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hverfa úr þingflokki Vg. Ofurkapp Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að þvinga Ísland inn í Evrópusambandið varð stjórninni að aldurtila. Samfylkingin skaut langt yfir markið þegar flokkurinn gerði aðildarumsókn að forsendu fyrir ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna.

Össur og Samfylkingin létu sig engu skipta þótt molnaði jafnt og þétt undan stuðningi við aðild Íslands að Evrópusambandinu meðal almennings og andstaðan innan samstarfsflokksins hertist. Össur sást ekki fyrir þegar hann bjó til ferli framhjá ríkisstjórnarborðinu til að þiggja aðlögunarstyrki frá Brussel.

Samfylkingin stendur einangruð í íslenskum stjórnmálum með einstrengingslegan aðildarákafa. Ábyrgðin á falli ríkisstjórnarinnar hvílir á Samfylkingunni.

 


mbl.is Yfirlýsingar Össurar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vonandi að þetta verði stjórninni að falli Páll, en við verðum þó að líta til þess að stólarnir halda vel í menn. Því er hætt við að núverandi óstjórn sitji eitthvað lengur, því miður.

Þá má ekki gleima þeirri staðreynd að það eru Samfylkingarmenn í þingliðum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks. Ekki er hægt að treysta því að það fólk hlaupi ekki undir bagga með þessari stjórn, til þess eins að tryggja ESB aðlögunarferlið.

Gunnar Heiðarsson, 21.3.2011 kl. 23:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ofurkappsamur í þvingunar aðgerðum,en eins og frosin skreið,þegar konur falla í öngvit fyrir framan nefið á honum,eins og Ingibjörg Pálma, ósælla minninga.

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2011 kl. 00:04

3 identicon

Sammála Gunnari Heiðarssyni.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 00:53

4 identicon

"Fiflinu skal á foraðið etja !,stendur einshversstaðar   og Össur ekkert annað en svolitið montinn  og þægur snúningastrákur Jóhönnu  .Kanski með loforð að fá gull og góðann stól þegar hún hætti ????  En bæði eiga þau Össur og Jóhanna að svara fyrir þetta mál  Ekki siður JÓHANNA !!

ransý (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 01:12

5 identicon

Forgangsmáti Össurar og félaga er ansi skrítinn.  Í stað þess að sameina þjóðina eftir hrun, er hið gagnstæða valið.  Heldur Össur að það sameini þjóðina að sækja um ESB aðild til að þjóna útrásargosum,   varla.   Sem betur fer, styttist alltaf í næstu alþingiskostningar með hverjum degi sem líður.  Þá er lag að fækka þeim sem ganga erinda glæpamanna inn á þingi.

þór (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband