Stjórnmálaflokkur með sómakennd

Lilja og Atli mynda tveggja manna þingflokk sem gæti stækkað um þrjá til fjóra með skömmum fyrirvara. Á meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gerir hvert axarskaftið á fætur öðru eykst eftirspurnin eftir stjórnmálaumræðu á öðrum forsendum en gamalkunnu valdaþjarki.

Í næstu kosningum stendur forysta Vinstri grænna frammi fyrir því verkefni að útskýra fyrir fólki hvaða málefni flokkurinn ætlar að svíkja að kosningum loknum. Handónýt vígstaða Vg verður bæði þingmönnum og trúnaðarmönnum Vg hvatning til að leita á ný mið.

Fyrsta vinstristjórn lýðveldisins staðfesti grundvallarklofning vinstriflokkanna. Yfirbreiðslan undir vörumerkinu ,,norræn velferðarstjórn" hélt hvorki veðrum né vindum. 

Vinstri og hægri merkimiðar á íslenskum stjórnmálaflokkum er arfleifð frá síðustu öld. Við þurfum stjórnmálaflokk með sómakennd.


mbl.is Nýir nefndarmenn í stað Lilju og Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Páll, er þér ekki ljóst að vinstrihreyfing á Íslandi hefur alltaf verið klofin, eiginlega margklofin. Draumur vinstrimanna hefur alltaf lotið að því að geta sameinast. Það hefur jafnan reynst tálsýn, vegna þess að upphlaupslýður og pólitískir draumóramenn munu aldrei geta stjórnað til lengri tíma litið, þótt þeir geti náð skammtímaárangri vegna lýðskrumseðlis síns. Skýrasta dæmið af þessu tagi hin síðari ár er árangur Besta flokksins, sem svo kallar sig. Hann er þó aðeins samansafn af fíflum og draumóramönnum, sem eru smátt og smátt að sýna sig sem algera pólitíska idjóta og framlengingu á vinstraruglinu í samfélagi okkar.

Lilja og Atli eru upphlaupsfólk og lýðskrumarar og núna bíður maður bara eftir klofningi í Samfylkingunni. Hann getur ekki verið langt undan.

Þeir stjórnmálaflokkar, sem staðist hafa tímans tönn eru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Það er rangt hjá þér Páll að vistri og hægri séu ónothæfir merkimiðar frá síðustu öld, einhvers konar arfleifð, eins og þú orðar það. Ég hef til dæmis alltaf litið á Sjálfstæðisflokkinn sem flokk með sómakennd og það er satt best að segja meira en vinstriflokkarnir geta státað af.

Íslenskir vinstriflokkar eru eiginlega hálfgerður heimsósómi. 

Gústaf Níelsson, 21.3.2011 kl. 21:29

2 identicon

Já, gaman af því !  Gústaf vill bara viðhalda gamla kerfinu.

En ég er eiginlega sammála því að hægri og vinstri sé úrelt fyrirbæri, en það hefur sýnt sig að það er ekki að fara að gerast.  Sjáið bara Besta.  Hann bauð sig fram í nafni "nýrrar" pólitíkur og virðist algjörlega detta í gamla gírinn.  Honum hefur gjörsamlega mistekist ætlunarverk sitt og er ég sammála Gústaf með það.  Og alltaf munu flokkar vera flokkaðir til hægri eða vinstri (eða jafnvel bæði, t.d. Framsókn og Samfylking) þó þeir fari fram sem ópólitískur flokkur.  Því er greinilega ekki hægt fyrir flokka sem fara í framboð að segja að þeir séu ópólitískir.  Flestir ef ekki allir flokkar sem bjóða sig fram gera það með sómakennd, a.m.k. að eigin mati.  En alltaf munu einhverjir vera ósammála því svo það er algjörlega pólitískt mat hvers og eins hvort flokkur sé sómakær.  Út frá þessu öllu sjáum við að "ný" pólitík, þ.e. ekki þessi hefðbundna hægri-vinstri flokkapólitík, virðist ekki ætla að geta gengið upp hér á landi, a.m.k ekki næstu árin, í þeirri mynd sem hún er sett fram.  Alltaf munu einhverjir vilja breytingar og alltaf einhverjir berjast á móti þeim.

Skúli (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 01:28

3 identicon

Það er enginn munur á hægri eða vinstri í praxís. Björg Eva skrifar um stærsta ránið á Smugunni. Kemst að raun um að náttúran sé verðmætasti ránsfengurinn. Hvað varð um rannsókn á einkavæðingu orkugeirans sem Svandís og Katrín lofuðu fyrir löngu? Hefur Björg Eva kallað eftir henni?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 09:06

4 identicon

Nei, það hefur hún ekki gert. Hún hefur hins vegar skrúfað fyrir athugasemdir til að aðrir geti ekki kallað eftir rannsókn. Svo situr hún við og skrifar siðferðilega pistla. Maður gæti ælt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 09:19

5 identicon

Ég mun kjósa Lilju Mósesdóttir, og Liljan hreina og hvíta, dóttir Móses mun leiða Íslendinga út úr eyðimörk meðalmennsku og hræsni í pólítík, með samvisku sína að leiðarljósi til fyrirheitna landsins NÝJA ÍSLANDS. Við beygjum okkur aldrei undir vald hinna erlendu kúgara. Við sýnum seiglu eins og hebrear, og yfirgefum þrældóminn með gull og gersemar í fanginu eins og á dögum Móses

Spámaður (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband