Getum-ekki-stjórnmál

Japanskeisari flutti í morgun ávarp til þjóðar sinnar og talaði í hana kjarkinn eftir náttúruhamfarirnar. Í síðustu viku hvatti forsætisráðherra Grikkja til þjóðarsamstöðu vegna efnahagskreppunnar. Obama Bandaríkjaforseti notaði tækifærið þegar þingmanni var sýnt banatilræði að undirstrika mikilvægi samstöðu og samhygðar í samfélaginu.

Í útlöndum tala stjórnmálamenn til þjóða sinna, brýna þær og hvetja til dáða andspænis erfiðleikum. Forystufólk í ríkisstjórn Íslands tala niður þjóðarhagsmuni og kveikir ófriðarbál þegar færi gefst. Viðskiptaráðherra úthúðar gjaldmiðli landsins við hvert tækifæri. Forsætisráðherra grefur undan stjórnskipun landsins með því að sniðganga Hæstarétt og búa til stjórnlagaráð úr ógiltu stjórnlagaþingi. Forsætisráðherra leggur ítrekað til atlögu við grunnatvinnuveg landsins og hefur í frammi hótanir gegn landsbyggðinni. Neikvæðni og niðurrif eru ær og kýr stjórnarinnar.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. stundar getum-ekki-stjórnmál. Við getum ekki staðið upp í hárinu á Bretum og Hollendingum og þess vegna eigum við að borga Icesave-reikninginn. Við getum ekki rekið hér fullvalda lýðveldi á eigin forsendum heldur sækjum við um aðild að Evrópusambandinu á hnjánum.

Engin endurreisn verður meðan að völdum situr getum-ekki-stjórnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er enn látið heita, að ekki hafi verið tekin ákvörðun um opinbera kynningu á Icesave. Sem er varla satt, þegar samninganefndin, Seðlabankinn, Ríkisútvarpið, viðskiptabankarnir og sjálfsagt fleiri opinberir og hálfopinberir aðilar agitera allir fyrir "getum-ekki-pólitík" stjórnarinnar í þessu máli. Allar líkur hníga að því, að tekin hafi verið ákvörðun um að hafna óhlutdrægri kynningu og neyta allra bragða til að afvegaleiða almenning. Ekki fínt en ekki óvænt úr þeirri átt.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 12:24

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

              
                           
Við getum virkjað neikvæðni --  NEI,NEI,NEI.

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2011 kl. 12:54

3 identicon

Ísland er land þar sem meðalmennsku og ófaglegum vinnubrögðum er hampað. Ekki vera hissa þegar "leiðtogar" okkar ná ekki einu sinni að rísa upp í meðalmennskuna!

Hannes (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband