Óhugsandi að ríkisstjórnin haldi áfram

Jóhanna Sig. og Steingrímur J. naga neglurnar upp í kviku á meðan þau bíða eftir niðurstöðu forsetans í Icesave-málinu. Sumir stuðningsmenn skötuhjúanna rífast og skammast vegna urndirskriftarsöfnunar fyrir þjóðaratvæði um Icesave, á meðan aðrir sjá glitta í rökréttar afleiðingar af stjórnsýslu Samfylkingar og Vinstri grænna undanfarin misseri.

Ríkisstjórnin var sett saman á skrítnum tíma í íslenskri sögu, rétt eftir hrun þar sem móðurflokkur íslenskra stjórnmála, Sjálfstæðisflokkurinn, galt afhroð. Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki vopnum sínum í bráð ef nokkurn tíma á ný.

Alþingi er rúið trausti og krafan um að þingkosningar hreinsi loftið verður háværari. Stjórnin fellur sama hvort Ólafur Ragnar staðfestir Icesave eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi, ég veit það ekki.

Stjórnin hefur einu sinni lent í að missa eitt af sínum höfuðmálum í þjóðaratkvæði og var gerð afturreka með 98% atkvæða.

Öðru höfuðmáli, stjórnlagaþinginu, ruddi hún í framkvæmd af meira kappi en forsjá og endaði aftur á byrjunarreit vegna klúðurslegrar framkvæmdar. Hún er líklega eina stjórnin í rótgrónu lýðræðisríki sem hefur tekist að klúðra almennum kosningum svo þær urðu ógildar.

Í kvótamálunum er hún endalaust að vandræðast og virðist ekki ætla að ná almennilegu frumkvæði.

Það skortir verulega á að mörg af megin stefnumálum hennar njóti sterks fylgis og kannanir sýna að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og almennings eru næstum andstæður.

Samkvæmt öllum venjulegum viðmiðum ætti hún að vera löngu dauð en hún tórir samt - a.m.k í einhverjum skilningi. Maður er eiginlega farinn að hallast að því að hún verði lifandi dauð út kjörtímabilið.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 21:09

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Páll, það er rétt að ríkisstjórn núverandi var stofnuð á skrýtnum tímum hrunsins, en það var líka hrunið sem orsakaði að ömurlegustu "félagastamtök" gnarrsinna komust til valda.

Þegar að upp er staðið er það skrýtið að við lögðum upp með að fá betri stjórn landsmála eftir hrun, en  við fengum Jóhönnu og Steingrím í landsstjórn og gnarrinn í borgina, hvað fór úrskeiðis????

Guðmundur Júlíusson, 19.2.2011 kl. 21:16

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Ekkert betra í boði, Guðmundur.

Aðalsteinn Agnarsson, 19.2.2011 kl. 21:30

4 identicon

Nú ætti forsetin að slá tvær stórar flugur í EINU höggi.:Nei Icesave,og ríkisstjórnin hrökklist frá (ég kaus hana!) og hann skipi þá utanþingsstjórn og þá LOKSINS myndi fara að myndast jafnvægi hjá þjóðinni. (ég mun ætíð sjá eftir því að hafa kosið þessa stjórn.)

n (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 21:49

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Heldurðu Páll, að Ólafur Ragnar Grímsson svíki barnið, sem hann hélt undir skírn?

Gústaf Níelsson, 19.2.2011 kl. 23:06

6 identicon

Vonandi gerir hann sér grein fyrir hvað mun óhjákvæmilega gerast ef hann skrifar undir?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 00:53

7 identicon

Engin íslensk rikisstjórn hefur gert jafn mörg, stór axarsköft og þessi sem nú situr, og nægir að nefna hrylinginn sem kallast Icesve-samingur og fyrirbærið sem enn kallast Stjórnlagaþing. Þessi ákveðnu axarsköft hefðu nægt til að reka heim hverja einustu ríkisstjórn í vestrænu lýðræðisríki. En ekki á Íslandi. Ástæðan er tvíþætt: alltof margir „vinstri“ menn samþykkja gjörðir stjórnarinnar af blindu hatri á annað hvort Davíð Oddssyni eða Sjálfsstæðisflokknum sjálfum og hins vegar vegna þess að áhrifavaldar í skoðanamyndun styðja stjórnina. Nægir þar að nefna háskólasamfélagið (fastagestir í ríkisfjölmiðlum), stjórnmálaskoðanir fjölmiðlamanna, að ekki sé minnst á blogsamfélagið og fyrirbærið Facebook, þar sem „frægir“ leggja línuna og hjörðin fylgir eins og saklaus lömb til slátrunar.

Helgi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 01:06

8 identicon

Það er markmiðið hjá spunatrúðum stjórnvalda að vera alltaf skrefinu á eftir. Alltaf of sein. Ekki hefur heyrst múkk í Jóni Þórissyni og leikflokki hans. Vinstri grænu mýsnar þegja og maula sitt.

http://www.dv.is/blogg/hloduveggur/2011/2/20/undirskriftasofnun-eftir-ad-forseti-stadfestir-icesave/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband