ESB-fjárstuðningur við Samfylkinguna

Samfylkingin er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem vill aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þegar Evrópusambandið efnir til kynningarherferðar til að vinna málstað Samfylkingarinnar fylgi er það  fjármögnun erlends aðila á íslenskri stjórnmálastarfsemi.

Frumvarp sem lagt var fyrir alþingi árið 1978 var með greinargerð þar sem sagði eftirfarandi

Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp, sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér. Skiptir hér ekki máli að dómi flutningsmanna þótt gjafafé þetta sé sótt til Norðurlanda. Þarf ekki að rökstyðja það álit í greinargerð því alls ekki verður við það unað, að neinir erlendir aðilar fái að gera út stjórnmálaflokka á Íslandi.

Forveri Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn, var tilefni til frumvarps til laga um að banna stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálastarfsemi. Alþýðuflokksmenn vildu meira að segja taka þátt í að reisa skorður við erlendri íhlutun í stjórnmálaumræðu og Sighvatur Björgvinsson þingmaður flokksins og síðar formaður gerði breytingartillögu sem hnykkti á andstöðu við erlenda íhlutun.

Frumvarpið varð að lögum vorið 1978. Össur Skarphéðinsson virðist ekki þekkja til laganna og hefur hann þó heilt ráðuneyti að sinna gæluverkefnum flokksins.

Kannski að ríkisstjórnin leggi fram lagafrumvarp sem leyfi fjárstuðning við Samfylkinguna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Æran er ekkert að vefjast fyrir honum.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2011 kl. 15:18

2 identicon

Samspillingin er hafin yfir lög og Íslendingar eiga aðsætta sig við það.

jon (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 15:46

3 identicon

Þetta eru ljótu hálfvitarnir.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 16:46

4 identicon

Það þarf að fara að lögum og stöðva þessa freklegu íhlutun ESB apparatsins í íslensk innanríkismál með ólöglegum áróðri og fjáraustri á fjölmiðla, fjölmiðlamenn og stjórnmálaflokka og samtök sem berjast fyrir innlimun lands okkar í ESB helsið.

Það þarf að virkja her lögfræðinga og krefjast opinberrar rannsóknar á þessari ólöglegu áróðursstarfssemi hér á landi !

Nú er mál að linni.

Hvar er hinn stjórnarflokkurinn núna VG, ætla þeir enn og aftur að láta Samfylkinguna valta yfir sig í þessu máli.

Ég á ekki orð yfir formanni VG hvað varð af þessum annars ágæta stjórnmálamanni sem þjóðin hafði traust á.

Búinn að láta Samfylkinguna ríja sig trausti og flá sig og flokkinn hans inn að beini.

Er nema von að umdan svíði hjá þeim sem studdu VG í síðustu kosningum og héldu að með því væru þeir að sporna við því að farið yrði í ESB umsókn !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 18:55

5 identicon

Er nokkuð annað að gera en að kæra sendiráðið fyrir lögbrot þegar þar að kemur? Draga Timo fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur?

Baldur (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 20:12

6 identicon

Evrópusambandið er langstærsti auglýsandi veraldar hvað varðar fjármagn sem sett er í slíkt.  Coca Cola eru næstir en munar verulega á.  Alli þekkja hversu fyrirferðamiklir Coca Cola eru hér sem úti um allan heim hvað sýnileika varðar.  Sýnileiki Evrópusambandsins er ekki eins augljós. 

Hvert skyldu allir peningarnir þá renna?

Af Evrópuvaktin.is.:

Nú grípa ESB-sinnar til auglýsinga til að sannfæra fólk!

19. febrúar 2011

"Það segir töluverða sögu um sambandsleysi aðildarsinna að ESB við grasrótina í íslenzku þjóðfélagi að þeir halda að yfirborðslegar auglýsingar séu aðferðin til þess að sannfæra fólk um að Íslandi eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Að auglýsingar af fallegu fólki með loforðum um gull og græna skóga dugi til þess að keyra Ísland inn í ESB!

Þetta er „eitthvað 2007“ eins og unga fólkið mundi segja.

Auglýsingar geta ekki komið í staðinn fyrir rökræður.

Auglýsingar eru ekki hluti af málefnalegum umræðum.

Auglýsingar eru aðferð peninganna að ná til fólks.

Þess vegna segir auglýsingaherferð hinna nýju Evrópusamtaka allt sem segja þarf um þau samtök.

Þeir sem fyrir þeim standa hafa greinilega ekkert lært af Hruninu".

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband