Jón Ásgeir og Landsbankinn

Þegar það liggur fyrir að Arion-banki þarf að afskrifa 35 til 40 milljarða króna vegna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verður spurningin æ áleitnari hver vegna Landsbanki Íslandi hleður undir fjölmiðlarekstur Jóns Ásgeirs. Landsbankinn er í ímyndunarherferð og ætlar sér að vera þjóðarbanki.

Þjóðarbankar geta þær fjármálastofnanir ekki orðið sem láta verst þokkuðu útrásarauðmennina fá þjónustu eins og þeir væru prýðisgóðir pappírar.

Jón Ásgeir og handfylli annarra útrásarauðmanna eiga ekki að fá neina fyrirgreiðslu í bankakerfinu sem var endurreist fyrir almannafé eftir að auðmennirnir lögðu fjármálakerfið í rúst haustið 2008.


mbl.is 35-40 milljarða afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mbl | 16.11.2009

Munu ekki þurfa að afskrifa neitt

"Jóhannes Jónsson í Bónus sagði í Kastljósi Sjónvarpsins, að Nýja Kaupþing þurfi ekki að afskrifa neinar skuldir 1998 ehf., móðurfélags Haga."

"Við ætlum okkur að ganga til samninga við bankann með það að leiðarljósi, að við ætlumst ekki til að hann afskrifi krónu. Við ætlum að borga allar okkar skuldir á ákveðinn hátt með nýju fjármagni."

"Sigmar Guðmundsson, sem ræddi við Jóhannes í Kastljósinu, sagði að nefndar hefðu verið tölur um nærri 70 milljarða króna skuldir 1998 og Haga, þ.e. 48 milljarða króna skuld 1998 og 20 milljarða króna skuld Haga. Jóhannes sagði að þessar tölur væru í engu samræmi við raunveruleikann. Hann sagðist hins vegar ekki geta upplýst hverjar skuldirnar eru."

"Jóhannes sagði, að Hagar væri í góðum rekstri og gæti plumað sig ágætlega og jafnframt staðið undir ákveðinni skuldastöðu 1998. Sagði hann, að þeir erlendu aðilar, sem rætt væri við, vildu að Jóhannes og fjölskylda hans stjórnuðu fyrirtækinu áfram. Hann sagði aðspurður, að ekki þyrfti að hækka vöruverð til að standa undir skuldum félaganna heldur að reka Haga jafn vel og gert hafi verið til þessa."

Hrafn, náðuð þið þessu á Baugsvaktinni...???? (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 14:28

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Tel víst að þjóðin sé farin að skilja að maturinn í Bónus var dýrasti matur í veraldarsögunni. Aldrei hefur nokkur þjóð þurft að borga aðrar eins upphæðir eins og fyrir matinn í Bónus. Eigendurnir sendu þjóðinni bakreikning.

Svo trúa sumir að Fréttablaðið sé ókeypis -það blað kostar okkur líka miljarða og hugsanlega sjálfstæði okkar sem þjóð.

Óskandi að öll þjóðin fari að vakna upp, hugsa og þora sjá hvað er að gerast í kringum okkur.

Anna Björg Hjartardóttir, 12.2.2011 kl. 16:46

3 identicon

Svo sannarlega satt sem Anna segir  ....Ennnn , þAÐ ER ANNAÐ OG MEIRA SEM HANGIR Á SPYTUNNI  og það vil að þjóðin fái að vita ...Núna  !!!

ransý (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband