Viðskiptaráð fellur á dollaraprófinu

Röksemdin að Ísland sé of lítið efnahagskerfi til að standa undir eigin mynt og rökin að Ísland búi að þannig stjórnmálastétt  að henni sé ekki treystandi fyrir gjaldmiðli geta aðeins leitt til þeirrar niðurstöðu að Ísland eigi að taka upp einu alþjóðalega viðurkenndu myntina, dollar.

Viðskiptaráð birtir undarlega könnun sem virðist hafa það eitt að markmiði að grafa undan krónunni. Könnunin er hönnuð til að láta krónuna standa gegn allri heimsins mynt því ekki er spurt um hvaða gjaldmiðil aðilar Viðskiptaráðs vilja í stað krónu.

Viðskiptaráð er með nýlega sögu um meðvirkni við þjófótta útrásarauðmenn og ætti ekki að eyðileggja meira fyrir sér með því að grugga umræðuna. Drullumallið er nóg samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög skemmtileg mótsögn í þessu.

 Viðskiptaráð er hlynnt því að Alþingi staðfesti nýjasta Icesave-samning.

Forsenda þess að Seðlabankinn telur að kostnaður ríkisins vegna nýs samnings muni "einungis" vera kringum 60 milljarðar er að krónana muni styrkjast og að sama skapi vera ákaflega stöðug fram til ársins 2016.

Sem sagt: Megin forsendan er sú að krónan verði einn stöðugasti gjaldmiðill Vesturlanda í því fyrirsjáanlega öldurróti sem er framundan á fjármálamörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum.

 Taka verður fram að þessar forsendur Seðlabankans voru kynntar fjárlaganefnd vegna samningsins.

Þeir hinir sömu og telja að krónan sé ónýt eru hinsvegar reiðubúnir til þess að fallast á að hún verði ákaflega stöðug fram til ársins 2016 og þar af leiðandi sé rétt að gangast undir Icesave.

 Þetta er svo mikil della að manni verður orða vant.

Haraldur (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband