Össur dýpkar holuna

Össuri Skarphéðinssyni má alltaf treysta til að gera illt verra, hann er þannig stjórnmálamaður. Með því að setja fram tvö skilyrði fyrir því að þingmenn teljist til stjórnarmeirihlutans, verja stjórnina vantrausti og samþykkja fjárlagafrumvarp, er Össur nánast að útiloka að þrír þingmenn Vg komi aftur til liðs við ríkisstjórnina.

Össur setur allan þingflokk Vinstri grænna í óþolandi stöðu með því að draga dár að þeim þingmönnum Vg sem greiddu atkvæði gegn yfirlýstir stefnu flokksins og eigin sannfæringu 16. júlí 2009 um að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Jóhanna, Össur og Steingrímur J. hömuðust á þingmönnum Vg að svíkja kjósendur sína og sannfæringu því annars væri úti um stjórnarsamstarfið.

Hálfu öðru ári eftir svikin 16. júlí 2009 kemur Össur og segir að það hafi aðeins verið blaður að stjórnarslit vofðu yfir. Aðeins vantrausttillaga og fjárlög setji raunverulegan mælikvarða á stöðu stjórnarþingmanna.

 


mbl.is Þurfa að uppfylla tvö skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Alltaf er hann sami orðhákurinn hann Össur. Hvað er hann að vilja upp á dekk með skilyrði fyrir stjórnarþátttöku? Hann segir bara það sem honum sjálfum hentar hverju sinni enda algjör flautaþyrill. Það getur vel verið að hann viti eitthvað um kynlíf laxfiska en hann hefur ekki hundsvit á eðlilegum vinnubrögðum í stjórnmálum, svo mikið er víst.

corvus corax, 17.12.2010 kl. 13:53

2 identicon

Svo framlega sem VG styður ESB og Icesave er samfylkingin "ánægð"

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Elle_

Las fyrirsögnina fyrst sem ÖSSUR DÝRKAR HOLUNA.  Munar 1 staf, en ætli hann kannski bæði dýpki og dýrki holuna??!

Elle_, 17.12.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband