Mölbrotin ríkisstjórn og Framsókn

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, segir ríkisstjórnina aðeins hafa 32 þingmenn á bakvið sig eftir hjásetu þriggja þingmanna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins. Þórunn oftelur stuðning við ríkisstjórnina í þingliði Vg. Auk Atla, Lilju og Ásmundar Daða eru Guðfríður Lilja, Jón Bjarnason og Ögmundur ekki ánægð með framferði formannsins sem lítur á sig sem upphaf og endi Vg.

Hugmyndir um að Framsóknarflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina skjóta upp kollinum vegna þess að í reynd er stjórnin í minnihluta á þingi. Ólíklegt er að Framsóknarflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina þar sem hallærisbragurinn myndi síst minnka og óvinsældir ríkisstjórnarinnar klessast við Framsóknarflokkinn.

Líkur á kosningum í vor hafa snaraukist.

 


mbl.is „Innan múra valdsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kosningar!! Ekkert annað er í boði!!

Gunnar Heiðarsson, 17.12.2010 kl. 11:51

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Hver einasti flokkur sem fer í ríkisstjórn með hrollvekjuflokki Jóhönnu, eyðileggst.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 17.12.2010 kl. 12:22

3 Smámynd: Elle_

Ofanvert comment (12:22) var algerlega mitt, ekki félagsins.

Elle_, 17.12.2010 kl. 12:27

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Gerum Sigmund Davíð að forsætisráðherra þannig hafa það sem kallað er vinstristjórnir verið samansettar þar til þessi kom Framsókn leiði kettina saman það þarf öfga laust fólk til að halda öfgum í skefjum Þá mundu þau hverfa bæði Jóhanna og Steingrímur.

Ráðherrarnir yrðu Ögmundur Lilja Móses Sigmundur Eygló Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Guðbjartur Hannesson þetta yrði góð stjórn með fólki sem ekki var á þingi fyrir hrun að undaskyldum ögmundi 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 17.12.2010 kl. 13:27

5 Smámynd: Elle_

Jón, nei, við viljum ekki ICESAVE jarðýturnar, Guðbjart og Sigríði neinsstaðar, burt með þau úr stjórnmálum.  Né neina aðra úr flokki Jóhönnu. 

Elle_, 17.12.2010 kl. 14:27

6 identicon

Nei Guðbjartur er aumur já maður Jóhönnu Sigurðar.Eygló Harðar er eini Framsóknarmaðurinn sem finst í Vestmanneyjum og er afar óvinsæl þar eins og Árni Jonsen.

Vilhjálmur Stefánsson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband