Forsetinn hunsar ESB-umsóknina

Forseti Íslands getur ekki staðið opinberlega í orðaskaki við ríkisstjórn Íslands. Þegar ekki er um bein inngrip að ræða í stjórnkerfið, eins og að synja lögum staðfestingar, verður forsetinn að tjá sig af varkárni. Þegar tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sendu inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu án þess að fá undirritun forseta, eins og stjórnarskráin kveður á um, var fátt um varnir hjá forsetaembættinu.

Forseti Íslands gat ekki opinberlega efnt til deilna við ríkisstjórnina. Ólafur Ragnar Grímsson forseti ákvað þess í stað að hunsa umsóknina sem þau Jóhanna og Össur sendu í trássi við stjórnarskrána.

Hvorki við þingsetningu 1. október 2009 né við þingsetningu í haust minntist Ólafur Ragnar einu orði á umsókn samfylkingarhluta ríkisstjórnar Íslands.

Þögn forseta um umsóknina sýnir hvaða álit hann hefur á verknaði þeirra Jóhönnu og Össurar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski hann fallist á þetta, enda ekki ólíklegt samkvæmt pólitískum bakgrunni. Honum hugnast vafalaust hliðstæðurnar við sovétið. Hver veit?

Á hinn bóginn er kannski búið að biðja hann um að hafa sig hægan og rugga ekki bátnum. Eitthvað sem hann ályktar rétt í núverandi stöðu. 

Ég held að fréttamenn ættu að spyrja hann beint um þetta. Þeir eru sannarlega ekki að standa sig í stykkinu svona gegnumsneytt, þar sem þeir eru önnum kafnir við að skrifa spunafréttir eftir pöntun að ofan.  Hlutlausri og efnislegri ummfjöllun hefur jú verið útrýmt hér fyrir nokkuð löngu síðan, ef þú hefur ekki tekið eftir því.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 18:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er annars athyglivert að skoða hvernig meirihluti fékkst fyrir þessari bjarmalandsför. Birgitta og Þór vöktuathygli á því á meðan á gerningnum stóð og nú er að koma í ljós að það er rétt. Þingmenn og ráðherrar lágu undir hótunum um embttismissi eins og ljóst er með landbúnaðarráðherra.

Þetta var keyrt í gegn með ofbeldi og hótunum og ef eitthvað þarf rannsóknar við á þinginu, þá er það aðdragandi og framkvæmd þessa gernings frá A-Ö.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband