90 prósent Sterkara Ísland

Formaður félags aðildarsinna á Íslandi, Sterkara Íslands, heitir Jón Steindór Valdimarsson. Í Kastljósþætti fimmtudaginn síðastliðinn 21. október fullyrti Jón Steindór að 90 prósent af lögum og reglugerðum sem Ísland þarf að taka upp í aðlögunarferlinu að Evrópusambandinu bæti stjórnsýsluna hér heima.

Í samantekt sem Evrópusambandið gaf út um aðlögunarferli segir berum orðum að umsóknarþjóðir eigi að taka upp 90 þúsund blaðsíður af regluverki.

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur).

Samheitið ,,acquis" er notað um regluverk ESB. Jón Steindór telur 90 prósent af 90 þúsund blaðsíðna regluverki ESB bæta íslenska stjórnsýslu.

Líklega er þess skammt að bíða að Jón Steindór upplýsi um þær rúmu 80 þúsund blaðsíður af lögum og reglum ESB er bæti íslenska stjórnsýslu. Leiðarstef Sterkara Íslands er að beita staðreyndum og forðast gífuryrði.

Koma svo Jón Steindór.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Furðulegt að svona margir gangi út frá því að ESB-stjórnsýsla (sem er ekki til) sé betri en stjórnsýslan er á Íslandi. 

Í 25 ár hef ég búið undir þessu ESB stjórnsýslu fargangi og tek þá Íslensku fram yfir hana á hvaða dag sem væri. Þótt eitthvað standi á pappír þýðir það ekki að það sé svoleiðis í raunveruleikanum.

Regluverk Sovétríkjanna leit vel út á pappír. En allir vita hvernig raunveruleikinn var þar.

Hvernig getur staðið á því að á meðan Íslendingar eru á Íslandi þá halda þeir svo oft að allt sé betra í útlöndum. Þetta er fötlun sem háir mennum eins og Jóni Steindór sem froðufellir af ESB-frekju í hvert sinn sem myndavél nálgast hann. Brussel heilkennið nú þegar?

Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband