Steingrímur J. leikur fábjána

Steingrímur J. Sigfússon leikur sig fábjána þegar hann segir Vg á móti inngöngu en málefnaleg rök þurfi til að slíta aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu. Fábjánaleikur formanns Vg gengur út á að halda ríkisstjórnarsamstarfi Vg og Samfylkingar áfram þótt annar flokkurinn, þ.e. Vg sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið, en hinn flokkurinn byggir sjálfa tilveru sína á væntanlegri ESB-aðild.

Steingrímur J. ætti að vera of greindur til að fara í trúðshlutverk þótt ráðherrastóll sé í húfi. Hann er enn ungur maður en þvættingur um að málefnaleg rök skorti til að draga tilbaka umsókn að Evrópusambandinu eykur ekki líkur á geðþekkri pólitískri minningargrein.

Valdagræðgi blindar dómgreind formanns Vg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Hugsjónamaðurin Steingrímur er horfinn.

Valdagírugur hentistefnumaður hefur tekið sér í honum bólfestu.

 Steingrímur er þórbergsískur umskiptingur.

Maður sem í blindum hroka sér færi á að ná sér niðri á þeim sem hann hatar í stað þess að vinna að hagsmunum heildarinnar.

Dómur sögunnar yfir Steingrími verður harður.

Blindaður af hatri og hroka mun hann hrökklast frá vöædum og fyrrum aðdáendur hans og stuðningsmenn munu minnast hans fyrir svikin ein.

Hörmulegt í meira lagi.

Karl (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 18:47

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svisslendingar hættu við sína umsókn í byrjun 10. áratugar síðustu aldar einfaldlega vegna þess að ljóst þótti að þjóðin vildi ekki inn. Síðan var haldið þjóðaratkvæði 2001 um það hvort taka ætti málið upp aftur en það var kolfellt. Það er s.s. fordæmi fyrir því bæði að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka og einnig að halda þjóðaratkvæði um umsókn. Þ.e. ef fólk telur sig þurfa slíkt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 23.10.2010 kl. 18:59

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og síðan mætti benda fólki á að lesa ræðu Steingríms frá 2005 um aðildarumsókn á bloggsíðu þinni Hjörtur.

Er ekki bara svo komið í íslenskum stjórnmálum að Jón Gnarr beri af sem alvörumaður í pólitík?

Hann lofaði heimsku og stóð við orð sín með miklum sóma.

Árni Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 20:53

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann þarf nú ekki mikið að LEIKA.................................

Jóhann Elíasson, 23.10.2010 kl. 21:18

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað leiðir SJS þetta upphlaup heimssýnar bara hjá sér.  SJS er skynsamur maður og tell you what?  Þetta er gott á ykkur!  Enn eitt gönuhlaup heimssýnar sem snýr nú heim í kofann með öngulinn í rasssinum - og ég hlæ hahahaha.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.10.2010 kl. 21:36

6 identicon

Meirihluti alþingis samþykkti aðildarviðræður, það er staða málsins.  Að loknum samningum mun þjóðin kveða upp sinn dóm. Hin talibanaísku rök um að ekki sé neitt um það að finna hvorki í ritningunni né sé vilji þjóðarinnar halda bara ekki. Menn geta endalaust fundið dæmi bæði hjá Norðmönnum og Svissurum það breytir bara ekki þessari staðreynd sem fékkst með fulltingi VG á þingi.

Ófeigur Jónsson

Ófeigur Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 21:50

7 identicon

Sæll.

Er öllum sama um þá fjármuni sem munu fara í þessar aðildarviðræður? Væri ekki nær að nota þetta fé í eitthvað sem gagnast okkur, t.d. heilbrigðiskerfi? Svo verður einhver að benda Sf á að allt er í steik í Evrópu, hagur okkar versnar bara við að fara þar inn enda margir í ýmsum löndum Evrópu sem vilja út úr þessu skrímsli.

Helgi (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 22:24

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sammála......Steingrími. Það þarf málefnaleg rök til að hætta við aðildarumsóknina. Það stjórnar enginn fjármálaráðuneytia á okkar tímum án þess að skilja hvílík afglöp það eru að hætta við umsóknina og þagga niður umræðu sem er komi á fullt. Það gera bara hrunpostular og kommúnistar.

Gísli Ingvarsson, 23.10.2010 kl. 22:36

9 identicon

Heill og sæll Páll; sem gestir þínir aðrir !

Ómar Bjarki og Gísli Ingvarsson !

Þið; sem biðjið svo ósjaldan, um málefnaleg rök, gegn ESB, skuluð fá þau, hér með :

1. Evrópusambandið; er attaníossi Bandarísku heimsvaldasinnanna, í stríðs brölti þeirra og NATÓ, um veröldu víða -auk; fyrirhugaðra hernaðar aðgerða þeirra, í Persíu (Íran) og Norður Kóreu, einnig.

2. Evrópusambandið; skortir allmjög náttúru auðlindir, til þess að blóð mjólka - þar; sem þeirra eigin, eru löngu upp urnar.

3. Evrópusambandið; reynir af öllum mætti, að knésetja bæðra þjóðir okkar,, Grænlendinga og Færeyinga, með alls lags yfirgangi, s.s. útilokun á Selveiðum - Grindhvalaveiðum, fyrir nú utan Makríl einokunina frægu.

4. Evrópusambandið; hyggst gera Ísland, að auðvirðilegri útstöð sinni, í, sem betur fer, vonlausu kapphlaupi sínu, við Kanada og Rússland, um yfirráðin á Norður- Heimskautinu.

5. Evrópusambandið; líður ekki nokkru, sinna aðildarlanda (nema kannski Þýzk- Frakkneska og BENELUX klúbbnum), sjálfstæða prívat samninga, við önnur ríki, annarra heimsálfa, nema skriffinnsku maurapúkar Brussel, séu viðstaddir - og hangi yfir axlir þeirra, alfarið.

Dæmi : Útilokað væri; að Ísland gerði sjálfstæða samninga, við Perú eða Mongólíu, án afskipta froðu snakkanna, suður í Brussel ! 

Ég hygg; að þessar ábendingar, ættu að fá ykkur, sem aðra ykkur áþekkum, til þess að staldra við, endalaust dekur ykkar, á Evrópsku rummungunum, ágætu drengir.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 01:12

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Málefnaleg rök skortir ekki,þau hefur Ásmundur og Heimssýn skýrt,bæði í ræðu og riti. Aðildarumsókn er bara ekkert orðin annað en aðlögunarferli, eða mættum við óbreyttir fá að sjá umsóknina,svo og samþykkt Esb,já ryfja allt ferlið upp. Fullveldi okkar er í veði. Það eru svik að ekki var efnt til þjóðaratkvæði kosninga um þessa aðild. Nægir að ryfja upp mótmæli stjórnarandstöðu,auk ótal greina,blogga þar sem kallað er eftir loforðum um þjóðaratkvæði.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2010 kl. 01:18

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Auk alls þess sem Óskar skrifar,m.b.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2010 kl. 01:22

12 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hann leikur ekki fjábjána, er einn!!

Guðmundur Júlíusson, 24.10.2010 kl. 03:02

13 Smámynd: Elle_

Akkúrat.

Elle_, 24.10.2010 kl. 03:07

14 identicon

Hann leikur þetta með glans.  Held næstum að hann sé bara að leika sjálfan sig!

Rökin eru einföld.

Alþingi samþykkti viðræður.

Alþingi samþykkti ekki innlimun að reglum fyrst og svo kanski viðræður yfir kaffibolla.  (Nei, þið megið ekki þetta , þið megið ekki hitt, megið ekki neitt...).  Nema borga skatt og senda okkur hermenn í herin okkar....  ...Kanski til að stoppa verkfallsfólkið í Frakklandi eða hvað sem passar..

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 03:10

15 Smámynd: Elle_

Alþingi samþykkti í alvöru ekki.  VG-líðar voru skjálfandi að hlýða Jóhönnu og co. og af ótta við að missa völd.  Hver á fætur öðrum komu VG-liðar í pontu og sögðu án sannfæringar: ÉG ER Á MÓTI OG SEGI JÁ.

Elle_, 24.10.2010 kl. 03:21

16 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stóllinn er Steingrími dýrmætur!!

Gunnar Heiðarsson, 24.10.2010 kl. 06:50

17 identicon

 

Við sem þekkjum Evru, góðar matvörur á góðu verði, boðlegt regluverk, og varnarmál sem standa undir nafni, viljum sjá þáttöku, í heildarskipulagi, framleiðslueininga margra landa, (teymisskipulagi) Ásamt fleiru sem er í EU.

Horfum nú uppá lokaþáttinn í skipbroti heimasmíðaðrar hnignunar Íslands, af völdum

mikilmennskubrjálaðra vitleysinga, ásamt ofmetnum fávitum í peningamálum, sem ætluðu að kenna heiminum nýja fjármála snilli, sem væri Wall street, fetum framar.

Fiskikvóta kerfi hefðu þeir þegar gert, hið besta í heimi, af sama meiði.

Sem hægt er að stela endalaust útúr, um leið og það safnar himinháum skuldum,

þúsundum milljarða, sem hækka stöðugt og stjórnlaust. Samskonar veð eru fyrir þeim skuldum, og kúlulánaveðin í bankabréfunum, sem ruku á hausinn á einni nóttu.

Landbúnað sem er óseðjandi í styrki, frá almannasjóðum, allt á dæmið svo að heita einkavætt.  Því er alveg gleymt, að einkavætt, er eitthvað sem á að standa undir sér.

Þessvegna helst, viljum við sjá, hvað í boði er, þegar niðurstaða könnunarviðræðna

um inngöngu í EU liggur fyrir. (verðum að sjá hvað í boði er)  það getur varla orðið brenglagðra en hróflað hefur verið upp hér, á yfir tuttugu ára villum og rugli,öfugrar hirðar, sem boðaði að græðgi væri góð, og þjófar sem meikuðu tæra snilld væru bestir. Halló! hvað með icesave? Hvað segja endurminningar Birgis Ísleifs um

allar hinar tæru snilldirnar? Var það ekki allt, líka best í heimi?    

 Ef okkur líkar ekki það sem í boði verður, nú þá segjum við bara Nei, í kosningu við frekari aðlögun, eða inngöngu í EU.

Robert (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 08:02

18 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Róbert, væri ekki bara best að við fengjum að sjá hvað er í boði áður en aðlögunin fer fram. Það myndi spara mikinn tíma og peninga. Tvennt sem myndi gagnast okkur betur en risastórt skrifstofubákn með þann tilgang einan að taka á móti tilskipunum frá Brussel.

Ragnhildur Kolka, 24.10.2010 kl. 09:19

19 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Steingrímur talar iðulega í mótsögn við sjálfan sig jafnvel í sömu setningu án þess að blikna. Það er hans almenni stíll. Það sem hann segir er yfileitt svo mótssagnakennt að það veldur sjóveiki að hlusta á hann. Hann er góður í að bulla saman fínum orðum og segja þau með myndugleik, en það eru líka margir aðrir sem eru undir læknishendi góðir í. Fjölmiðlamenn spyrja hann því miður sjaldnast út í innhaldsruglið og hræsnina. Þjóðin á betra skilið.

Anna Björg Hjartardóttir, 24.10.2010 kl. 09:45

20 identicon

Steingrímur J hefir haft kjósendur VG að fíflum,hann laug,að þjóð sinni og kjósendum.Þetta er ekki sami Steingrímur og var fyrir kosningar,þessi er sennilega klónaður og fjarstýrður af Loddurunum Össuri og Jóhönnu,það þarf að koma þeim frá.Ég sé eftir atkvæði mínu til þeirra,og skammast mín að hafa látið ljúga svona að mér,sveiattan Steingrímur J.

Númi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 10:06

21 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég held að Steingrímur þurfi ekki mikið að leika, því að ef hann er ekki fábjáni þá er hann sýnsjúkur óþokki, sem ég held að sé nær sanni.

Fyrirgefðu P. Vilhjálmsson, því að Gestur þinn Ófeigur Jónsson fer með fleipur er hann heldur því fram að þjóðin hafi gefið þessari stjórn umboð til að sækja um ESB aðild.  Staðreyndin er nefnilega sú að vegna lyga og ómerkilegheita Steingríms þá komst hann í þá stöðu sem gerðu honum kleyft að gera drauma Jóhönnu gömlu að veruleka.

Fyrst Gísli Ingvarsson gestur þinn hér P. Vilhjálmsson, vill málefnaleg rök fyrir því að hætta við aðildar umsókn, hvar eru þá hin málefnalegu rök fyrir umsókninni?,  hver sveik okkur um þau?

Tek undir allt mál Ó.H. Helgassonar hér á síðu þinni Páll V. Fyrir utan fyrstu grein.  Hverjir voru það sem bönnuðu að Persaflóastríðið yrði klárað og Sadam sóttur þá þegar?  Hefði það verið gert þá þegar þá væri bara trúflokka karp í Írak núna.           

Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2010 kl. 10:10

22 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Vil byrja á; að þakka Helgu Kristjánsdóttur - og svo, Hrólfi vélfræðingi, auk annarra, fyrir góðar undirtektir svara minna, til þeirra Ómars Bjarka og Gísla Ingvarssonar.

Þó; verð ég að vera ósammála túlkun Hrólfs, við 1. málsgrein minni, til þeirra Ómars og Gísla.

Evrópusambandið hefir; margsannað, órofa fylgisspekt sína, við þeim hryðjuverkum, sem Bandaríkin iðka/ og hafa iðkað, víðs vegar um álfur, og ég hygg, að Hrólfur hljóti að sjá sannindi þeirra orða minna, taki hann sig til, og rannsaki sjálfur, sá mæti drengur, að nokkru.

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:20

23 identicon

Það sýnir best ómerkilegheit Samfylkingar og ESB fíkla að reyna að ljúga því til að um lýðræði hafi verið að ræða þegar grátandi þingmenn VG skýrðu frá í ræðustól Alþingis að þeir hafi verið þvingaðir með einstöku ofbeldi að samþykkja aðildarviðræður eða að kíkja í ESB pakka, sem hefur ekkert með aðlögun að gera.  Með ofbeldi voru þingmenn VG neyddir til að svíkja þingeið sem þeir sverja þjóðinni við upphaf þingsetu, að fara alltaf eftir eigin sannfæringu í atkvæðagreiðslu mála og engu öðru.  Þeir voru neyddir til að taka þátt í ráni atkvæða sennilega meira og minna allra kjósenda VG. 

Ef þetta er lýðræði og réttlæti Samfylkingarliða, þá er eins gott að þjóðin þurfi aldrei að kynnast ranglæti þessa ömurlega flokksskrípis. 

 Menn ættu að hugleiða hverslags útburðarvæl myndu heyrast frá brekkum eins og Ómari og Gísla sem og öðrum óhæfukrötum ef að Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið fram með ofbeldi aðeins í áttina að því sem Samfylkingin gerði og gerir í málinu, í einhverju mál þó svo að það væri nauðaómerkilegt, og hvað þá ef það hefði einhverja stóra þýðingu fyrir þjóð. 

Það er einfaldlega mesti pólitískur viðbjóður að reyna að ljúga því til að um ESB þingmeirihlutasamþykkt hafi verið um að ræða og hvað þá er lýðræði sem þjóðin hafi samþykkt.  71% þjóðarinnar hafnaði ESB draumi Samfylkingarinnar og kaus flokka sem ætluðu að tryggja og lofuðu að sú feigðarför yrði ekki farin í náinni framtíð.  Þetta er stærstu pólitísku svik Íslandssögunnar og að viðbættu Icesave hörmungu Steingríms og Jóhönnu, þá erum við örugglega búin að tryggja Samfylkinguna og VG sess meðal mestu svikaflokka á heimsvísu.  Enda er ESB og Icesave viðbjóðurinn sín hvor hliðin á sama peningnum, og þeir einu sem tilheyra 1.8% JÁ liðum sem verja Icesave hörmungina löngu heiladauðir ESB fíklar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 16:59

24 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Fyrir gefðu P. Vilhjálmsson, hafði ekki hugsað mér að skaprauna gestum þínum.  En hef þó til þess glapist og biðst á því velvirðingar. 

Þakka þér Óskar Helgi fyrir athugasemd og umvöndun sem vel getur átt rétt vegna lesleti.  Það er þó ekki svo slæm þverspítan að vit geti ekki opnast við gagnrýni.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2010 kl. 21:11

25 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Hrólfur vélfræðingur !

Þakka þér fyrir; sömuleiðis, andsvörin skýr.

En; hvenær, skyldu þeir Ómar Bjarki Kristjánsson og svo, Gísli Ingvars son leggja í, að reyna að svara mér, hér að ofan, gott fólk ?

Með; þeim sömu kveðjum, sem áður og fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 23:36

26 Smámynd: Magnús Ágústsson

við ættum frekar að gert Katína í Sviss það er gerlegt og mun vænni kostur

Magnús Ágústsson, 25.10.2010 kl. 07:52

27 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

@Ragnhildur Kolka, 24.10.2010 kl. 09:19 Hvaða hræðilega aðlögun er það sem allir eru að tala um? Mér heyrist á Ásmundi að það sé aðallega að ESB sættir sig ekki við að Bændasamtökin fái styrki, úthluti þeim og hafi eftirlit með þeim á kostnað ríkisins. Hvað annað er í þessari aðlögun sem fólk er að tala um?

ESB er síðan að mestu tilbúið að borga fyrir þær úrbætur sem það fer fram á, svo hvaða griðarlega kostanða er fólk að tala um? Finnst fólki Noregur hafa kvartað ástöfum allar breytignar sem þeir hafa þá þurft að gera þegar þeir voru í aðildarviðræðum við ESB? Og síðan er holt fyrir fólk að átta sig á að ef við göngum í ESB eru líkur á að vöruverð hér lækki um 10 til 20%. Hvað heldur fólk að það séu margir milljarðara sem heimilinn í landinu spara við það.

Fólk á ekki að gleypa það sem Heimssýn segir hrátt. Fólk ætti að vita að þarf fara menn sem bæði þekkja þetta illa sem og að hika ekki við að hagræða sannleikanum fyrir málstaðinn.  Eins með Bændasamtökin. Man fólk ekki auglýsingum  um að við inngöngu í ESB þyrfti að taka upp herskyldu hér?

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.10.2010 kl. 10:09

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óskar, vandamálið er að þetta er svo einkennileg nálgun hjá þér og langt frá raunveruleikanum.  Bara sem dæmi Grænland og Færeyjar,  EU hefur aldrei verið með einhvern ,,yfirgang" gagnvart þeim.  Svo langt í frá.  Annað með samninga við ríki - þá er það þannig að Ísland öðlast miklu sterkari stöðu því viðvíkjandi innan EU.  Í fyrsta lagi ber að hafa í huga, að það ríkur enginn upp til anda og fóta til að gera einhvern samning við nokkrar hræður útí ballarhafi!  Enda flestallir samninga íslands í gegnum EFTA og EFTA hefur oft fengið að fljóta með þegar EU gerir samninga.  Fengið að hanga í taglinu á EU.  Þannig að þetta eru veik rök hjá þér og í raun segir þetta atriði, þ.e. samingar við önnur ríki, að Ísland eigi einmitt að gerastaðili að EU!  Miklu hentugra og hagkvæmara.

Þú hefðir frekar átt að hlusta á Össur Utanríkisráðherra í morgun á RUV.  Hann jarðaðaði gjörsamlega ,,djúpa aðlögun" teoríu Heimssýnar!  Hann bara mokaði yfir heimssýn - og var snöggur að.   Það er bara þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.10.2010 kl. 13:06

29 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Ómar Bjarki !

Svona blasa hlutirnir við; hverjum skynugum manni, eins og ég lýsti, hér,, að ofan, ágæti drengur.

Reyndu ekki; að drepa málum á dreif, Ómar minn - framkoma Brussel þursanna, gagnvart Grænlendingum og Færeyingum, sem mörgum annarra, er öllum kunn.

Þá; er þér allt of tamt, að líta til líðandi nútíðar. Ég hugsa aftur á móti; í áratugum og öldum, til framtíðar líkt, og bræður mínir Kínverjar, til dæmis.

Nei; þakka þér fyrir, Ómar minn. Á Össur þennan Skarphéðinsson; hafa allt of margir hlustað, of lengi - og tímabært, að hann loki á sér þver rifunni, og fari að iðka það, sem hann kann bezt, sem er jú vatna fiska fræðin, ýmis, pilturinn sá.

Þakka þér ætíð; kurteisa og drengilega umræðuna, hér á vef sem víðar Ómar Bjarki; þrátt fyrir ágreining okkar, á mörgum sviða, erum við vafa laust sammála, á ýmsum öðrum, ágæti drengur.

Með; sízt lakari kveðjum, en öðrum fyrri /

Óskar Helgi   

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 14:36

30 identicon

Er Steingrímur búinn að lesa þetta ?

http://www.etui.org/research/Media/Files/EEEPB/2010/2-2010

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband