Össur, Björgvin G. og Sex Pistols

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur verndarhendi yfir Björgvini G. Sigurðssyni sem var viðskiptaráðherra í hrunstjórninni og færi ekki ákæru ef Össur nær sínu fram. Þann 2. september 2008, fjórum vikum fyrir hrun, var Björgvin G. sem viðskiptaráðherra á fundi í London og fékk að heyra það frá bresku ríkisstjórninni að íslensku bankarnir væru margfalt gjaldþrota.

Hvað gerir viðskiptaráðherra lýðveldisins við slíka fregn? Flýtir hann sér heim með ótíðindin og undirbýr neyðarúrræði vegna yfirvofandi fjármálahruns? Nei, Björgvin G. fer á tónleika með pönksveitinni Sex Pistols sem spiluðu í Hammersmith kvöldið sem viðskiptaráðherra fékk frá fyrstu hendi staðfestingu að að íslensku bankarnir væru á leiðinni í ræsið.

Neró fór ekki fyrir landsdóm og Össuri finnst að Björgvin G. eigi það heldur ekki skilið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll það eru engar líkur á að alþingi kjósi fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm en hvað kemur svo á eftir eigum við að blogga og blogga eiða eigum við að láta verkin tala?

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 21:10

2 identicon

Það er mikið lán fyrir þjóðina að eiga snillinga sem þessa tvo.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 21:33

3 identicon

Hann bara kolféll á prófinu.

Sex Pistols er ekki einu sinni skemmtilegt band!

Það þarf bara að gera góða úttekt á störfum þessa fólks.  Skrifa góða samantekt sem fer í CV -ið og aldrei kjósa þetta fólk aftur.

Það var þrátt fyrir ekki hann sem stjórnaði bönkunum.

En hann er eins og læknir sem gerir aðgerð á vitlausum fæti.  Missir leyfið og sjúklingurinn borgar mistökin!  

Það er bara þannig! :)

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 21:46

4 identicon

Hér fljótum við eplin sögðu hrossataðskögglarnir. Þegar ég les tilfallandi athugasemdir og athugasemdir við þær er niðurstaðan ævinlega sú sama.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband