Hrunkvöðlar stjórna Reykjanesbæ

Þeir skjóta fyrst og spyrja svo, sagði bæjarfulltrúi Samfylkingar í Reykjanesbæ um þær fréttir að meirihluti sjálfstæðismanna með Árna Sigfússon bæjarstjóra í broddi fylkingar ætli að lækka laun bæjarstarfsmanna til að skrapa krónur upp í eyðsluhítina.

Fyrirhyggjuleysi, loftkastalasmíð og græðgi einkenna ráðslag meirihlutans síðustu ár. 

Árni Sigfússon gortar sig á götum og torgum að vera með eina hreina meirihluta sjálfstæðismanna í stóru bæjarfélagi. Einmitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AF hverju er þér svona skelvilega illa við Árna.

Það er nú ekki eins og stuðningur hafi verið hjá ríkinu við það sem reynt hefur verið að skapa á Reykjanesi.

Ég held bara að það sé ekki eitt einasta atvinnuskapandi verkefni sem hefur ekki verið stoppað af upp á síðkastið.

Af ríkisvaldinu það er að segja.

....Ekki það að ég þekki ekki allt á bak við HS orkumálið eða fasteignafélagabraskið.  Alls ekki.

(En væri ég verkfræðingur í jarðhitabransa væri ég fegin að geta valið um að vinna hjá öðrum en ríkinu). 

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 13:44

2 identicon

Já,  það verður erfitt fyrir sjálfstæðisflokkinn að klína þessari vitleysu á einhverja aðra.

Þeir bera hérna 100% ábyrgð á stöðu Reykjanessbæjar. 

sigthor jonsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 14:10

3 identicon

Hvað hefur verið reynt að skapa á Reykjanesi? Annað en lofkastala? 

Árni Sigfússon og félagar hafa rekið heilt bæjarfélag með "skeina sig fyrst og skíta síðan" aðferðinni og nú blasir afraksturinn við.

Jóhann (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 14:37

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Páll.

Orðið hrunkvöðull er geisilega fínt og lýsandi orð yfir þá einstaklinga, sem með athöfnum, athafnaleysi, sjúklegri græðgi og valdafíkn urðu þess valdandi að íslenska efnahagskerfið eins og það lagði sig hrundi.

Að öllu eðlilegu og óbreyttu aldamótaástandi, hefði þessi bæjarstjóri varla náð að steypa Íslandi.

Honum og félögum hans hefur hins vegar tekist að steypa "Keflavík" í glötun af fíflsdirfsku og dæmalausum fávitagangi í stjórnun bæjarfélags.

Hrunkvöðull er of stórt orð fyrir svona "lítinn" bæjarstjóra.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.9.2010 kl. 15:17

5 identicon

Er það ekki glæpsamleg vanræksla að selja allar eignir bæjarins en samt vera nánast gjaldþrota? Svo seldi hann HS Orku til Magma sem vill ekki selja (gefa) orkuna til álversins ! Ríkið er nú að reyna að ná HS Orku til baka, þannig að ríkið er ekki að stoppa neitt.

Ragnar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 15:24

6 identicon

Almennt um rekstur Reykjanesbæjar

Hitaveitu suðurnesja var skipt upp í HS Orku og HS Veitur.

HS Veitur sér um grunnþjónustuna við íbúa en HS Orka er m.a. fjárfestingafyrirtæki með tilheyrandi áhætturekstri.

HS Orka var seld með skuldabréfi og það skuldabréf veitir Reykjanesbæ eignir sem benda til alls annars en gjaldþrots. Hins vegar er skuldabréf ekki lausir peningar og því er vandamál bæjarins liquidation-vandamál.

Íslenskir flokksfordómar

Sjálfstæðisflokkurinn er bara orð og það skiptir svo sem engu máli hvaða flokki menn eru í, þeir skilgreina ekki fólkið sem þar er að baki. Íslensk netumræða virðist alltaf enda á að menn eru fullir af hleypidómum á grundvelli hverra þeir fleygja alhæfingum gagnvart stjórnmálaflokkum. Þetta er óskynsamlegt og færir engan nær neinu í umræðunni. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru stjórnmálamenn oftar en ekki, sama hvaða flokki þeir eru í, ekki skrímsli.

Meirihlutinn í Reykjanesbæ

Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur staðið sig vel, með tilliti til árangurs í skólamálum, umhverfismálum, þjónustustigi við íbúa (þó á sama tíma og Reykjanesbær eyðir einna minnst í þá þjónustu) og vandamál bæjarins stafar af því að útsvarsgreiðendur eru með ein lægstu laun landsins í Reykjanesbæ. Forsvarsmenn bæjarins eiga hrós skilið fyrir að hafa verið hreinskilnir um þetta vandamál og hafa margþætta aðgerðaráætlun til þess að mæta því með ýsmum atvinnutækifærum, gagnaver, álver, sjúkrahús o.s.frv.

Tölum aðeins um álverið (sem ríkisstjórnin hefur reynt að koma í veg fyrir að eigi sér stað, sennilega í sömu leiðindaflokkspólitíkinni í augnamiði þess að fella andstæðan flokk og margir hér virðast deila sama leiðinda flokksviðhorfi [þetta á við um Sjálfstæðismenn eins og alla aðra] - Álversframkvæmdum var frestað þegar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fór fram á nýtt umhverfismat, jafnvel þó að fagmenn í þeim geira, leiðtogar skipulagsstofnunar andmæltu því, enda sáu þeir um það og sáu ekkert athugavert við það mat sem þeir höfðu þegar unnið lengi að. Þetta gerði ráðherra jafnvel þó lagalegt umboð hennar til þess væri fallið úr gildi, þar sem fresturinn sem ráðherra hefur til þess að gera slíkt var runninn út, samkvæmt lögum. Hún varði þetta með því að tala um "að faglegum vinnubrögðum þyrfti að beita" en enginn minntist á lagaleysu þessa því Reykjanesbær vildi halda ráðherranum góðum, jafnvel þó hún kæmi illa fram því hann græddi ekkert á að vera með leiðindi við ráðherra. Álverið skipti öllu máli. Reykjanesbær hefði, í ljósi lagalegs umboðsleysis ráðherra, geta kært umrædda ákvörðun til þess að fá hana fellda úr gildi svo ekki þyrfti að ráðast í (að ég held þá þriðja) umhverfismatið en Reykjanesbær ákvað að gera það ekki því kæruferlið hefði sennilega tekið lengri tíma og tafi álverið enn frekar heldur en að ganga í gegnum nýtt umhverfismat.

Að öllum líkindum var hún að ganga frammi fyrir þeim hluta Vinstri grænna sem eru mótfallnir álverinu yfirhöfuð.

Álverið er stór liður í markmiði bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ til þess að hækka laun bæjarbúa, einmitt til þess að lagfæra útsvarsvanda bæjarins og auka almennar rekstrartekjur, en áætlað hefur verið að hækka megi laun manna um allt að 200.000 krónur sem mæta criteria fyrir að vinna í álveri (iðnaðarmenn o.s.frv.)

Til ykkar

Að ráðast að Árna Sigfússyni eins og þið gerið er vægast sagt óvandað.

Þegar fólk stígur fram og vill eiga í vitsmunalegri umræðu er ekki sniðugt að henda fram alhæfingum, lýsingarorðum og setja allt og alla í sama mót.

Að gagnrýna fagmennsku bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ kallar á að menn þekki um hvað þeir eru að tala - geti bent á tölur og aðferðafræði.

Það merkir líka að menn verði að viðurkenna það sem vel er gert og benda á það sem hefði mátt gera betur en ekki láta eins og Satan sjálfur sé að reyna að brenna börnin á báli.

Þess vegna fer það í taugarnar á mér hvernig þið ráðist að Árna Sigfússyni og talið um "Sjálfstæðisflokkurinn þetta og hitt"... þetta minnir mig á einhverja sus-ara á sínum tíma að tala um hvað Ingibjörg Sólrún sé mikil hóra og hafi stolið öllum skólamálum frá Sjálfstæðismönnum og hvað R-listinn....

Þetta er óvitsmunaleg hleypidómaumræðu og mér blöskrar að sjá hvernig þið, fullorðið fólk, getið lesið eina eyjufrétt og haldið að þið vitið allt um málið og séuð í stöðu til að afneita lífsverki manna sem einhvers konar skít, án þess að geta bent á mælanlegar stikur eða kríteríur fyrir því að eitthvað hafi verið illa gert.

HS ORKA - framganga bæjarins þar virðist skynsamleg, uppskipting fyrirtækisins og sala áhættufjárfestingahlutarins sem hagfræðingar hafa almennt consensus um að eigi ekki að vera í höndum opinberra aðila er sniðug fyrir bæinn. Auðvitað hefði verið betra fyrir bæinn að fá þetta í "reiðufé" en skuldabréf er ágætt og tryggir honum meira til langs tíma.

Lausafjárstaða bæjarsjóðs - Ávíta má Reykjanesbæ fyrir að hafa ekki skorið niður fyrr. Meirihlutinn hefur gert skýra grein fyrir því hvers vegna þeir hafi ekki gert það - þeir hafi vonast til að fá álverið fyrr og að útsvarstekjurnar launahækkun íbúa myndi leysa vandann. Þetta var rangt hjá bænum, því verkefnin hafa enn staðið í stað og núna neyðist bærinn til að skera niður.

Umhverfismál - Reykjanesbær hefur orðið eitt snyrtilegasta og fallegasta bæjarfélag landsins og vönduð strandlengjan, með stígum fyrir hjólreiðar og göngufólk og sjóvarnargörðum er til merkis um það. Endurgerð Hafnargötunnar var líka mikilvægt stig í þróun bæjarins og verslunarrekstur óx hratt í kjölfar þeirrar endurgerðar en margar stórar verslanir höfðu áður kosið að stofna útibú annars staðar en í Reykjanesbæ, jafnvel þó Reykjanesbær væri fimmta stærsta bæjarfélag landsins.

Skólamál - menntun grunnskólakennara í Reykjanesbæ fór í að vera um helmingur ófaglærðir kennarar í að vera nánast alfarið faglærðir en meirihlutinn í Reykjanesbæ gerði það að forgangsverkefni að mennta kennara og kríteríu að allir kennarar í Reykjanesbæ væru lærðir. Þá hefur félagsskapur Reykjanesbæjar við önnur bæjarfélög í félaginu Fasteign verið farsæl þar sem þeir hafa byggt upp tækniþróuðustu grunnskóla landsins í Reykjanesbæ með snyrtilegum leikvöllum, nýjasta tækjabúnaðinum og aðstöðu fyrir iðnir. Capacent gerði rannsókn á Fasteign og úrskurðaði sem svo að það hefði verið rekstrarlega mun farsælla en önnur rekstrarform.

Árni Sigfússon situr iðulega íbúafundi í Reykjanesbæ og ég hvet Jenný Stefaníu Jensdóttir um að mæta á einhvern slíkan með áhyggjur sínar og sjá hvað Árni hefur að segja, þ.e.a.s. hef hún hefur nægilega mikla sannfæringu að Árni sé svona "lítill" karl, þá ætti hún endilega að fylgja samvisku sinni og því sem hlyti að teljast réttbreytni gagnvart íbúum Reykjanesbæjar úr því að hann fer svona illa með þá, að hún sitji slíka fundi og útskýri við Árna fyrir framan aðra hvað sé svona hræðilega að. Mig grunar að hún þyrði því ekki því ég sé af orðum hennar að hún hefur mjög grunna þekkingu á umræðuefninu.

Ég get þó fullyrt, að Árni myndi aldrei nokkru sinni, nota slíkt orðalag um hana eins og hún um hann.

Til þess þarf maður að vera ansi lítill.

Guðmundur (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 16:54

7 identicon

Þetta er bara svolítið til í þessu hjá Guðmundi.

Framganga ríkisins er og hefur verið með ólikindum.  Ekki eðlilegt að gera ráð fyrir slíku þegar reynt er að gera fjárlagaátlanir.

1: Sjúkrahús fyrir útlenda sem þurfa aðgerðir, stoppað.

2: Lagnir rafmagnslínu til svæðisins, stoppað.

3: Bygging álvers, stoppað.

4; Rannsóknaleyfi fyrir jarðhita, stoppað.

5; Fyrirtæki sem er búið að einkavæða á heldur undarlegan hátt, hótað alsherjarstoppi með hugsanlegu eignarnámi.

 6; Flugæfingar á aðstöðu gamla herflugvallarins, stoppað.

7; Gagnaver.  Draumaverkefni samfylkingar hélt ég, stoppað.

....Eru ekki til fleiri dæmi?

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 17:29

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Guðmundur,

það er stórmannlegt af þér, að taka til varna fyrir "persónuna" Árna Sigfússon, sem er örugglega góður og ljúfur einstaklingur eins og við erum flest inn við beinið.

Þeir sem þekkja mig vita að ég er frekar lágvaxin og stutt til klofs, en það er ekki oft sem ég er ásökuð um að vera "lítil" persóna.

Á leið minni heim frá Íslandi fyrir viku síðan ákváðum við að keyra um Keflavíkurbæ, af því að við ætluðum að kaupa bensín á bíl sonarins.  Ég horfði með athygli út um gluggann á húsin, göturnar, göngustígana og stóra bankahúsið þarna í miðjum bæ, og get sannarlega staðfest að það er reisn yfir útliti bæjarins og ekkert svona fljótt á litið, sem bendir til þess að hver einasti íbúi bæjarins á aldrinum 20-65 ára skuldi tæpar 5 milljónir til bæjarins!

Ég fann fyrir mikilli samkennd að horfa á fólkið í fallega bænum sínum, sem býr við hæsta atvinnuleysi á Íslandi.  

Þessi skuldastaða er ekki lögpersónunni "Reykjanesbæ" að kenna, heldur bæjarstjóra og stjórn, sem báru ábyrgð á sölu eigna,  skuldsetningu bæjarins og gífurlegri áhættusækni.

Nú er Alþingi einmitt að fjalla um svipaða ábyrgð;  "ráðherraábyrgð", það eru mjög margir sem vilja persónugera þessa ábyrgð í "velviljuðu fólki".  Auðvitað eru þessir ráðherrar "gott" fólk inn við beinið, en þeir hafa boðist til gífurlegra ábyrgðastarfa, hlotið laun, vegsemd og virðingu fyrir.  Þeir brugðust ábyrgð, og eins og allir aðrir á "venjulegum" vinnumarkaði, ber þeim að axla hana og sæta refsingu, sé brotið vítavert.

Annars, skil ég ekki af hverju þú kýst að fjalla um örstutta athugasemd mína við Pál um notkun orðsins "hrunkvöðull" í svo löngu máli, en láta sjálfan Pálinn í friði.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.9.2010 kl. 17:45

9 identicon

 "Guðmundur", "Ragnar", "Jóhann" ...

Það er umhugsunarvert hve margir einstaklingar hér á landi velja stöðugt að koma undir órekjanlegum fornöfnum eða dulnefnum. Ár eftir ár gelta menn úr launsátri...

Hvað segir þetta okkur um "tjáningarfrelsið" hér ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 17:48

10 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Árni ætti að koma með þrýsting að fá frjálsar handfæra veiðar,

eins og Samfylkingin lofaði. Þarna eru góð fiskimið, en það eru

fáir bátar á miðunum, þarna eru líka góðar hafnir ,

en það er lítið líf í þeim. Þetta myndi ekki kosta Árna krónu,

en skapa líf og fjör og mikla vinnu á Reykjanesinu.

Aðalsteinn Agnarsson, 19.9.2010 kl. 20:07

11 identicon

"Hákon", hvers vegna er það umhugsunarvert að ég komi fram undir nafni. Ég var skírður Jóhann, heiti það enn og kann orðið nokkuð vel við nafnið. Meira þarft þú ekki að vita.

En, ég ætla að gefa þér séns í þetta skiptið. 

Ég er fæddur og uppalinn í Keflavík. Flutti þaðan fyrir rúmum þremur árum og mun ekki snúa þangað aftur. Það þýðir samt ekki að mér sé ekki sama um bæinn minn. Þvert á móti. Nú hef ég, ásamt fleirum, horft uppá bæjarfélagið keyrt á bólakaf á undraskömmum tíma með þvílíkum glæsibrag að eftir því er tekið. Ég hef skoðun á því og endrum og eins get ég ekki setið á mér. Eins og í dag. Þú kallar það að gelta úr launsátri. 

Hafðirðu annars eitthvað fram að færa í tenglsum við bloggfærsluna?

"Jóhann" (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband