Aðlögunarferlið stenst ekki

Þorsteinn Pálsson og Mörður Árnason eru ekki oft sammála um pólitísk álitamál. Báðir telja þó að aðlögunarferlið sem Ísland er komið í gagnvart Evrópusambandinu fái ekki staðist. Þorsteinn Pálsson skrifar í Fréttablaðið og Mörður tekur undir í bloggi að þingsályktunartillaga um að Ísland eigi að draga tilbaka umsóknina skuli fá hraðmeðferð.

Evrópusambandið býður aðeins upp á eina leið inn í félagsskapi. Það er leið aðlögunar þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp samþykktir ESB jafnhliða sem samið er um tímasetningar og tæknilega útfærslu.

Umboðið sem alþingi veitti ríkisstjórninni 16. júlí 2009 var aðeins til að sækja um og hefja viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild Íslands. Alþingi veitti ekki umboð til aðlögunarferlis.

Af þessu leiðir að alþingi ber að draga tilbaka umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi varla að ég skilji þig rétt.

Eru Þorsteinn Pálsson og Mörður virkilega farnir að hljóma svona.

Það er svo sem ansi augljóst að viðræður eru aðlögun.

Gott ef rétt er að þeir viðurkenni þetta, því þetta er afskaplega mikilvægt upp á framhaldið.  Það eru auðvitað grensur hvað hægt er að ganga langt í óheiðarlegum vinnubrögðum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 10:55

2 identicon

Enn og aftur á að stilla mönnum upp við vegg - annað hvort gerið þið eins og við segjum þ.e. Samfó og Samfóarmur VG eða þið sprengið stjórnina og hafið það á samviskunni.

Sveinn

Sveinn (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 11:53

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

ESB gerir ekki ráð fyrir bjölluati eða að menn fái að "kíkja í pakkann"  ESB gerir ráð fyrir að ríkisstjórnir hafi unnið heimavinnuna og það sé víðtækur stuðningur við umsókninni á meðal þegna umsóknarríkisins. Þessi heift í ESB umræðunni hér á Íslandi skýrist ekki af neinu öðru en að minnihlutinn er að brjóta á meirihlutanum.  En hvort hægt sé að draga umsóknina til baka eða stoppa aðlögunarferlið án hefnda af hálfu ESB er álitamál. ESB er eins og Hells Angels, skipulagið er hið sama og eftir að samþykkt er að innlima litla klúbba þá er ekki hægt að stoppa það ferli. Spyrjið bara skúrkana í Fáfni..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.8.2010 kl. 12:50

4 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega: Þessi heift í ESB umræðunni hér á Íslandi skýrist ekki af neinu öðru en að minnihlutinn er að brjóta á meirihlutanum.

Elle_, 29.8.2010 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband