Ríkissósíalismi suður með sjó

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ gæti verið útnesjadeild í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna þegar þau voru og hétu. Stóriðjuvæðing í austurvegi var framkvæmd með tilskipunum að ofan og fjármunum almennings veitt í verksmiðjurekstur. Stundum var kappið slíkt að verksmiðjuhús voru byggð áður en nokkur vissi hvort og hvaða framleiðslu ætti að stunda þar.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ er langt kominn með að byggja álver án þess að orka sé fyrir hendi sem gerir fyrirhugðu álveri mögulegt að starfa. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, Árni Þór Sigfússon, hefur veðsett fjárhagslega framtíð bæjarbúa með sósíalískum vinnubrögðum þar sem almannasjóðir standa í ábyrgð fyrir stóriðjudraumum sem eru að breytast í martröð.

Ríkissósíalismi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ reyndi sem þrautalendingu að gera bandalag við kanadískan braskara um að kaupa almannaveitur, HS-Orku, og hleypa nýju lífi í stóriðjudraumana. Árni Þór var svo umhugað um að fá braskarann til liðs við sig að hann lánað úr nærri gjaldþrota bæjarsjóði fúlgur fjár.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að þvo hendur sínar af Árna Þór og félögum suður með sjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það eru sex hliðar á teningnum Páll. Fyrirsjáanlegt var stórfellt atvinnuleysi á Suðurnesjum - og þá má vera að Suðurnessjamenn "hafi farið fram úr sér" í hita leiksins.

Það sem þú verður hins vegar að opna augun fyrir er að þessi meinti "ríkissósélismi" hjá þér á Suðurnesjum - er eins og Sunnudagaskóli við hliðina á ríkissósélismanum um að "draga úr veiði á þorski til að byggja upp stofninn"  - en sú tilraunastarfsemi hefur starið með vaxandi þunga síðan 1970 - og alltaf hallar jafnt og þér undan fæti - í öfuga átt við markmiðin.

Af þessum ástæðum (tilefnislausum niðurskurði fiskveiða)  hafa svo skapast þessar afleiddu hörmungar - að mínu mati.

  • Óheyrilegt brottkast afla - vegna stórfelldra galla á stjórnkerfi fiskveiða
  • "Löglegt samráð" (að frumkvæði Háskóla, banka og opinberra stofnana) um að knýja upp verð aflaheimilda  - á þessum fölsku forsendum ( að það sé "arðsemi" í að geyma þorskinn) og svo voru aflaheimildir veðsettar langt upp úr þakinu 2003-2007 -  að frumkvæði bankakerfisins
  • til þess að bankarnir gætu selt þessa skuldabréfavafninga (kvótaveðin með) - með 20-%50% hagnaði ofan á það sem þeir lánuðu inn á opnar erl. lánalínur.
  • Þarna (vegna þessa stærsta ríkissósélisma Íslands)  var svo Ísland veðsett á hausinn - og kvótaveðsetningarnar eiga miklu meiri grunn-þátt í því en viðurkennt hefur verið

Þöggun í tilteknu "biskupsmáli" er bara mini-sunnudagaskóli í þöggun - miðað við þá þöggun sem tröllríður húsum kring um alla lygina, blekkingarnar og ómerkilegtheitin kringum þetta fiskveiðistjórnkerfi.

Kristinn Pétursson, 28.8.2010 kl. 16:41

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það vantaði botninn í þetta sem er.

Þrýstingurinn á allt þetta virkjana-og stóriðjustúss - kemur vegna tilefnislauss niðurskurðar fiskveiða um hundruð þúsunda tonn árlega.

Páll.  Þú hlýtur að hafa séð skrifin um Barentshafið - þar sem ráðgjöfin var 130 þúsund tonn (af þorski) árið 2000  - en veidd voru 395 þúsund tonn og svona gekk það í 5 ár 2000-2005 og þá fór stofninn að braggast - heldur betur - og er nú að verða  í met stærð - eftir alla "ofveiðina" - samkvæmt heimskuformúlunni sem  ráðamenn þjóðarinnar eru alltaf með heilann límdan við í formi "stærsta ríkissósélisma Íslands fyrr og síðar".

Ef minnka á spennuna um virkjanaframkvæmdir - og meint "óðagot" á þeim vettvangi - verður önnur vinna að koma í staðinn - og þar eru auknar fiskveiðar einföld lausn sem skilar tugum milljarða árlega í auknar gjaldeyristekjur.

Kristinn Pétursson, 28.8.2010 kl. 16:48

3 identicon

Árni Þór Sigfússon?

Kvótin í þorskinum var nú aukin síðast?!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 16:59

4 identicon

 Það þarf að afhjúpa rugl íhaldsins í Reykjanesbæ. Bæjarstjórinn er búinn að selja allt sem bærinn átti  og hægt var að selja og framundan hlýtur að vera hrikalegt gjaldþrot ríkissósíalisma Sjálfstæðisflokksins á Suðurnesjum. Johnsenar  eiga ekki að koma nálægt fjármálum.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 22:43

5 identicon

Stundum verður raunveruleikin mesta martröð fyrir þá sem sjálfir sköpuðu allt með lyginni !

Sjálfstæðisflokkurinn er enn að sýna fyrir hvað hann stendur !

Sjálfumglaðir einstkalingar sem ekkert hafa til brunns að bera annað en að vera hampað af sjálfstæðisflokknum !

Hver eru afrekin ?

Jú, búið að selja allt sem bæjarfélagið átti !

Hvers vegna hafa íbúar í þessu byggðarlagi ekkert gert af viti undanfarna áratugi ???

Það er ekki hægt að bjarga fólki sem velur sér sjálfstæðisflokkinn til að stjórna !

Afrekin eru til að varast þau, eða er það ekki þið í Reykjanesbæ ?

JR (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 23:06

6 Smámynd: Dingli

Sæll Páll.

Það er ekki bara í Reykjanesbæ sem Sjallar hafa spilað rassinn úr buxunum. Þeir eru guðfeður og verndarar kvótakerfisins. Þeir voru guðfeður og verndarar bankabrjálæðinga, sem auk alsannars og gegn lögum, veðsettu óveiddan fisk á erlendum braskmörkuðum. Þeir eru guðfeður stóriðjustefnunnar sem nú hefur gert gullkálfa Íslands, Landsvirkjun og OR gjaldþrota.

Kristinn,  Ef minnka á spennuna um virkjanaframkvæmdir - og meint "óðagot" á þeim vettvangi - verður önnur vinna að koma í staðinn.

Staðinn fyrir hvað? Innan við 2% vinnuafls hefur atvinnu af stóriðju sem þó gleypir nær alla okkar hagkvæmustu orku, og þar sem hvert starf kostar meir en hundrað milljón krónur!

Dingli, 29.8.2010 kl. 07:51

7 Smámynd: Kristinn Pétursson

ER ekki rétt að hafa með  afleidd iðnaðar og þjónustustörf  verslun og margfeldisáhrif.

Þrýstingurinn á að nýta orkuna kemur auðvitað vegna atvinnuleysis - nema hvað - líttu bara á það sem ASÍ leggur til málanna....

Við verðum að framleiða meiri verðmæti - ef við ætlum að hætta að safna meiri og meiri skuldum  Halli ríkissjóðs er á annað hundrað milljarðar....

Ég vil frekar veiða meira - en fjárfesta með óðagoti í orkufrekum iðanaði - en þeir sem ekki styðja auknar fiskveiðar - og ekki heldur orkufrekan iðnað - þeir virðast ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins með skuldasöfnun og vaxandi atvinnuleysi.... það er bara 100% ábyrgðarleysi að vilja ekki ræða þetta alvarlega mál - stinga bara höfðinu í sandinn - og  rægja "sjallana".... lítil arðsemi í svoleiðis dellu. Þá er nú skárra að "rægja kommana"

"hæg er leið til helvítis - það hallar undan fæti" sagði kellíngin...

Kristinn Pétursson, 29.8.2010 kl. 15:19

8 Smámynd: Dingli

Kristinn, við verðum að framleiða meiri verðmæti, þar er ég þér hjartanlega sammála. Ég held hinsvegar að við gerum það ekki með álverum. Taka þarf mikið fé að láni, sem bætir vart skuldastöðuna, til að framleiða rafmagn sem selt er á lágvirðismarkað. Við það bætist, að staða Landsvirkjunar og OR er slík, að lántaka af þeirra hálfu yrði á okurvöxtum þar sem baktrygging ríkisins telst einskisvirði. Sennilegast er þó að engin lán fáist til að framleiða orku sem seld er á því verði er álver vilja borga. Afleiðingarnar blasa líka við, OR gjaldþrota og Landsv. í raun líka.

Margt er annað hægt að gera til að auka hér verðmætasköpun, en aðeins eitt skilar sér á stundinni nú þegar mest þarf á að halda. Stórauknar veiðiheimildir! 60.000-70.000 tonn af þorski koma í veg fyrir að stofninn  stækki, en hann mun ekki minnka heldur samkvæmt Hafró.

Af hverju má ekki taka út vextina þegar nauðsyn ber til? Þar að auki væri óhætt að veiða 100.000 tonn af þorski í þrjú ár eða svo án þess að setja stofninn í hættu. Það eina sem væri í hættu eru vafasöm vísindi Hafró.

En bara 60.000t af þorsk, og lítilsháttar viðbót í öðrum tegundum, gjörbreyttu hér stöðu efnahagsmála strax og næstu ár. Og því spyr ég aftur.  

Af hverju má ekki taka út vextina þegar nauðsyn ber til?

Dingli, 29.8.2010 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband