Bandalag Baugs og Samfylkingar lifir hrunið

Jón Ásgeir Baugsstjóri og Samfylkingin stofnuðu til bandalags veturinn 2003. Jón Ásgeir þurfti að ryðja Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra frá völdum til að skapa sér aukið svigrúm og Samfylkingin sá í fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeir tækifæri til að hafa áhrif á opinbera umræðu.

Samfylkingin barðist með oddi og egg gegn frumvarpi um fjölmiðlalög sem áttu að koma böndum á yfirgang Jóns Ásgeirs vorið 2004. Ríkisstjórnin var gerð afturreka með málið þar sem þríeina bandalag Samfylkingar, forseta lýðveldisins Ólafs Ragnars Grímssonar og Baugsveldis sigraði ríkisvaldið.

Orð Páls Magnússonar um þjónustulund ríkisbankans við Baug staðfesta að Samfylkingin lítur enn á Jón Ásgeir sem bandamann sinn þrátt fyrir hrun og eyðilegginguna sem beint má skrifa á reikning Jóns Ásgeirs.

Samfylkingin er réttnefnd Baugsfylking.


mbl.is Segir Landsbankann hafa staðið á bak við Jón Ásgeir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Páll, ertu pottþétt viss um að þú trúir sjálfur öllu sem þú skrifar? Þær eru nú orðnar nokkrar samsæriskenningarnar á blogginu þínu!

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 22:49

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Björn, bloggið er eitt allsherjar samsæri og dularfullt að þú skulir ekki hafa tekið eftir því.

Páll Vilhjálmsson, 18.8.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Björn Birgisson

Páll, ef bloggið er eitt allsherjar samsæri, hver er þá þinn hlutur í því samsæri? Hverju, ef öðru en sjálfum þér, þjónar þín þátttaka í samsærinu?

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 23:01

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Til hvers er bloggið, Björn?

Páll Vilhjálmsson, 18.8.2010 kl. 23:05

5 Smámynd: Björn Birgisson

Meðal annars til að þú svarir spurningum mínum samviskusamlega, Páll?

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 23:12

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Rangt svar, Björn. Bloggið er ekki til að svara spurningum þínum. Bloggið er til að gera athugasemdir við fréttir og umræðu líðandi stundar. Spurningar sem þú kannt að hafa sendir þú á viðkomandi, t.d. með tölvupósti.

Páll Vilhjálmsson, 18.8.2010 kl. 23:15

7 Smámynd: Björn Birgisson

Rangt svar? Kannski. Þau eru nú mörg röngu svörin um þessar mundir. Þetta síðasta þitt var eitt af þeim. Því hlýt ég að endurtaka spurningu mína: Hverju, ef öðru en sjálfum þér, þjónar þín þátttaka í samsærinu? 

Björn Birgisson, 18.8.2010 kl. 23:36

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Björn,  það er ekki mitt að svara þessari spurningu. Þú hlýtur að sjá í hendi þér að ekki get ég svarað fyrir aðra en sjálfan mig.

Páll Vilhjálmsson, 19.8.2010 kl. 00:02

9 identicon

Síðan hvenær hefur verið skortur á samsærumá eyjunni bláu?  Össur Skarphéðinsson lýsti ágætlega áhyggjum sínum yfir þessari samvinnu Samfylkingarinnar við Jón Ásgeir & Co.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 00:22

10 Smámynd: Björn Birgisson

Páll, svaraðu þá fyrir sjálfan þig, spurningunni var eingöngu beint að þér!

Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 00:40

11 identicon

Það eina sem orð Páls Magnússonar staðfesta er að hann er í örvæntingu að reyna að beina umræðunni frá sínu eigin klúðri með RÚV.  Þetta er framhald af væli hans yfir að hafa misst HM í handbolta út úr höndunum á sér, ekki vegna yfirboða 365 heldur vegna aulaháttar sinna eigin starfsmanna.

Gísli (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 01:19

12 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hafi PM rétt fyrir sér er eins gott að hann geti sannað orð sín - þau eru stór -

Hinsvegar kemur ekkert á óvart lengur - viðbrögð stjórnarsinna eru hinsvegar á einn veg - allt í góðu gengi og Sjálfstæðisflokkurinn glæpaklíka -

Þessi málefnalegu "rök" láta þeir duga.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.8.2010 kl. 03:14

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jón Ásgeir lýsti því margsinnis yfir í veislugleði að hann ætti Samfylkinguna.

Viggó Jörgensson, 19.8.2010 kl. 06:00

14 identicon

Það er þekkt aðferðafræði fjárglæframanna ef að þeim er þrengt að kenna um pólitískri spillingu. Þá geta þeir verið nokkuð vissir um að vanþroska pólitísk samtök, og bjánar í pólitík stökkvi um borð. Það sakar ekki heldur að eiga slatta af fjölmiðlum. Slík gulrót virkar eins og rafsegull á slíkt lið. Allt rættist þetta hér.

Þetta vissi Jón Ásgeir vel og notfærði sér útí æsar.

Það var hér Þýskur fræðimaður fyrir nokkrum árum sem hafði kynnt sér slíkt hegðanamynstur rækilega og skrifað um það bók.

Hann lýsti þessu í útvarpsviðtali hér hjá Ríkisútvarpinu og sagði okkur vera að upplifa mynstrið.Þetta viðtal var auðvitað ekki endurflutt í fréttum RUV enda ekki á réttri línu. Einnig skyldi veita rannsóknarstyrki til Háskóla þá ánetjuðust prófessorarnir sem aurana fengu. Einnig þekkt hér mörg dæmi á liðnum árum. Það var einnig á RUV viðtal við fyrrverandi háskólakennara sem greindi frá því að hún var kölluð á teppið hjá stjórnanda skólans sem hún vann hjá fyrir að hafa tekið sem dæmi í kennslustund eitt kúlufyrirtækið hér um hvernig farið væri að því að skrúfa upp pappírsverðið. Það viðtal var ekki víðómað heldur. Henni var bent á að vera ekki að gagnrýna þá sem sköffuðu.

Kári (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband