Landráð dönsk og íslensk

Kristján 9. konungur Dana bauð Vilhjálmi 1. Prússakonungi að Danmörk yrði hluti af sambandi þýskra ríkja árið 1864. Þýska ríkjasambandið var forveri Evrópusambandsins, tilrauninni var frestað 1871 þegar stofnað var til Þýskalands en haldið áfram eftir seinna stríð.

Danir líta svo á að boð Danakonungs hafi verið landráð þar sem ekki var haft samráð við ríkisstjórn landsins sem hafði umboð þjóðarinnar. 

Á Íslandi gerist það 2009 að stjórnmálaflokkur sem í nýafstöðnum kosningum fær 29 prósent fylgi knýr alþingi til að samþykkja aðlögun að Evrópusambandinu. Samfylkingin var eini flokkurinn sem bauð Evrópusambandið í kosningunum vorið 2009 og 70 prósent þjóðarinnar hafnaði tilboðinu.

Innlimun Íslands í Evrópusambandið með kostun frá Brussel er hafin á ábyrgð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Hér er um að ræða landráð samkvæmt venjulegum skilningi þess hugtaks.


mbl.is Bauð Þjóðverjum Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að hunsa vilja kjósenda svo gjörsamlega er á pari við það að þiggja pent heimboð og þakka síðan fyrir sig með því að henda út búslóð húsráðanda.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 10:55

2 Smámynd: K.H.S.

Sýnishorn af röksemdafærslu ESB sinnanns Jóns Frímanns.

ER hægt að kafsigla ef ekki rassskella eigin málstað betur.

Sýnishornið

Andstæðingar ESB á Íslandi eru búnir að gera í buxunar fyrir löngu síðan og rökleysið lekur af þeim.

Hinsvegar er það áhugaverð staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi taka við skipunum frá Davíð Oddssyni, enda er línan gefin þaðan og henni er fylgt. Það er nefnilega þannig að Davíð Oddsson er valdagráðugur maður og vill stjórna einhverju. Núna stjórnar hann Morgunblaðinu og er þessa stundina að leggja undir sig baráttuna gegn ESB aðild Íslands.

Jón Frímann Jónsson, 17.8.2010

_____

Eru þetta rök sem þeir sem vilja ganga í Evrópusambandið kannast við og telja marktæk í vitrænni umræðu.

Ég yrði fljótur að afneita slíkum vitring.

K.H.S., 19.8.2010 kl. 11:18

3 identicon

Sjálfur er ég á móti aðild að ESB en þessi málflutningur vinnur gegn okkar málstað.  Landráð er virkilega alvarleg ásökun.  Hvað næst?  Opinberar aftökur þeirra stjórnmálamanna sem vilja sækja um?  Róum okkur aðeins niður og notum málefnaleg rök máli okkar til stuðnings?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 12:05

4 identicon

Heyr - heyr.  En það væri áhugavert að sjá rök þeirra sem túlka landráðalög vera eitthvað annað en ESB ofbeldisaðgerðir Samfylkingarinnar er, og þá ekki gleyma lykilþættinum að ætla að neyða þjóðina að greiða Icesave falsreikning hennar og Breta og Hollendinga til að ná fram illu ætlunarverkinu.  Engu breytir þegar framkvæmdastjórn ESB hefur kunngert að engin lagaleg skylda finnist eins og 98.2% þjóðarinnar vissi gjörla þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram.  Framganga harðkjarna ESB fíkla Samfylkingarinnar má alveg örugglega afskrifa sem föðurlandsvini.

Betri áróðursmeistara en Jón Frímann er ekki hægt að finna fyrir okkur sem sjáum ekki Brussel ljósið rauða í austri.  Endilega að birta snilldina eftir hann sem víðast.  Núna dundar hann sig við að eyðileggja Wikipedia síður ESB andstæðinga þó þær hafi nákvæmlega ekkert með ESB að gera.  Hreinar hefndaraðgerðir manns í stórkostlegu ójafnvægi sem augljóslega er farinn að átta sig á að hann hefur vonlausan málstað að verja og viðurkenna ósigurinn.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 12:49

5 identicon

Mjög ólíku saman að jafna Páll. Mjög.

Heiðar Lind (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 15:39

6 identicon

Páll. 

 Ég er viss um að umsóknin er nær því að vera þjóðráð heldur en landráð hvaða skoðun sem menn hafa á evrópusambandinu.

núman (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband